Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. maí 2021 19:01 Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. Miðasala hófst hjá Play hófst í nótt og um leið var hulunni svipt af áfangastöðum sem alls eru sjö talsins; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, London, París og Tenerife. Fyrsta flugferðin verður til London 24. júní. Birgir Jónsson, forstjóri segir flugáætlun malla af stað með einni vél. „Það var fyrst flugið á flugrekstrarleyfi okkar í nótt. Það var verið að færa hana inn í skýli þar sem hún verður máluð og hún kemur til Íslands í byrjun júní,“ segir Birgir. Tvær aðrar bætast síðan í flotann í júlí. Hann segir miðasölu hafa farið vel af stað. Hvað er vinsælast? „Íslendingurinn vill fara í sólina. Það er Tenerife og Alicante. En svo eru margir ferðamenn að bóka inn til Íslands.“ Birgir Jónsson forstjóri PlayFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fréttastofa gerði lauslega könnun á fargjöldum í dag og þau ódýrstu nema 6.500 krónum til London en þangað verður flogið fjórum sinnum í viku. Ódýrustu fargjöldin til Tenerife nema um sextán þúsund krónum, þótt slíkt verð sé heldur vandfundið. Greiða þarf fyrir aukaþjónustu á borð við handfarangur sem ekki kemst undir sæti og innritaðan farangur. „Við sjáum það núna að samkeppnisaðilar okkar eru að henda sínum verðum niður þannig við erum að ýta markaðsverðinu niður fyrir alla neytendur og það er það sem við ætlum áfram að gera,“ segir Birgir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir innkomu félagsins líklega góðar fréttir fyrir neytendur. „Samkeppni hefur hefur hingað til þrýst verði niður og aukið þjónustu þannig við fögnum því bara að Play sé að koma inn á markaðinn,“ segir Breki. Hann segir þó erfitt að meta hvaða áhrif fall WOW hafi almennt haft á fargjöld vegna óvenjulegra tíma sem tóku við í faraldrinum. „Það tóku náttúrulega mjög skrýtnir tímar við en verð hefur verið í háum hæðum, þó það sé kannski ekki alveg sambærilegt við það sem áður var í þessu árferði. En við teljum að það hljóti að vera tækifæri til þess að lækka nú þegar fleiri koma inn á markaðinn og samkeppnin eykst.“ Play Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Miðasala hófst hjá Play hófst í nótt og um leið var hulunni svipt af áfangastöðum sem alls eru sjö talsins; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, London, París og Tenerife. Fyrsta flugferðin verður til London 24. júní. Birgir Jónsson, forstjóri segir flugáætlun malla af stað með einni vél. „Það var fyrst flugið á flugrekstrarleyfi okkar í nótt. Það var verið að færa hana inn í skýli þar sem hún verður máluð og hún kemur til Íslands í byrjun júní,“ segir Birgir. Tvær aðrar bætast síðan í flotann í júlí. Hann segir miðasölu hafa farið vel af stað. Hvað er vinsælast? „Íslendingurinn vill fara í sólina. Það er Tenerife og Alicante. En svo eru margir ferðamenn að bóka inn til Íslands.“ Birgir Jónsson forstjóri PlayFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fréttastofa gerði lauslega könnun á fargjöldum í dag og þau ódýrstu nema 6.500 krónum til London en þangað verður flogið fjórum sinnum í viku. Ódýrustu fargjöldin til Tenerife nema um sextán þúsund krónum, þótt slíkt verð sé heldur vandfundið. Greiða þarf fyrir aukaþjónustu á borð við handfarangur sem ekki kemst undir sæti og innritaðan farangur. „Við sjáum það núna að samkeppnisaðilar okkar eru að henda sínum verðum niður þannig við erum að ýta markaðsverðinu niður fyrir alla neytendur og það er það sem við ætlum áfram að gera,“ segir Birgir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir innkomu félagsins líklega góðar fréttir fyrir neytendur. „Samkeppni hefur hefur hingað til þrýst verði niður og aukið þjónustu þannig við fögnum því bara að Play sé að koma inn á markaðinn,“ segir Breki. Hann segir þó erfitt að meta hvaða áhrif fall WOW hafi almennt haft á fargjöld vegna óvenjulegra tíma sem tóku við í faraldrinum. „Það tóku náttúrulega mjög skrýtnir tímar við en verð hefur verið í háum hæðum, þó það sé kannski ekki alveg sambærilegt við það sem áður var í þessu árferði. En við teljum að það hljóti að vera tækifæri til þess að lækka nú þegar fleiri koma inn á markaðinn og samkeppnin eykst.“
Play Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira