Sér ekki fram á að árásum linni Sylvía Hall skrifar 16. maí 2021 21:04 Benjamin Netanyahu segir Ísraela einungis vera að verja sig og að árásum sé beint að Hamas. Óbreyttir borgarar eru þó í meirihluta þeirra sem hafa fallið. Getty/Artur Widak Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. Mikið mannfall hefur orðið á Gasasvæðinu vegna árása Ísraelshers en í það minnsta 188 Palestínumenn hafa látið lífið, þar á meðal 55 börn. Mannfallið er því mun hærra en það sem hefur orðið í Ísrael, en þar hafa átta látist. „Ég held að öll lönd hafi rétt til þess að verja sig. Náttúrulegan sjálfsvarnarrétt,“ sagði Benjamin Netanyahu forsætisráðherra í viðtali við Face The Nation á CBS í dag. „Við erum að einblína á hryðjuverkasamtök sem beina árásum sínum á óbreytta borgara okkar en fela sig á bak við sína eigin.“ Hann segir að átökin „muni taka tíma“ og kippir sér lítið upp við ákall alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar, sem vitnað er til á vef Financial Times, sagði hann alltaf vera þrýsting; „en heilt yfir erum við að fá alvöru stuðning, fyrst og fremst frá Bandaríkjunum.“ Loftskeyti Ísraela hafa jafnað margar stærstu byggingar Gasasvæðisins við jörðu, þar á meðal skrifstofur og íbúðarhúsnæði. Í gærnótt var bygging sem hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera sprengd í loft upp. Blaðamenn og aðrir starfsmenn fengu skamman tíma til að forða sér, en ísraelski herinn fullyrðir að í byggingunni hafi verið eignir Hamas-liða. Video of inside the press offices of the Associated Press and AlJazeera before the Gaza building was levelled to the ground. Journalists trying to grab precious and valuable equipment in short period. pic.twitter.com/Bi14stu49M— Bessma Momani (@b_momani) May 15, 2021 „Gjörsamlega hræðilegt“ Víða um heim hefur mótmælt vegna loftárásanna og leiðtogar heimsins kallað eftir því að átökum linni á svæðinu. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði stöðuna „gjörsamlega hræðilega“ og sagði nauðsynlegt að árásum yrði hætt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag og sagði Antonio Guterres að Sameinuðu þjóðirnar væru að taka virkan þátt í því að hvetja báðar þjóðir til vopnahlés. Bandaríkin sögðust hafa lýst því yfir við bæði Ísrael og Palestínu að þau séu tilbúin að bjóða fram stuðning, ef aðilar sættast á vopnahlé. „Bandaríkin hafa unnið sleitulaust í gegnum diplómatískar leiðir að binda enda á þessa deilu,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. „Því við trúum því að Ísraelar og Palestínumenn eigi jafnan rétt til þess að búa við öryggi.“ Palestína Ísrael Tengdar fréttir Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð. 16. maí 2021 18:00 Minnst 33 féllu í mannskæðustu loftárásunum hingað til Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Talið er að tugir séu fastir í rústum húsa á Gasa og björgunarsveitarmenn segjast heyra öskur úr rústum húsa sem hrundu. 16. maí 2021 12:03 Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Sjá meira
Mikið mannfall hefur orðið á Gasasvæðinu vegna árása Ísraelshers en í það minnsta 188 Palestínumenn hafa látið lífið, þar á meðal 55 börn. Mannfallið er því mun hærra en það sem hefur orðið í Ísrael, en þar hafa átta látist. „Ég held að öll lönd hafi rétt til þess að verja sig. Náttúrulegan sjálfsvarnarrétt,“ sagði Benjamin Netanyahu forsætisráðherra í viðtali við Face The Nation á CBS í dag. „Við erum að einblína á hryðjuverkasamtök sem beina árásum sínum á óbreytta borgara okkar en fela sig á bak við sína eigin.“ Hann segir að átökin „muni taka tíma“ og kippir sér lítið upp við ákall alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar, sem vitnað er til á vef Financial Times, sagði hann alltaf vera þrýsting; „en heilt yfir erum við að fá alvöru stuðning, fyrst og fremst frá Bandaríkjunum.“ Loftskeyti Ísraela hafa jafnað margar stærstu byggingar Gasasvæðisins við jörðu, þar á meðal skrifstofur og íbúðarhúsnæði. Í gærnótt var bygging sem hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera sprengd í loft upp. Blaðamenn og aðrir starfsmenn fengu skamman tíma til að forða sér, en ísraelski herinn fullyrðir að í byggingunni hafi verið eignir Hamas-liða. Video of inside the press offices of the Associated Press and AlJazeera before the Gaza building was levelled to the ground. Journalists trying to grab precious and valuable equipment in short period. pic.twitter.com/Bi14stu49M— Bessma Momani (@b_momani) May 15, 2021 „Gjörsamlega hræðilegt“ Víða um heim hefur mótmælt vegna loftárásanna og leiðtogar heimsins kallað eftir því að átökum linni á svæðinu. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði stöðuna „gjörsamlega hræðilega“ og sagði nauðsynlegt að árásum yrði hætt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag og sagði Antonio Guterres að Sameinuðu þjóðirnar væru að taka virkan þátt í því að hvetja báðar þjóðir til vopnahlés. Bandaríkin sögðust hafa lýst því yfir við bæði Ísrael og Palestínu að þau séu tilbúin að bjóða fram stuðning, ef aðilar sættast á vopnahlé. „Bandaríkin hafa unnið sleitulaust í gegnum diplómatískar leiðir að binda enda á þessa deilu,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. „Því við trúum því að Ísraelar og Palestínumenn eigi jafnan rétt til þess að búa við öryggi.“
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð. 16. maí 2021 18:00 Minnst 33 féllu í mannskæðustu loftárásunum hingað til Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Talið er að tugir séu fastir í rústum húsa á Gasa og björgunarsveitarmenn segjast heyra öskur úr rústum húsa sem hrundu. 16. maí 2021 12:03 Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Sjá meira
Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð. 16. maí 2021 18:00
Minnst 33 féllu í mannskæðustu loftárásunum hingað til Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Talið er að tugir séu fastir í rústum húsa á Gasa og björgunarsveitarmenn segjast heyra öskur úr rústum húsa sem hrundu. 16. maí 2021 12:03
Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01