Ólafur tók við Esbjerg síðasta sumar er hann yfirgaf FH og tók við danska liðinu, sem hafði fallið úr dönsku úrvalsdeildinni.
Stefnan var sett á dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik og fór Esbjerg vel af stað en eftir vetrarpásuna fór að halla undan fæti.
Eftir tap gegn Fredericia í kvöld var ljóst að Esbjerg myndi ekki ná sæti í efstu deild á nýjan leik og því var Ólafi sagt upp störfum.
Kjartan Henry Finnbogason og Andri Rúnar Bjarnason eru á mála hjá Esbjerg en þrír leikir eru eftir af leiktíðinni í Danmörku.
Vi stopper samarbejdet med Olafur Kristjansson med øjeblikkelig virkning:https://t.co/CX5hYopQe6
— Esbjerg fB (@EsbjergfB) May 10, 2021