„Tilfinningin er geggjuð. Það er einn bikar kominn í hús, við ætluðum okkur þennan, og það er enn sætara að gera það á heimavelli á móti FH, og að gera það svona sýnir ákveðinn standard. Að fara aftur og aftur í þessar COVID-pásur og halda samt standard, það er geggjað.““ sagði Björgvin Páll eftir leik.
Hann þakkar þá sigurinn breiðum hópi Haukaliðsins.
„Við erum búnir að dreifa álaginu vel í síðustu leikjum og það koma menn sterkir inn af bekknum. Það eru allir að skila mínútum og allir að skila mörkum, það eru bara tveir sem skora ekki mark í dag, það eru allir að skila einhverju hlutverki allt tímabilið og það skilar svona titlum í hús.“
En hvernig halda Haukar þessum háa gæðastandard þegar pásurnar eru svo margar á erfiðum vetri?
„Það er bara með gæðum á æfingum, með helvítis baráttu og ástríðu. Við erum með svo mikla ástríðu á æfingum. Bara þessi vika, ég held það hafi soðið næstum upp úr fjórum, fimm sinnum, þar sem menn eru að leggja pressu á hvorn annan. Við erum að fara í eina átt, við erum með svo mikla ástríðu fyrir því sem við erum að gera og ætlum að klára þetta fyrir Hauka.“ sagði Björgvin Páll.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.