Villareal komið í úrslit Evrópudeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2021 21:10 Leikmenn Villareal fagna því að vera komnir í úrslit. UEFA Villareal og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Emirates-vellinum í Lundúnum síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Villareal og lærisveinar Unai Emery því komnir í úrslit gegn Manchester United. Úr leiknum í kvöld.Christopher Lee/Getty Images Gestirnir vörðust fimlega en spilamennska Arsenal heillaði ekki. Á meðan hinn undanúrslitaleikurinn bauð upp á fimm mörk og fjöldann allan af dauðafærum var ekki það sama upp á teningnum í Lundúnum. Pierre-Emerick Aubameyang komst næst því að tryggja Arsenal sigur en hann átti bæði skot og skalla í stöng í leiknum. Allt kom þó fyrir ekki og heimamönnum tókst ekki að brjóta niður gulan varnarmúr gestanna. Let the celebrations begin! Villarreal = through to their first European final! #UEL pic.twitter.com/3QkRGE9NVA— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 6, 2021 Lokatölur 0-0 og Unai Emery er því á leið í úrslit eftir að hafa slegið út sitt fyrrum félag. Þá fauk eini möguleiki Arsenal á að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð út um gluggann. Villareal er því mætt í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Manchester United sem fram fer í Gdańsk í Póllandi þann 26. maí. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Villareal og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Emirates-vellinum í Lundúnum síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Villareal og lærisveinar Unai Emery því komnir í úrslit gegn Manchester United. Úr leiknum í kvöld.Christopher Lee/Getty Images Gestirnir vörðust fimlega en spilamennska Arsenal heillaði ekki. Á meðan hinn undanúrslitaleikurinn bauð upp á fimm mörk og fjöldann allan af dauðafærum var ekki það sama upp á teningnum í Lundúnum. Pierre-Emerick Aubameyang komst næst því að tryggja Arsenal sigur en hann átti bæði skot og skalla í stöng í leiknum. Allt kom þó fyrir ekki og heimamönnum tókst ekki að brjóta niður gulan varnarmúr gestanna. Let the celebrations begin! Villarreal = through to their first European final! #UEL pic.twitter.com/3QkRGE9NVA— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 6, 2021 Lokatölur 0-0 og Unai Emery er því á leið í úrslit eftir að hafa slegið út sitt fyrrum félag. Þá fauk eini möguleiki Arsenal á að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð út um gluggann. Villareal er því mætt í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Manchester United sem fram fer í Gdańsk í Póllandi þann 26. maí.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti