„Sé ekki hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2021 12:32 Það er erfitt að sjá að eitthvað lið geti stöðvað Deane Williams og félaga sem urðu deildarmeistarar á dögunum með miklum yfirburðum. vísir/vilhelm „Tindastóll gæti unnið einn leik en Keflavík vinnur alltaf þrjá leiki,“ segir Benedikt Guðmundsson um einvígi Keflavíkur og Tindastóls í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta sem hefst í kvöld. Benedikt og Teitur Örlygsson ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um einvígið í Dominos Körfuboltakvöldi og drógu ekkert úr því hve mikið sigurstranglegri deildarmeistarar Keflavíkur væru. Keflavík vann báða leiki sína gegn Tindastóli af nokkru öryggi, þann seinni á Sauðárkróki án Harðar Axels Vilhjálmssonar. „Maður sér ekki í spilunum hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika í þessari seríu,“ sagði Teitur en umræðuna má sjá hér að neðan: Klippa: Körfuboltakvöld - Einvígi Keflavíkur og Tindastóls „Við vorum að ræða um þrjá leikmenn sem gera allir tilkall til þess að vera í fimm manna úrvalsliði deildarinnar; Dominykas Milka, Deane Williams og Hörður Axel Vilhjálmsson. Þeir eru búnir að eiga skínandi leiktíð. Úrslitakeppnin snýst oft um einstaklingsviðureignir og ég veit ekki hvernig Stólarnir ætla að tækla þessa þrenningu,“ sagði Kjartan Atli. „Keflvíkingar eru með þessa tvo menn [Milka og Williams] og þeir eru bæði stærri og sterkari en nánast allir „inside“ leikmenn í deildinni. Ég sé ekki að Flenard Whitfield eigi nokkuð í þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir stíga líka á varnarbensíngjöfina. Þeir vita hvernig á að taka leiki yfir. Þetta er svo góð blanda. Þeir eru með alla reynsluna líka. Hjalti er að gera frábæra hluti með því hvernig hann stjórnar af bekknum. Við gleymum oft Val Orra sem er einn besti „off ball spacing“ leikmaður. Hann er alltaf mættur í hornið, alltaf galopinn og þá er hann fínn skotmaður. Þetta lið er súpervel mannað.“ Tindastóll þarf að vona að nú kvikni allsvakalega á lykilmönnum liðsins, eins og til að mynda Nikolas Tomsick: „Hann getur hent í 40 stiga leiki og þegar hann er vel stilltur finnur hann jafnvægið á milli þess að skora og leita menn uppi. Þetta hefur ekki verið hans besta tímabil en við höfum inn á milli séð þann Nick Tomsick sem við hrifumst af,“ sagði Benedikt. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Benedikt og Teitur Örlygsson ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um einvígið í Dominos Körfuboltakvöldi og drógu ekkert úr því hve mikið sigurstranglegri deildarmeistarar Keflavíkur væru. Keflavík vann báða leiki sína gegn Tindastóli af nokkru öryggi, þann seinni á Sauðárkróki án Harðar Axels Vilhjálmssonar. „Maður sér ekki í spilunum hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika í þessari seríu,“ sagði Teitur en umræðuna má sjá hér að neðan: Klippa: Körfuboltakvöld - Einvígi Keflavíkur og Tindastóls „Við vorum að ræða um þrjá leikmenn sem gera allir tilkall til þess að vera í fimm manna úrvalsliði deildarinnar; Dominykas Milka, Deane Williams og Hörður Axel Vilhjálmsson. Þeir eru búnir að eiga skínandi leiktíð. Úrslitakeppnin snýst oft um einstaklingsviðureignir og ég veit ekki hvernig Stólarnir ætla að tækla þessa þrenningu,“ sagði Kjartan Atli. „Keflvíkingar eru með þessa tvo menn [Milka og Williams] og þeir eru bæði stærri og sterkari en nánast allir „inside“ leikmenn í deildinni. Ég sé ekki að Flenard Whitfield eigi nokkuð í þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir stíga líka á varnarbensíngjöfina. Þeir vita hvernig á að taka leiki yfir. Þetta er svo góð blanda. Þeir eru með alla reynsluna líka. Hjalti er að gera frábæra hluti með því hvernig hann stjórnar af bekknum. Við gleymum oft Val Orra sem er einn besti „off ball spacing“ leikmaður. Hann er alltaf mættur í hornið, alltaf galopinn og þá er hann fínn skotmaður. Þetta lið er súpervel mannað.“ Tindastóll þarf að vona að nú kvikni allsvakalega á lykilmönnum liðsins, eins og til að mynda Nikolas Tomsick: „Hann getur hent í 40 stiga leiki og þegar hann er vel stilltur finnur hann jafnvægið á milli þess að skora og leita menn uppi. Þetta hefur ekki verið hans besta tímabil en við höfum inn á milli séð þann Nick Tomsick sem við hrifumst af,“ sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum