Höfum ekki náð þessum úrslitum áður svo við hljótum að vera gera eitthvað rétt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 23:01 Klopp var mjög sáttur með frammistöðu Roberto Firmino í kvöld. EPA-EFE/Peter Powell Jurgen Klopp var eðlilega sáttur með sigur sinna manna á Old Trafford í kvöld. Hann sagði sigurinn hafa verið það sem liðið þurfti á að halda. Leiknum lauk með 4-2 sigri Liverpool og var fyrsti sigur liðsins á heimavelli Manchester United síðan 2014. „Þetta var einmitt það sem við þurftum. Við erum undir mikilli pressu og þurfum að vinna leiki til að eiga möguleika á að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Við komum hingað og mættum lið sem hefur gengið frábærlega undanfarið,“ sagði Klopp eftir leik. „Þetta var erfiður leikur og við byrjuðum ekki vel. Við áttum erfitt með að verjast á vængjunum, þeir tvöfölduðu á okkur þar og það tók okkur tíma að venjast því. Þegar við náðum því þá vorum við komnir með yfirhöndina og skoruðum tvívegis. Allir vita að þetta Man United er venjulega betra í síðari hálfleik á þessari leiktíð. Þeim tekst að snúa leikjum sér í hag en við komum í veg fyrir það í kvöld.“ „Við spiluðum vel í upphafi síðari hálfleiks og skoruðum þriðja markið, síðan var þetta opinn leikur. Það verður mikil spenna þegar eitt lið er að verjast og hitt er að reyna komast inn í leikinn á nýjan leik. Fjórða markið var frábært, mjög vel gert hjá Curtis Jones.“ „Við höfum ekki náð þessum úrslitum áður svo við hljótum að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Klopp um þá staðreynd að Liverpool hafi ekki unnið á Old Trafford síðan 2014. „Við eigum erfiða leiki framundan. West Brom mæta án allra pressu sem getur gert leikina undarlega og Burnley með stuðningsfólk í stúkunni verður erfiður leikur. Svo sjáum við til hvað við þurfum að gera gegn Crystal Palace. Við verðum að vinna alla þessa leiki. Það er ástæðan fyrir því að jafntefli gegn liðum eins og Newcastle United og Leeds United voru eins og að við hefðum tapað leikjunum.“ Klopp á hliðarlínunni í kvöld.EPA-EFE/Peter Powell „Við erum í stöðu þar sem örlögin okkar varðandi Meistaradeild Evrópu eru í okkar höndum. Fyrir tveimur eða þremur árum var það líf okkar,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
„Þetta var einmitt það sem við þurftum. Við erum undir mikilli pressu og þurfum að vinna leiki til að eiga möguleika á að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Við komum hingað og mættum lið sem hefur gengið frábærlega undanfarið,“ sagði Klopp eftir leik. „Þetta var erfiður leikur og við byrjuðum ekki vel. Við áttum erfitt með að verjast á vængjunum, þeir tvöfölduðu á okkur þar og það tók okkur tíma að venjast því. Þegar við náðum því þá vorum við komnir með yfirhöndina og skoruðum tvívegis. Allir vita að þetta Man United er venjulega betra í síðari hálfleik á þessari leiktíð. Þeim tekst að snúa leikjum sér í hag en við komum í veg fyrir það í kvöld.“ „Við spiluðum vel í upphafi síðari hálfleiks og skoruðum þriðja markið, síðan var þetta opinn leikur. Það verður mikil spenna þegar eitt lið er að verjast og hitt er að reyna komast inn í leikinn á nýjan leik. Fjórða markið var frábært, mjög vel gert hjá Curtis Jones.“ „Við höfum ekki náð þessum úrslitum áður svo við hljótum að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Klopp um þá staðreynd að Liverpool hafi ekki unnið á Old Trafford síðan 2014. „Við eigum erfiða leiki framundan. West Brom mæta án allra pressu sem getur gert leikina undarlega og Burnley með stuðningsfólk í stúkunni verður erfiður leikur. Svo sjáum við til hvað við þurfum að gera gegn Crystal Palace. Við verðum að vinna alla þessa leiki. Það er ástæðan fyrir því að jafntefli gegn liðum eins og Newcastle United og Leeds United voru eins og að við hefðum tapað leikjunum.“ Klopp á hliðarlínunni í kvöld.EPA-EFE/Peter Powell „Við erum í stöðu þar sem örlögin okkar varðandi Meistaradeild Evrópu eru í okkar höndum. Fyrir tveimur eða þremur árum var það líf okkar,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira