Þetta verður rætt á fundi Viðreisnar um öryggi kvenna í daglegu lífi sem hefst klukkan 12.
Geir Finnsson, formaður innanríkisnefndar Viðreisnar, mun þar ræða við þær Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar, Sólborgu Guðbrandsdóttur, tónlistarkonu, aktívista og höfund bókarinnar Fávitar, og Tatjönu Latinovic, formann Kvenréttindafélags Íslands, um það óöryggi sem margar konur upplifa í sínu daglega lífi og við hinar ýmsu aðstæður. Hvort sem það er inni á heimili, á netinu, í útihlaupum eða göngutúrum.
Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.