Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 34-26 | Haukar tryggðu deildarmeistaratitilinn með stórsigri Valur Páll Eiríksson skrifar 15. maí 2021 21:35 Haukar tryggðu deildarmeistaratitilinn með stórsigri á FH í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Haukar eru deildarmeistarar Olís-deildar karla eftir stórsigur á erkifjendum sínum í FH. Lokatölur á Ásvöllum 34-26 Haukum í vil. Leikur liðanna í kvöld fór fjörlega af stað þar sem liðin skiptust á að skora. FH komst 2-1 yfir en eftir það voru Haukar ávallt skrefi á undan, en FH-ingar jöfnuðu leikinn jafn harðan. 10-10 var staðan þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum en þá skildu leiðir. Haukar skoruðu þrjú mörk í röð til að ná 13-10 forystu. Eftir það litu Haukar ekki til baka, og létu rautt spjald Darra Aronssonar skömmu fyrir leikhlé lítil áhrif á sig hafa. Þeir skoruðu síðustu tvö mörk hálfleiksins til að auka forskot sitt í fimm mörk, 17-12. Búist var við að FH-ingar myndu mæta brjálaðir til leiks í síðari hálfleik en Haukar drápu það í fæðingu með fyrstu tveimur mörkum hálfleiksins, 19-12 var staðan því orðin. FH-ingar reyndu hvað þeir gátu en Haukar léku als oddi, náðu mest ellefu marka forskoti, en unnu að lokum átta marka sigur, 34-26. Úrslitin þýða að Haukar eru með 35 stig á toppi deildarinnar, níu stigum á undan FH sem er í öðru sæti, og deildarmeistaratitillinn því þeirra. Af hverju unnu Haukar? Haukar voru með yfirhöndina frá miðjum fyrri hálfleiknum og litu aldrei um öxl. Þeir hleyptu FH-ingum aldrei nálægt sér þegar á leið og unnu verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Sóknarleikur Hauka var fjölbreyttur og komust 13 leikmenn á blað. FH-ingar réðu lítið við þá og fundu engar lausnir. Varnarleikur Hauka og markvarsla var ekki síðri, Björgvin Páll átti margar góðar markvörslur sem stuðluðu að öryggi sigursins. Björgvin varði 16 skot með 42% markvörslu og átti að auki tvær stoðsendingar og skoraði mark. Hvað gekk illa? FH gekk illa. Hvort sem litið er á vörn eða sókn áttu þeir erfiðan dag og áttu fátt skilið úr leik kvöldsins. Agli Magnússyni gekk sérstaklega illa að finna netmöskvana en hann skoraði fjögur mörk úr ellefu tilraunum. Hann skapaði þó sex færi og gaf fjórar stoðsendingar en á móti tapaði hann boltanum sex sinnum. Hvað gerist næst? FH-ingar fara norður á Akureyri og mæta KA í frestuðum leik á fimmtudag. Haukar mæta aftur á móti Selfossi mánudaginn 24. maí. Aron: Hér var allt árið undir Aron Kristjánsson var glaður í bragði eftir leik.VÍSIR/BÁRA „Þetta var góð barátta, frábær samheldni, við vorum að spila mjög góða vörn mestallan leikinn nema kannski aðeins í byrjun. Bjöggi varði vel í markinu og sóknarleikurinn var lengst af mjög góður, beittur og margir að skila sínu. Þú sérð hvað það eru margir sem skora.“ „Við höfum haldið mjög góðum stöðugleika, við höfum verið að æfa vel, erum alltaf að reyna að bæta inn í vopnabúrið okkar, vera skarpir og krefjum hvern annan um að vera beittir.“ Aðspurður um þýðingu titilsins segir Aron: „Þarna er allt árið undir, þú ert dæmdur af því hvernig tímabilið allt er og við leggjum metnað í að vinna þennan titil. Í átta liða úrslitakeppni heima og heiman getur allt gerst, þú getur verið með fjóra veika í einum leik og dottið út, þrátt fyrir að tímabilið sé gott fram að því. En við stefnum að sjálfsögðu að því að klára þann stóra líka.“ Sigursteinn: Þetta var bara niðurlæging FH-ingar voru ekki sáttir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Tilfinningin er bara ömurleg. Þetta var bara niðurlæging.“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, niðurlútur eftir leik. „Það er alveg sama hvar þú drepur niður fæti, þetta var virkilega dapurt í dag og bara niðurlægjandi.“ sagði Sigursteinn jafnframt og bætti við: „Við bara missum móðinn, við vissum að þessi uppgjör eru búin að sveiflast fram og til baka en við vorum ekki tilbúnir að fjárfesta nógu mikið í leiknum og þar af leiðandi var þetta niðurlæging.“ „Þeir sem þekkja þessa leiki þeir vita að það vill enginn tapa þessu svona. Þetta er bara ömurlegt.“ sagði Sigursteinn. Haukar fagna.Vísir/Hulda Margrét Og Haukar fagna meira.Vísir/Hulda Margrét Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar FH
