Hazard bað stuðningsmenn Real Madrid afsökunar á hegðun sinni á Brúnni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 10:00 Eden Hazard var keyptur til Real Madrid sem næsta stórstjarna liðsins en það hefur verið lítið að frétta af honum inn á vellinum síðan. EPA-EFE/Neil Hall Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard þurfti að skrifa afsökunarbeiðni á Instagram eftir framkomu sína í hópi leikmanna Chelsea eftir að Real Madrid datt út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það hefur gengið allt á afturfótunum hjá Eden Hazard síðan hann var keyptur til Real Madrid. Meiðsli og slök frammistaða hafa einkennt tíma hans á Spáni og nú síðast gekk hann fram af stuðningsmönnum Real með framkomu sinni eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. "It was not my intention to offend the Real Madrid fans. It has always been my dream to play for Real Madrid and I came here to win."Eden Hazard apologizes after he was seen laughing with Chelsea players after yesterday's loss. pic.twitter.com/F8WFlOWQWR— ESPN FC (@ESPNFC) May 6, 2021 Real Madrid tapaði leiknum 2-0 og Eden Hazard gerði lítið sem ekkert í leiknum. Eftir leikinn sást hann hins vegar hlæjandi með Chelsea mönnunum Kurt Zouma og Edouard Mendy út á velli. Myndavélarnar voru fljótar að finna þá félaga en Hazard hafði litlar áhyggjur af því. Hazard var leikmaður hjá Chelsea og þessir þrír eru augljóslega góðir vinir. Þetta var hins vegar enginn tími fyrir að rækta vináttuna við leikmenn sem voru nýbúnir að henda honum og restinni af Real Madrid liðinu út úr Meistaradeildinni. Eden Hazard speaks up about *that* photo after yesterday's game pic.twitter.com/FrGKx3BL7r— Goal (@goal) May 6, 2021 Áður en Eden vissi af þá var þetta orðið stórmál á Spáni og stuðningsmenn Real Madrid voru brjálaðir. Meistaradeildin skiptir spænska félagið gríðarlega miklu máli og það var ekki eins og Belginn ætti mikið inni hjá þeim. „Ég biðst afsökunar. Ég hef lesið mikið af tilfinningaríkum færslum um mig í dag og það var ekki ætlun mín að móðga stuðningsmenn Real Madrid. Það hefur alltaf verið draumur minn að spila fyrir Real Madrid og ég kom hingað til að vinna. Þetta tímabil er ekki búið og við þurfum að berjast saman fyrir því að vinna deildina,“ skrifaði Eden Hazard á bæði ensku og spænsku. Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Það hefur gengið allt á afturfótunum hjá Eden Hazard síðan hann var keyptur til Real Madrid. Meiðsli og slök frammistaða hafa einkennt tíma hans á Spáni og nú síðast gekk hann fram af stuðningsmönnum Real með framkomu sinni eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. "It was not my intention to offend the Real Madrid fans. It has always been my dream to play for Real Madrid and I came here to win."Eden Hazard apologizes after he was seen laughing with Chelsea players after yesterday's loss. pic.twitter.com/F8WFlOWQWR— ESPN FC (@ESPNFC) May 6, 2021 Real Madrid tapaði leiknum 2-0 og Eden Hazard gerði lítið sem ekkert í leiknum. Eftir leikinn sást hann hins vegar hlæjandi með Chelsea mönnunum Kurt Zouma og Edouard Mendy út á velli. Myndavélarnar voru fljótar að finna þá félaga en Hazard hafði litlar áhyggjur af því. Hazard var leikmaður hjá Chelsea og þessir þrír eru augljóslega góðir vinir. Þetta var hins vegar enginn tími fyrir að rækta vináttuna við leikmenn sem voru nýbúnir að henda honum og restinni af Real Madrid liðinu út úr Meistaradeildinni. Eden Hazard speaks up about *that* photo after yesterday's game pic.twitter.com/FrGKx3BL7r— Goal (@goal) May 6, 2021 Áður en Eden vissi af þá var þetta orðið stórmál á Spáni og stuðningsmenn Real Madrid voru brjálaðir. Meistaradeildin skiptir spænska félagið gríðarlega miklu máli og það var ekki eins og Belginn ætti mikið inni hjá þeim. „Ég biðst afsökunar. Ég hef lesið mikið af tilfinningaríkum færslum um mig í dag og það var ekki ætlun mín að móðga stuðningsmenn Real Madrid. Það hefur alltaf verið draumur minn að spila fyrir Real Madrid og ég kom hingað til að vinna. Þetta tímabil er ekki búið og við þurfum að berjast saman fyrir því að vinna deildina,“ skrifaði Eden Hazard á bæði ensku og spænsku.
Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira