„Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 11:00 Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson sjást hér í Domino's Körfuboltakvöldi í DHL-höllinni í kvöld. Skjámynd/S2 Sport Það hafa komið upp mörg mál að undanförnu þar sem leikmenn Domino's deildarinnar í körfubolta hafa verið dæmdir í leikbann. Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þetta í þættinum sínum í DHL-höllinni í gær. „Hér áður fyrr var það mjög stórt að fá tæknivillu og það var mjög stórt að fá, sem hét þá ásetningsvilla. Það var sjaldan dæmt en nú eru þetta fjórar, fimm, sex, sjö í leik. Stjarnan fékk einhverjar fimm eða sex tæknivillur í leik tvö. Að fara að henda Dedrick Deon í bann fyrir eitthvað sem gerðist í sjöttu umferð. Ég er sammála þeim punkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um gagnrýnina á það að Þórsarar hafi verið án leikstjórnanda síns í fyrsta leik í úrslitakeppninni. Dedrick Deon Basile missti af fyrsta leik Þór Akureyrar á móti Þór Þorlákshöfn en kom til baka úr leikbanninu sínu í gær og hjálpaði sínu liði að jafna einvígið í 1-1. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, hefur ákveðnar skoðanir á þessu. „Þetta er orðið svolítið þannig að fólk, sem hefur kannski ekki spilað neitt rosalega mikið af leikjum eða tekið þátt í tilfinningunum og öllu því sem snýr að leiknum, er farið að stjórna aðeins of miklu. Þau eru farin að kalla eftir einhverjum breytingum sem enginn leikmaður, þjálfari eða þeir em horfa á leikinn eru að kalla eftir. Samræmið í því hvaða brot fara fyrir Aga og úrskurðarnefnd og hvaða brot fara ekki fyrir Aga og úrskurðarnefnd,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Umræða um leikbönn hjá KKÍ „Það er ekkert óeðlilegt við það að Hlynur var dæmdur í bann eða þetta atvik var kært ef litið er til allra atvikanna sem er búið að kæra í undanfaranum. Ef maður horfir á þetta heildstætt þá er þetta farið að vera aðeins of mikið,“ sagði Sævar. „Nú eru menn farnir að tala um einhvern olnboga Abif og eitthvað svona. Ég legg bara til að allir slíðri pínu sverðin í allri þessari umræðu. Það er alltaf verið að reyna að fá leikmenn í leikbann hér og þar. Ég hugsa að leikmennirnir sjálfir, ég veit að þið voruð þannig og ég vona að ég hafi verið þannig. Maður vill alltaf vinna en maður vill vinna bestu leikmennina í hinum liðunum,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að það séu allir sammála og það séu öll lið sammála um að við getum gert betur í þessu. Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Sjá meira
„Hér áður fyrr var það mjög stórt að fá tæknivillu og það var mjög stórt að fá, sem hét þá ásetningsvilla. Það var sjaldan dæmt en nú eru þetta fjórar, fimm, sex, sjö í leik. Stjarnan fékk einhverjar fimm eða sex tæknivillur í leik tvö. Að fara að henda Dedrick Deon í bann fyrir eitthvað sem gerðist í sjöttu umferð. Ég er sammála þeim punkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um gagnrýnina á það að Þórsarar hafi verið án leikstjórnanda síns í fyrsta leik í úrslitakeppninni. Dedrick Deon Basile missti af fyrsta leik Þór Akureyrar á móti Þór Þorlákshöfn en kom til baka úr leikbanninu sínu í gær og hjálpaði sínu liði að jafna einvígið í 1-1. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, hefur ákveðnar skoðanir á þessu. „Þetta er orðið svolítið þannig að fólk, sem hefur kannski ekki spilað neitt rosalega mikið af leikjum eða tekið þátt í tilfinningunum og öllu því sem snýr að leiknum, er farið að stjórna aðeins of miklu. Þau eru farin að kalla eftir einhverjum breytingum sem enginn leikmaður, þjálfari eða þeir em horfa á leikinn eru að kalla eftir. Samræmið í því hvaða brot fara fyrir Aga og úrskurðarnefnd og hvaða brot fara ekki fyrir Aga og úrskurðarnefnd,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Umræða um leikbönn hjá KKÍ „Það er ekkert óeðlilegt við það að Hlynur var dæmdur í bann eða þetta atvik var kært ef litið er til allra atvikanna sem er búið að kæra í undanfaranum. Ef maður horfir á þetta heildstætt þá er þetta farið að vera aðeins of mikið,“ sagði Sævar. „Nú eru menn farnir að tala um einhvern olnboga Abif og eitthvað svona. Ég legg bara til að allir slíðri pínu sverðin í allri þessari umræðu. Það er alltaf verið að reyna að fá leikmenn í leikbann hér og þar. Ég hugsa að leikmennirnir sjálfir, ég veit að þið voruð þannig og ég vona að ég hafi verið þannig. Maður vill alltaf vinna en maður vill vinna bestu leikmennina í hinum liðunum,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að það séu allir sammála og það séu öll lið sammála um að við getum gert betur í þessu. Við skulum ekki láta strákana á Domino's spjallinu breyta þessum reglum,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Sjá meira