Haukar eru deildarmeistarar Olís-deildar karla eftir stórsigur á erkifjendum sínum í FH. Lokatölur á Ásvöllum 34-26 Haukum í vil. Leikur liðanna í kvöld fór fjörlega af stað þar sem liðin skiptust á að skora. FH komst 2-1 yfir en eftir það voru Haukar ávallt skrefi á undan, en FH-ingar jöfnuðu leikinn jafn harðan. 10-10 var staðan þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum en þá skildu leiðir. Haukar skoruðu þrjú mörk í röð til að ná 13-10 forystu. Eftir það litu Haukar ekki til baka, og létu rautt spjald Darra Aronssonar skömmu fyrir leikhlé lítil áhrif á sig hafa. Þeir skoruðu síðustu tvö mörk hálfleiksins til að auka forskot sitt í fimm mörk, 17-12. Búist var við að FH-ingar myndu mæta brjálaðir til leiks í síðari hálfleik en Haukar drápu það í fæðingu með fyrstu tveimur mörkum hálfleiksins, 19-12 var staðan því orðin. FH-ingar reyndu hvað þeir gátu en Haukar léku als oddi, náðu mest ellefu marka forskoti, en unnu að lokum átta marka sigur, 34-26. Úrslitin þýða að Haukar eru með 35 stig á toppi deildarinnar, níu stigum á undan FH sem er í öðru sæti, og deildarmeistaratitillinn því þeirra. Af hverju unnu Haukar? Haukar voru með yfirhöndina frá miðjum fyrri hálfleiknum og litu aldrei um öxl. Þeir hleyptu FH-ingum aldrei nálægt sér þegar á leið og unnu verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Sóknarleikur Hauka var fjölbreyttur og komust 13 leikmenn á blað. FH-ingar réðu lítið við þá og fundu engar lausnir. Varnarleikur Hauka og markvarsla var ekki síðri, Björgvin Páll átti margar góðar markvörslur sem stuðluðu að öryggi sigursins. Björgvin varði 16 skot með 42% markvörslu og átti að auki tvær stoðsendingar og skoraði mark. Hvað gekk illa? FH gekk illa. Hvort sem litið er á vörn eða sókn áttu þeir erfiðan dag og áttu fátt skilið úr leik kvöldsins. Agli Magnússyni gekk sérstaklega illa að finna netmöskvana en hann skoraði fjögur mörk úr ellefu tilraunum. Hann skapaði þó sex færi og gaf fjórar stoðsendingar en á móti tapaði hann boltanum sex sinnum. Hvað gerist næst? FH-ingar fara norður á Akureyri og mæta KA í frestuðum leik á fimmtudag. Haukar mæta aftur á móti Selfossi mánudaginn 24. maí. Aron: Hér var allt árið undir Aron Kristjánsson var glaður í bragði eftir leik.VÍSIR/BÁRA „Þetta var góð barátta, frábær samheldni, við vorum að spila mjög góða vörn mestallan leikinn nema kannski aðeins í byrjun. Bjöggi varði vel í markinu og sóknarleikurinn var lengst af mjög góður, beittur og margir að skila sínu. Þú sérð hvað það eru margir sem skora.“ „Við höfum haldið mjög góðum stöðugleika, við höfum verið að æfa vel, erum alltaf að reyna að bæta inn í vopnabúrið okkar, vera skarpir og krefjum hvern annan um að vera beittir.“ Aðspurður um þýðingu titilsins segir Aron: „Þarna er allt árið undir, þú ert dæmdur af því hvernig tímabilið allt er og við leggjum metnað í að vinna þennan titil. Í átta liða úrslitakeppni heima og heiman getur allt gerst, þú getur verið með fjóra veika í einum leik og dottið út, þrátt fyrir að tímabilið sé gott fram að því. En við stefnum að sjálfsögðu að því að klára þann stóra líka.“ Sigursteinn: Þetta var bara niðurlæging FH-ingar voru ekki sáttir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Tilfinningin er bara ömurleg. Þetta var bara niðurlæging.“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, niðurlútur eftir leik. „Það er alveg sama hvar þú drepur niður fæti, þetta var virkilega dapurt í dag og bara niðurlægjandi.“ sagði Sigursteinn jafnframt og bætti við: „Við bara missum móðinn, við vissum að þessi uppgjör eru búin að sveiflast fram og til baka en við vorum ekki tilbúnir að fjárfesta nógu mikið í leiknum og þar af leiðandi var þetta niðurlæging.“ „Þeir sem þekkja þessa leiki þeir vita að það vill enginn tapa þessu svona. Þetta er bara ömurlegt.“ sagði Sigursteinn. Haukar fagna.Vísir/Hulda Margrét Og Haukar fagna meira.Vísir/Hulda Margrét Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti