Búa sig undir fyrstu æfinguna í algerum Covid-hliðarveruleika Snorri Másson skrifar 10. maí 2021 11:36 Daði og félagar fá að fara út á svalir á hótelinu við og við, en þurfa að öðru leyti að sæta mjög ströngum reglum í aðdraganda Eurovision, sem hefst í næstu viku. RÚV Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefur heimild til þess að vera á tveimur stöðum í Rotterdam í Hollandi, þangað sem hann kom í gær ásamt íslenska Eurovision-hópnum. Gísli má vera á hótelinu og hann má vera í Eurovision-höllinni. Annars staðar ekki, ekki á kaffihúsi, ekki á veitingastað og ekki í partíum. Hann má ekki einu sinni taka með sér kaffi út um lúgu. Gísli Marteinn hefur verið þulur í Eurovision árum saman.@gislimarteinn „Þetta er mjög stíft en við megum fara út að skokka og í göngutúr. Við reynum að gera það og erum ekkert að kvarta, við erum með hollenskar hjálparhellur sem fara út í búð fyrir okkur. Þau fóru í stóra verslunarferð í gær,“ segir Gísli kátur í spjalli við Vísi. Daði og Gagnamagnið eru á sinni fyrstu æfingu í höllinni í dag, sem er nokkuð mikilvægt augnablik í ferlinu fram undan. Veðbankar fylgjast með frammistöðunni. Sveitin keppir í síðari umferð undankeppninnar fimmtudaginn 20. maí. Gísli segir ljóst að Eurovision í ár sé langt frá því að vera sama hátíð fyrir aðstandendur keppninnar og allt starfslið, en að það eigi ekki að koma niður á gæðum sjálfrar útsendingarinnar. Hún verði jafnflott og endranær. Það er hlýtt og sumarlegt í Rotterdam en hópurinn getur í mesta lagi notið þess á svölunum á hótelinu. Partí á vegum Norðurlandanna og borgarstjóra, sem eru í venjulegu árferði mikilvægt atriði fyrir þátttakendur, eru auðvitað á bak og burt í bili. Á sama hátt væri Daði í fjölda fjölmiðlaviðtala á dag en annar háttur er hafður á slíku þetta árið. Blaðamannafundur er haldinn á eftir með tugum blaðamanna og enn fleiri sem skrá sig inn rafrænt. Eurovision Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fulltrúar Íslands flognir af stað Fulltrúar Íslands í Eurovision í ár héldu af stað út á flugvöll úr útvarpshúsinu í Efstaleiti snemma í morgun, þaðan sem þeir flugu af stað til Rotterdam. 8. maí 2021 09:29 Stigin kynnt af Jaja ding dong-aðdáandanum Olaf Yohansson mun kynna stigin fyrir Íslands hönd í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í ár. Úrslitin fara fram í Rotterdam þann 22. maí næstkomandi. 7. maí 2021 21:27 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Gísli má vera á hótelinu og hann má vera í Eurovision-höllinni. Annars staðar ekki, ekki á kaffihúsi, ekki á veitingastað og ekki í partíum. Hann má ekki einu sinni taka með sér kaffi út um lúgu. Gísli Marteinn hefur verið þulur í Eurovision árum saman.@gislimarteinn „Þetta er mjög stíft en við megum fara út að skokka og í göngutúr. Við reynum að gera það og erum ekkert að kvarta, við erum með hollenskar hjálparhellur sem fara út í búð fyrir okkur. Þau fóru í stóra verslunarferð í gær,“ segir Gísli kátur í spjalli við Vísi. Daði og Gagnamagnið eru á sinni fyrstu æfingu í höllinni í dag, sem er nokkuð mikilvægt augnablik í ferlinu fram undan. Veðbankar fylgjast með frammistöðunni. Sveitin keppir í síðari umferð undankeppninnar fimmtudaginn 20. maí. Gísli segir ljóst að Eurovision í ár sé langt frá því að vera sama hátíð fyrir aðstandendur keppninnar og allt starfslið, en að það eigi ekki að koma niður á gæðum sjálfrar útsendingarinnar. Hún verði jafnflott og endranær. Það er hlýtt og sumarlegt í Rotterdam en hópurinn getur í mesta lagi notið þess á svölunum á hótelinu. Partí á vegum Norðurlandanna og borgarstjóra, sem eru í venjulegu árferði mikilvægt atriði fyrir þátttakendur, eru auðvitað á bak og burt í bili. Á sama hátt væri Daði í fjölda fjölmiðlaviðtala á dag en annar háttur er hafður á slíku þetta árið. Blaðamannafundur er haldinn á eftir með tugum blaðamanna og enn fleiri sem skrá sig inn rafrænt.
Eurovision Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fulltrúar Íslands flognir af stað Fulltrúar Íslands í Eurovision í ár héldu af stað út á flugvöll úr útvarpshúsinu í Efstaleiti snemma í morgun, þaðan sem þeir flugu af stað til Rotterdam. 8. maí 2021 09:29 Stigin kynnt af Jaja ding dong-aðdáandanum Olaf Yohansson mun kynna stigin fyrir Íslands hönd í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í ár. Úrslitin fara fram í Rotterdam þann 22. maí næstkomandi. 7. maí 2021 21:27 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Fulltrúar Íslands flognir af stað Fulltrúar Íslands í Eurovision í ár héldu af stað út á flugvöll úr útvarpshúsinu í Efstaleiti snemma í morgun, þaðan sem þeir flugu af stað til Rotterdam. 8. maí 2021 09:29
Stigin kynnt af Jaja ding dong-aðdáandanum Olaf Yohansson mun kynna stigin fyrir Íslands hönd í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í ár. Úrslitin fara fram í Rotterdam þann 22. maí næstkomandi. 7. maí 2021 21:27