Tímabilið gefur okkur ástæðu til bjartsýni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2021 20:30 Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær segir að tímabil Manchester United í heild sinni gefi ástæðu til bjartsýni og að liðið hafi stórbætt sig. Þá sagði hann að fjöldi leikja undanfarið hafi verið ástæðan fyrir öllum breytingunum í kvöld. Man United tapaði 2-1 fyrir Leicester City í kvöld en um var að ræða þriðja leikinn af fjórum á aðeins sjö dögum. Tapið þýðir að Manchester City er enskur meistari en Solskjær var samt nokkuð brattur í leikslok er hann ræddi við BBC. „Við höfum spilað fjöldann allan af leikjum undanfarið og þurftum að gera mikið af breytingum, það vann aðeins gegn okkur í kvöld. Amad var mjög góður, Anthony Elanga gaf okkur eitthvað öðruvísi og mér fannst Mason Greenwood frábær, ég veit hvað hann getur gert fyrir framan markið,“ sagði sá norski að leik loknum. Amad og Elanga voru að byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku sitthvoru megin við Greenwood í fremstu víglínu Man Utd í kvöld. „Það er allt hitt sem hann er að gera. Hvað hann er þrautseigur og hvernig hann leiddi línuna í kvöld. Honum leið eins og hann þyrfti að axla ábyrgð og hann gerði það frá upphafi til enda en ég ákvað að taka hann af velli þar sem hann hefur spilað þrjá leiki á fimm dögum,“ sagði þjálfarinn um frammistöðu Greenwood en framherjinn ungi skoraði glæsilegt mark í kvöld. „Við náðum aðeins að fara yfir hlutina á æfingu í gær og í morgun en við höfum ekki haft mikinn tíma til að undirbúa okkur, það sást örugglega snemma leiks,“ sagði Ole um tapið. „Tímabilið í heild sinni gefur okkur ástæðu til bjartsýni en við getum einnig bætt okkur. Við höfum elt Manchester City næstum alla leið, þangað til það eru 10-12 dagar eftir af tímabilinu og það er ágætis afrek þar sem þeir eru með mjög gott lið. Þeir eru verðugir meistarar og ég verð að hrósa þeim því þeir hafa spilað frábæran fótbolta á þessu tímabili,“ sagði Solskjær að lokum um Englandsmeistara Manchester City. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Sjá meira
Man United tapaði 2-1 fyrir Leicester City í kvöld en um var að ræða þriðja leikinn af fjórum á aðeins sjö dögum. Tapið þýðir að Manchester City er enskur meistari en Solskjær var samt nokkuð brattur í leikslok er hann ræddi við BBC. „Við höfum spilað fjöldann allan af leikjum undanfarið og þurftum að gera mikið af breytingum, það vann aðeins gegn okkur í kvöld. Amad var mjög góður, Anthony Elanga gaf okkur eitthvað öðruvísi og mér fannst Mason Greenwood frábær, ég veit hvað hann getur gert fyrir framan markið,“ sagði sá norski að leik loknum. Amad og Elanga voru að byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku sitthvoru megin við Greenwood í fremstu víglínu Man Utd í kvöld. „Það er allt hitt sem hann er að gera. Hvað hann er þrautseigur og hvernig hann leiddi línuna í kvöld. Honum leið eins og hann þyrfti að axla ábyrgð og hann gerði það frá upphafi til enda en ég ákvað að taka hann af velli þar sem hann hefur spilað þrjá leiki á fimm dögum,“ sagði þjálfarinn um frammistöðu Greenwood en framherjinn ungi skoraði glæsilegt mark í kvöld. „Við náðum aðeins að fara yfir hlutina á æfingu í gær og í morgun en við höfum ekki haft mikinn tíma til að undirbúa okkur, það sást örugglega snemma leiks,“ sagði Ole um tapið. „Tímabilið í heild sinni gefur okkur ástæðu til bjartsýni en við getum einnig bætt okkur. Við höfum elt Manchester City næstum alla leið, þangað til það eru 10-12 dagar eftir af tímabilinu og það er ágætis afrek þar sem þeir eru með mjög gott lið. Þeir eru verðugir meistarar og ég verð að hrósa þeim því þeir hafa spilað frábæran fótbolta á þessu tímabili,“ sagði Solskjær að lokum um Englandsmeistara Manchester City.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Sjá meira
Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. 11. maí 2021 20:01
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti