„Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. maí 2021 20:02 Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. Starfsfólk Skógræktar Reykjavíkur fór um svæðið í dag til að meta skemmdir. Slökkviliðið áætlar að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið eða um 200 hektarar og blasti sviðin jörð því víða við í dag. „Verðmætasta svæði Heiðmerkur þar sem að skógurinn er hvað hæstur hann slapp en hér höfðu verið mjög miklar gróðursetningar á síðustu árum. Við erum með landnemaspildur og það eru heilmargir sjálfboðaliðar sem að hafa verið að gróðursetja í þágu loftlags og skógræktar á Íslandi. Við eigum eftir að fara yfir þau svæði og hvort að það sé skemmt. Kjarnastígarnir í Heiðmörk virðast hafa sloppið, bæði Vífilstaðahlíð, Furulundur og Ríkishringurinn sem margir þekkja,“ Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fór um svæðið í dag til að meta tjónið.Vísir/Einar „Þetta er örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi eða skógi sem við höfum tekist á við. Við höfum náttúrulega brunann á Mýrum hér forðum daga sem að náttúrulega var geysistórt svæði en það var svona meira mosi og jarðvegur en þetta er náttúrulega skógarlendi. Þetta er útivistarsvæði höfuðborgarbúa og þetta er sá stærsti sem við höfum lent í hér,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að þegar mest hafi verið í gær hafi verið um hundrað manns á svæðinu við slökkvistörf. Bruninn varð að hluta til á vatnsverndarsvæði en koma tókst í veg fyrir að eldurinn bærist á viðkvæmustu svæðin þar. Búist er áfram við þurru veðri næstu daga og er fólk hvatt til að fara varlega með eld úti í náttúrunni. Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Skógrækt og landgræðsla Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. 4. maí 2021 21:53 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Starfsfólk Skógræktar Reykjavíkur fór um svæðið í dag til að meta skemmdir. Slökkviliðið áætlar að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið eða um 200 hektarar og blasti sviðin jörð því víða við í dag. „Verðmætasta svæði Heiðmerkur þar sem að skógurinn er hvað hæstur hann slapp en hér höfðu verið mjög miklar gróðursetningar á síðustu árum. Við erum með landnemaspildur og það eru heilmargir sjálfboðaliðar sem að hafa verið að gróðursetja í þágu loftlags og skógræktar á Íslandi. Við eigum eftir að fara yfir þau svæði og hvort að það sé skemmt. Kjarnastígarnir í Heiðmörk virðast hafa sloppið, bæði Vífilstaðahlíð, Furulundur og Ríkishringurinn sem margir þekkja,“ Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fór um svæðið í dag til að meta tjónið.Vísir/Einar „Þetta er örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi eða skógi sem við höfum tekist á við. Við höfum náttúrulega brunann á Mýrum hér forðum daga sem að náttúrulega var geysistórt svæði en það var svona meira mosi og jarðvegur en þetta er náttúrulega skógarlendi. Þetta er útivistarsvæði höfuðborgarbúa og þetta er sá stærsti sem við höfum lent í hér,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að þegar mest hafi verið í gær hafi verið um hundrað manns á svæðinu við slökkvistörf. Bruninn varð að hluta til á vatnsverndarsvæði en koma tókst í veg fyrir að eldurinn bærist á viðkvæmustu svæðin þar. Búist er áfram við þurru veðri næstu daga og er fólk hvatt til að fara varlega með eld úti í náttúrunni.
Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Skógrækt og landgræðsla Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. 4. maí 2021 21:53 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19
Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35
Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. 4. maí 2021 21:53