Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 22-28 | Valskonur sendu Hauka í sumarfrí í KFUM slag Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. maí 2021 20:30 Valur sendi Hauka í sumarfrí. vísir/hulda Valskonur sendu Hauka í sumarfrí eftir sigur í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og voru með yfirhöndina allan tímann, lokatölur 22-28. Það var ljóst frá fyrstu mínútum leiksins að Valskonur ætluðu sér að vinna. Þær mættu af miklum krafti og komu sér í stöðuna 1-5 á fyrstu fimm mínútum leiksins. Við tók leikur kattarins að músinni. Gunnar, þjálfari Hauka, tók leikhlé þegar rúmlega fimm mínútur voru búnar að leiknum. Það skilaði litlu og áfram héldu Valskonur góðri forystu. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum teflir Gunnar 7 á móti 6 til að fá sóknarleik Hauka í gang. Það gekk ekki betur en að Valskonur náðu að skora yfir völlinn og koma sér sex mörkum yfir, staðan þá 6-12. Valskonur nýttu sér mistök Hauka í sókninni og voru duglegar að fiska víti. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fóru Haukakonur að gefa aðeins í en það var olía á eldinn fyrir Val. Hálfleikstölur 11-17. Það var hátt spennustigið þegar liðin gengur úr klefanum í seinni hálfleik. Fyrstu mínútur seinni hálfleiksins einkenndust af mistökum hjá báðum liðum. Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan 15-22 fyrir Val. Seinni hálfleikurinn gekk líkt og sá fyrri. Valskonur í forystu og duglegar að nýta sér mistök Hauka. Haukakonur náðu aldrei að koma sér inn í leikinn og unnu Valskonur með 6 mörkum, 22-28. Af hverju vann Valur? Valskonur mættu einfaldlega betri til leiks í dag. Varnarleikurinn og markvarslan vann vel saman og sóknarleikurinn agaður. Þær voru duglegar að komast inn í sendingar og keyra í hraðaupphlaup. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Haukum var það Karen Helga Díönudóttir sem var atkvæðamest með 6 mörk. Berta Rut Harðardóttir var með 5 mörk. Hjá Val var Lovísa Thompson með 8 mörk. Lilja Ágústdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir voru með 5 mörk hvor. Saga Sif Gísladóttir var góð í markinu og var með 15 bolta varða, 43% markvörslu. Hvað gekk illa? Það var lítið sem gekk í leik Hauka í kvöld. Það virtist vera hátt spennustig sem þær réðu illa við. Tapaðir boltar og klaufaleg mistök í leik þeirra sem Valskonur nýttu sér. Hvað gerist næst? Valskonur mæta Fram í undanúrslitum. Haukakonur eru komnar í sumarfrí. Þetta var hundfúlt hvernig við fórum með þetta í fyrri hálfleik Gunnar, þjálfari Hauka, var svekktur í leikslok. Vísir: Hulda Margrét Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tap á móti Val í kvöld. Með sigri hefðu Haukar haldið sér í baráttunni um sæti í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. „Þetta var hundfúlt hvernig við fórum með þetta í fyrri hálfleik. Það var lagt upp með að halda þessu í leik og vera í jöfnum tölum í hálfleik þannig við gætum strítt þeim aðeins en við fáum á okkur 17 mörk og það er ekki óásættanlegt,“ sagði Gunnar í leikslok. Það virtist vera hátt spennustig hjá Haukakonum í kvöld sem þær réðu illa við og áttu þær erfitt með að koma sér inn í leikinn. „Það vantaði meiri ákveðni í varnarleiknum. Mér fannst við vera of framanlega í vörninni í síðasta leik og ákváðum að fara aftan en við fórum aðeins of aftarlega. Skytturnar þeirra komu í röðum, í seinni bylgju og röðuðu inn mörkum. Þetta var mjög erfitt fyrir Anniku í markinu.“ Með þessum úrslitum eru Haukakonur dottnar út úr úrslitakeppninni og komnar í sumarfrí. „Það er enn eitt undirbúningtímabilið, held þetta sé númer 5 á þessu ár. Við förum yfir hvernig veturinn er búinn að vera. Ég held við séum sæmilega sátt með veturinn. Það eru leikmenn búnir að bæta sig og nýir leikmenn sem hafa fengið að spila og fengið smá reynslu. Síðan að byggja sig upp í rólegheitum fyrir næsta tímabil.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Haukar Valur
