„Ömurlegur völlur og vindur“ Atli Arason skrifar 9. maí 2021 22:08 Daníel Laxdal er fyrirliði Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Eftir tvö leiki í deildinni hefur Stjarnan leikið við báða nýliðana og ekki enn þá skorað mark í þessum tveimur leikjum. Daníel Laxdal var eðlilega óánægður með 2-0 tapið í Keflavík í kvöld. „Ég er mjög fúll. Þetta voru erfiðar aðstæður, ömurlegur völlur og vindur. Það á reyndar við fyrir bæði lið. Þeir fá þetta víti sem ég veit ekki alveg með. Svo ætlum við að snúa þessu við í seinni hálfleik en það gekk ekki alveg upp hjá okkur og þeir voru mjög góðir í skyndisóknum. Þegar við missum boltann þá fáum við þá á fullu í andlitið á okkur oft og mörgu sinnum,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Fyrsta mark Keflavíkur kom úr vítaspyrnu og það voru skiptar skoðanir á því hvort að Vilhjálmur Alvar átti að dæma vítaspyrnu eða ekki. Daníel fannst þetta skrítinn dómur. „Brynjar nær boltanum og svo klessa þeir á hvorn annan. Halli er stærri og sterkari og hann skýst af honum. Dómarinn var mjög lengi að hugsa þetta og ég veit ekki hvaða upplýsingar hann hefur fengið en ég var ósáttur, maður er svo sem alltaf ósáttur að fá á sig víti en ég veit ekki alveg með þetta,“ svaraði Daníel aðspurður út í vítaspyrnuna. Daníel slapp ekki úr viðtali án þess að vera spurður aðeins út í mál málanna í vikunni sem leið, brottrekstur Rúnars Páls. Þegar leið á leikinn í kvöld fór stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, að syngja nafn Rúnars meira og hærra. „Þetta var skrítið. Maður er búinn að vera lengi með honum og mér þykir vænt um kallinn. Við þurfum að gleyma þessu og einbeita okkur að mótinu fram undan.“ „Rúnar var búinn að vera lengi hérna og hann er goðsögn í klúbbnum. Það er allt skrítið við þetta og ég veit bara ekki hvað ég á að segja meira,“ sagði Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, að lokum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Sjá meira
„Ég er mjög fúll. Þetta voru erfiðar aðstæður, ömurlegur völlur og vindur. Það á reyndar við fyrir bæði lið. Þeir fá þetta víti sem ég veit ekki alveg með. Svo ætlum við að snúa þessu við í seinni hálfleik en það gekk ekki alveg upp hjá okkur og þeir voru mjög góðir í skyndisóknum. Þegar við missum boltann þá fáum við þá á fullu í andlitið á okkur oft og mörgu sinnum,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Fyrsta mark Keflavíkur kom úr vítaspyrnu og það voru skiptar skoðanir á því hvort að Vilhjálmur Alvar átti að dæma vítaspyrnu eða ekki. Daníel fannst þetta skrítinn dómur. „Brynjar nær boltanum og svo klessa þeir á hvorn annan. Halli er stærri og sterkari og hann skýst af honum. Dómarinn var mjög lengi að hugsa þetta og ég veit ekki hvaða upplýsingar hann hefur fengið en ég var ósáttur, maður er svo sem alltaf ósáttur að fá á sig víti en ég veit ekki alveg með þetta,“ svaraði Daníel aðspurður út í vítaspyrnuna. Daníel slapp ekki úr viðtali án þess að vera spurður aðeins út í mál málanna í vikunni sem leið, brottrekstur Rúnars Páls. Þegar leið á leikinn í kvöld fór stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, að syngja nafn Rúnars meira og hærra. „Þetta var skrítið. Maður er búinn að vera lengi með honum og mér þykir vænt um kallinn. Við þurfum að gleyma þessu og einbeita okkur að mótinu fram undan.“ „Rúnar var búinn að vera lengi hérna og hann er goðsögn í klúbbnum. Það er allt skrítið við þetta og ég veit bara ekki hvað ég á að segja meira,“ sagði Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, að lokum.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Sjá meira