Þá hafa Frakkar hvatt Bandaríkjamenn til að beita sér meira í málinu en hingað til hafa bandarísk stjórnvöld ekki viljað ganga svo langt að krefjast þess að átökunum skuli hætt þegar í stað, heldur hafa þau farið fram á það við Ísraela að þeir haldi aftur af sér.
Bandaríkjamenn hafa ítrekað beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktunum sem fordæma ofbeldið, síðast seint í gær.
Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram í nótt og Hamas-liðar hafa einnig svarað með eldflaugaskothríð.
Þó er vonast til að tilraunir Egypta til að koma á vopnahléi fari senn að bera árangur og þá fullyrða ísraelskir fjölmiðlar að Netanjahú forsætisráðherra hafi sagt embættismönnum í suðurhluta Ísraels í gær að aðgerðir hersins gætu stöðvast á næstu dögum.