Valskonur sendu Hauka í sumarfrí eftir sigur í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og voru með yfirhöndina allan tímann, lokatölur 22-28. Það var ljóst frá fyrstu mínútum leiksins að Valskonur ætluðu sér að vinna. Þær mættu af miklum krafti og komu sér í stöðuna 1-5 á fyrstu fimm mínútum leiksins. Við tók leikur kattarins að músinni. Gunnar, þjálfari Hauka, tók leikhlé þegar rúmlega fimm mínútur voru búnar að leiknum. Það skilaði litlu og áfram héldu Valskonur góðri forystu. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum teflir Gunnar 7 á móti 6 til að fá sóknarleik Hauka í gang. Það gekk ekki betur en að Valskonur náðu að skora yfir völlinn og koma sér sex mörkum yfir, staðan þá 6-12. Valskonur nýttu sér mistök Hauka í sókninni og voru duglegar að fiska víti. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fóru Haukakonur að gefa aðeins í en það var olía á eldinn fyrir Val. Hálfleikstölur 11-17. Það var hátt spennustigið þegar liðin gengur úr klefanum í seinni hálfleik. Fyrstu mínútur seinni hálfleiksins einkenndust af mistökum hjá báðum liðum. Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan 15-22 fyrir Val. Seinni hálfleikurinn gekk líkt og sá fyrri. Valskonur í forystu og duglegar að nýta sér mistök Hauka. Haukakonur náðu aldrei að koma sér inn í leikinn og unnu Valskonur með 6 mörkum, 22-28. Af hverju vann Valur? Valskonur mættu einfaldlega betri til leiks í dag. Varnarleikurinn og markvarslan vann vel saman og sóknarleikurinn agaður. Þær voru duglegar að komast inn í sendingar og keyra í hraðaupphlaup. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Haukum var það Karen Helga Díönudóttir sem var atkvæðamest með 6 mörk. Berta Rut Harðardóttir var með 5 mörk. Hjá Val var Lovísa Thompson með 8 mörk. Lilja Ágústdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir voru með 5 mörk hvor. Saga Sif Gísladóttir var góð í markinu og var með 15 bolta varða, 43% markvörslu. Hvað gekk illa? Það var lítið sem gekk í leik Hauka í kvöld. Það virtist vera hátt spennustig sem þær réðu illa við. Tapaðir boltar og klaufaleg mistök í leik þeirra sem Valskonur nýttu sér. Hvað gerist næst? Valskonur mæta Fram í undanúrslitum. Haukakonur eru komnar í sumarfrí. Þetta var hundfúlt hvernig við fórum með þetta í fyrri hálfleik Gunnar, þjálfari Hauka, var svekktur í leikslok. Vísir: Hulda Margrét Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tap á móti Val í kvöld. Með sigri hefðu Haukar haldið sér í baráttunni um sæti í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. „Þetta var hundfúlt hvernig við fórum með þetta í fyrri hálfleik. Það var lagt upp með að halda þessu í leik og vera í jöfnum tölum í hálfleik þannig við gætum strítt þeim aðeins en við fáum á okkur 17 mörk og það er ekki óásættanlegt,“ sagði Gunnar í leikslok. Það virtist vera hátt spennustig hjá Haukakonum í kvöld sem þær réðu illa við og áttu þær erfitt með að koma sér inn í leikinn. „Það vantaði meiri ákveðni í varnarleiknum. Mér fannst við vera of framanlega í vörninni í síðasta leik og ákváðum að fara aftan en við fórum aðeins of aftarlega. Skytturnar þeirra komu í röðum, í seinni bylgju og röðuðu inn mörkum. Þetta var mjög erfitt fyrir Anniku í markinu.“ Með þessum úrslitum eru Haukakonur dottnar út úr úrslitakeppninni og komnar í sumarfrí. „Það er enn eitt undirbúningtímabilið, held þetta sé númer 5 á þessu ár. Við förum yfir hvernig veturinn er búinn að vera. Ég held við séum sæmilega sátt með veturinn. Það eru leikmenn búnir að bæta sig og nýir leikmenn sem hafa fengið að spila og fengið smá reynslu. Síðan að byggja sig upp í rólegheitum fyrir næsta tímabil.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti