„Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2021 12:00 Njarðvík getur fallið og komist í úrslitakeppni er ein umferð er eftir af deildarkeppninni. vísir/bára Sævar Sævarsson, einn af spekingum Domino's Körfuboltakvölds, segir að Njarðvík sé stórhættulegt lið í úrslitakeppninni, komist þeir þangað. Benedikt Guðmundsson, annar spekingur, bætti við að fallbaráttan væri erfiðust fyrir harða Njarðvíkinga sem þjálfa liðið. Njarðvík vann lífs nauðsynlegan sigur á fimmtudagskvöldið er þeir höfðu betur gegn ÍR og þeir eru ekki í fallsæti er lokaumferðin fer fram á morgun. Antonio Hester var ansi öflugur í liði Njarðvíkur á fimmtudagskvöldið og spekingarnir töldu þetta besta leik hans í grænu treyjunni. „Njarðvíkurliðið pökkuðu þeim inn í teig og Hester þar fremstur í flokki. ÍR réð ekkert við hann. Þeir höfðu engin svör við honum. Ég held að þetta sé besti leikur Hesters á tímabilinu,“ sagði Bendikt. „Hann er að klára vel og ÍR var í vandræðum varnarlega. Ekki bara á móti Hester, heldur á móti alls konar. Honum leið vel þarna og hann var peppaður eins og allir þarna að spyrna sér frá botninum og vinna þennan leik.“ Sævar Sævarsson segir að leikmenn Njarðvíkur hafi haft eitthvað að sanna í síðustu leikjum; ekki bara að þeir séu í fallbaráttu. „Mér fannst á þessum leik og síðasta leik að menn höfðu eitthvað að sanna. Það er búið að tala illa um holdafar manna í þessu liði, þeir séu ekki tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn og fleira. Ef að þeir komast í úrslitakeppni þá er þetta lið sem er stórhættulegt.“ „Þetta er nýtt fyrir Njarðvík. Þetta er eitthvað sem Höttur og Haukar þekkja. Höttur hefur alltaf verið í fallbaráttu en Haukar hafa ítrekað verið þarna. Njarðvík hefur aldrei verið í fallbaráttu í 50 ár.“ „Að sjálfsögðu er neikvæðni og fólk vonsvikin. Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir. Þeir hafa þó staðið þétt við bakið á liðinu og leikmenn hafa komið til baka og spilað vel. Þetta er ekki búið en þeir eru búnir að vinna sína vinnu,“ sagði Sævar. Benedikt tók aftur við orðinu. „Það er ákveðni pressa sem fylgir því að þjálfa í Njarðvík, KR og einum tveimur klúbbum í viðbót, sem líta á sig stórveldi. Í þessari stöðu þá hefur þetta verið mjög erfitt. Það eru miklir Njarðvíkingar að þjálfa liðið sem þykir svo vænt um félagið.“ „Þeir eru búnir að leggja mikið inn í yngri flokkum og meistaraflokkum, líf og sál. Þetta er erfiðast fyrir þessa menn. Maður gladdist þvílíkt með þessu fólki,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Njarðvík og sigurinn í Breiðholti Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Sjá meira
Njarðvík vann lífs nauðsynlegan sigur á fimmtudagskvöldið er þeir höfðu betur gegn ÍR og þeir eru ekki í fallsæti er lokaumferðin fer fram á morgun. Antonio Hester var ansi öflugur í liði Njarðvíkur á fimmtudagskvöldið og spekingarnir töldu þetta besta leik hans í grænu treyjunni. „Njarðvíkurliðið pökkuðu þeim inn í teig og Hester þar fremstur í flokki. ÍR réð ekkert við hann. Þeir höfðu engin svör við honum. Ég held að þetta sé besti leikur Hesters á tímabilinu,“ sagði Bendikt. „Hann er að klára vel og ÍR var í vandræðum varnarlega. Ekki bara á móti Hester, heldur á móti alls konar. Honum leið vel þarna og hann var peppaður eins og allir þarna að spyrna sér frá botninum og vinna þennan leik.“ Sævar Sævarsson segir að leikmenn Njarðvíkur hafi haft eitthvað að sanna í síðustu leikjum; ekki bara að þeir séu í fallbaráttu. „Mér fannst á þessum leik og síðasta leik að menn höfðu eitthvað að sanna. Það er búið að tala illa um holdafar manna í þessu liði, þeir séu ekki tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn og fleira. Ef að þeir komast í úrslitakeppni þá er þetta lið sem er stórhættulegt.“ „Þetta er nýtt fyrir Njarðvík. Þetta er eitthvað sem Höttur og Haukar þekkja. Höttur hefur alltaf verið í fallbaráttu en Haukar hafa ítrekað verið þarna. Njarðvík hefur aldrei verið í fallbaráttu í 50 ár.“ „Að sjálfsögðu er neikvæðni og fólk vonsvikin. Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir. Þeir hafa þó staðið þétt við bakið á liðinu og leikmenn hafa komið til baka og spilað vel. Þetta er ekki búið en þeir eru búnir að vinna sína vinnu,“ sagði Sævar. Benedikt tók aftur við orðinu. „Það er ákveðni pressa sem fylgir því að þjálfa í Njarðvík, KR og einum tveimur klúbbum í viðbót, sem líta á sig stórveldi. Í þessari stöðu þá hefur þetta verið mjög erfitt. Það eru miklir Njarðvíkingar að þjálfa liðið sem þykir svo vænt um félagið.“ „Þeir eru búnir að leggja mikið inn í yngri flokkum og meistaraflokkum, líf og sál. Þetta er erfiðast fyrir þessa menn. Maður gladdist þvílíkt með þessu fólki,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Njarðvík og sigurinn í Breiðholti Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Sjá meira