„Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. maí 2021 20:02 Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. Starfsfólk Skógræktar Reykjavíkur fór um svæðið í dag til að meta skemmdir. Slökkviliðið áætlar að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið eða um 200 hektarar og blasti sviðin jörð því víða við í dag. „Verðmætasta svæði Heiðmerkur þar sem að skógurinn er hvað hæstur hann slapp en hér höfðu verið mjög miklar gróðursetningar á síðustu árum. Við erum með landnemaspildur og það eru heilmargir sjálfboðaliðar sem að hafa verið að gróðursetja í þágu loftlags og skógræktar á Íslandi. Við eigum eftir að fara yfir þau svæði og hvort að það sé skemmt. Kjarnastígarnir í Heiðmörk virðast hafa sloppið, bæði Vífilstaðahlíð, Furulundur og Ríkishringurinn sem margir þekkja,“ Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fór um svæðið í dag til að meta tjónið.Vísir/Einar „Þetta er örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi eða skógi sem við höfum tekist á við. Við höfum náttúrulega brunann á Mýrum hér forðum daga sem að náttúrulega var geysistórt svæði en það var svona meira mosi og jarðvegur en þetta er náttúrulega skógarlendi. Þetta er útivistarsvæði höfuðborgarbúa og þetta er sá stærsti sem við höfum lent í hér,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að þegar mest hafi verið í gær hafi verið um hundrað manns á svæðinu við slökkvistörf. Bruninn varð að hluta til á vatnsverndarsvæði en koma tókst í veg fyrir að eldurinn bærist á viðkvæmustu svæðin þar. Búist er áfram við þurru veðri næstu daga og er fólk hvatt til að fara varlega með eld úti í náttúrunni. Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Skógrækt og landgræðsla Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. 4. maí 2021 21:53 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Starfsfólk Skógræktar Reykjavíkur fór um svæðið í dag til að meta skemmdir. Slökkviliðið áætlar að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið eða um 200 hektarar og blasti sviðin jörð því víða við í dag. „Verðmætasta svæði Heiðmerkur þar sem að skógurinn er hvað hæstur hann slapp en hér höfðu verið mjög miklar gróðursetningar á síðustu árum. Við erum með landnemaspildur og það eru heilmargir sjálfboðaliðar sem að hafa verið að gróðursetja í þágu loftlags og skógræktar á Íslandi. Við eigum eftir að fara yfir þau svæði og hvort að það sé skemmt. Kjarnastígarnir í Heiðmörk virðast hafa sloppið, bæði Vífilstaðahlíð, Furulundur og Ríkishringurinn sem margir þekkja,“ Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fór um svæðið í dag til að meta tjónið.Vísir/Einar „Þetta er örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi eða skógi sem við höfum tekist á við. Við höfum náttúrulega brunann á Mýrum hér forðum daga sem að náttúrulega var geysistórt svæði en það var svona meira mosi og jarðvegur en þetta er náttúrulega skógarlendi. Þetta er útivistarsvæði höfuðborgarbúa og þetta er sá stærsti sem við höfum lent í hér,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að þegar mest hafi verið í gær hafi verið um hundrað manns á svæðinu við slökkvistörf. Bruninn varð að hluta til á vatnsverndarsvæði en koma tókst í veg fyrir að eldurinn bærist á viðkvæmustu svæðin þar. Búist er áfram við þurru veðri næstu daga og er fólk hvatt til að fara varlega með eld úti í náttúrunni.
Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Skógrækt og landgræðsla Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. 4. maí 2021 21:53 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19
Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35
Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. 4. maí 2021 21:53