Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2021 11:31 Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík gætu þurft aðstoð frá Herði Axel Vilhjálmssyni og félögum í Keflavík í kvöld. Samsett/Vilhelm Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. „Við viljum alls ekki að Njarðvík falli,“ segir Keflvíkingurinn og stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson sem Vísir fékk til að varpa ljósi á ríginn á milli félaganna í Reykjanesbæ. Magnús, sem lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum, segir að Keflvíkingar muni ekki halda aftur af sér á Egilsstöðum í kvöld, þrátt fyrir að hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Höttur þarf að vinna Keflavík til að halda sér uppi, og treysta á að Njarðvík tapi gegn Þór Þorlákshöfn. „Það er mikill misskilningur í gangi með þetta. Það er vissulega mikill rígur á milli liðanna og menn vilja að hinir tapi, en það er bara svo asnalegt og lélegt fyrir körfuboltann ef að Njarðvík fellur. Keflvíkingar eru ekki að fara að mæta, eins og heyrst hefur, með eitthvað unglingaflokkslið á Egilsstaði. Keflavík er bara að fara að gíra sig upp í úrslitakeppni, ætlar að taka Hött og Njarðvík myndi þá halda sér uppi. Það er ekki þannig í Keflavík að hatrið sé það mikill að menn vilji láta Njarðvík falla,“ segir Magnús. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi mörgum í höllina Það er vel mögulegt að í stað þess að Njarðvík falli þá mæti liðið Keflavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Ég held að Keflavík myndi frekar vilja rústa Hött og vona að Njarðvík vinni Þór Þorlákshöfn, svo að Keflavík og Njarðvík mætist í 8-liða úrslitum. Það er mikið skemmtilegra heldur en að gera grín að Njarðvík í 1. deild. Það á ekki við,“ segir Magnús sem segir að ef til þess kæmi að Njarðvík félli þá yrði sérstaklega erfitt að horfa upp á vin sinn Loga Gunnarsson bíta í það súra epli. Njarðvíkingar geta ekki andað rólega fyrr en í fyrsta lagi að leik loknum í kvöld: „Þeir eru í 9. sæti og það er hrikalegt fyrir Njarðvíkinga. Þeir þurfa að klára þetta tímabil með sæmd og vinna Þór Þorlákshöfn, og ef að Haukar vinna Þór Akureyri þá fáum við Keflavík gegn Njarðvík í úrslitakeppninni. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi helst þúsund manns í höllina þannig að það verði almennilegt stuð hér í Reykjanesbæ.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45. Dominos-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Við viljum alls ekki að Njarðvík falli,“ segir Keflvíkingurinn og stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson sem Vísir fékk til að varpa ljósi á ríginn á milli félaganna í Reykjanesbæ. Magnús, sem lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum, segir að Keflvíkingar muni ekki halda aftur af sér á Egilsstöðum í kvöld, þrátt fyrir að hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Höttur þarf að vinna Keflavík til að halda sér uppi, og treysta á að Njarðvík tapi gegn Þór Þorlákshöfn. „Það er mikill misskilningur í gangi með þetta. Það er vissulega mikill rígur á milli liðanna og menn vilja að hinir tapi, en það er bara svo asnalegt og lélegt fyrir körfuboltann ef að Njarðvík fellur. Keflvíkingar eru ekki að fara að mæta, eins og heyrst hefur, með eitthvað unglingaflokkslið á Egilsstaði. Keflavík er bara að fara að gíra sig upp í úrslitakeppni, ætlar að taka Hött og Njarðvík myndi þá halda sér uppi. Það er ekki þannig í Keflavík að hatrið sé það mikill að menn vilji láta Njarðvík falla,“ segir Magnús. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi mörgum í höllina Það er vel mögulegt að í stað þess að Njarðvík falli þá mæti liðið Keflavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Ég held að Keflavík myndi frekar vilja rústa Hött og vona að Njarðvík vinni Þór Þorlákshöfn, svo að Keflavík og Njarðvík mætist í 8-liða úrslitum. Það er mikið skemmtilegra heldur en að gera grín að Njarðvík í 1. deild. Það á ekki við,“ segir Magnús sem segir að ef til þess kæmi að Njarðvík félli þá yrði sérstaklega erfitt að horfa upp á vin sinn Loga Gunnarsson bíta í það súra epli. Njarðvíkingar geta ekki andað rólega fyrr en í fyrsta lagi að leik loknum í kvöld: „Þeir eru í 9. sæti og það er hrikalegt fyrir Njarðvíkinga. Þeir þurfa að klára þetta tímabil með sæmd og vinna Þór Þorlákshöfn, og ef að Haukar vinna Þór Akureyri þá fáum við Keflavík gegn Njarðvík í úrslitakeppninni. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi helst þúsund manns í höllina þannig að það verði almennilegt stuð hér í Reykjanesbæ.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira