Leiðtogi Boko Haram sagður dáinn eða alvarlega særður eftir átök við ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2021 15:20 Abu Bakr Shekau, leiðtogi Boko Haram. Abu Bakr Shekau, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Harem, dó eða særðist alvarlega, í átökum við vígamenn Íslamska ríkisins á Afríku (ISWAP) í norðausturhluta Nígeríu í gær. Eftir átök meðlima hryðjuverkasamtakanna var Shekau umkringdur í Sambisa skógi. Hann er sagður hafa reynt að ræða við ISIS-liða en án árangurs. Þá er hann sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér, eða sprengt sig í loft upp. Tvennum sögum fer af örlögum Shekau. AFP fréttaveitan hefur eftir einum heimildarmanni sínum í Nígeríu að Shekau sé alvarlega særður eftir að hafa reynt að skjóta sig og öðrum að hann hann hafi reynt að sprengja sig í loft upp. Aðrir miðlar hafa þó sagt frá því að Shekau hafi sprengt sig í loft og sé dáinn. Þeirra á meðal er nígeríski miðillinn HumAngle. Vert er að taka fram að Shekau hefur þó nokkrum sinnum verið sagður dáinn á undanförnum árum. AFP segir að félögum Shekau hafi tekist að koma honum til hjálpar svo hann hafi ekki verið handsamaður af ISIS-liðum. Í rúman áratug hafa íslamistar háð blóðuga uppreisn í norðausturhluta Nígeríu. Boko Haram byrjaði árásir sínar árið 2009 og hafa minnst fjörutíu þúsund manns fallið í árásum samtakanna og átökum sem tengjast þeim. Tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Sjá einnig: Liðsmenn Boko Haram grunaðir um hrottaleg morð á tugum bænda Ofbeldið hefur einnig teygt anga sína til Níger, Tjad og Kamerún. Það voru Shekau og vígamenn hans sem rændu fleiri en þrjú hundruð skólastúlkum í Chibok í Nígeríu árið 2014. Árið 2015 lýsti Shekau svo hollustu við Íslamska ríkið í Sýrlandi. Árið 2016 komu upp deilur innan Boko Haram og hryðjuverkasamtökin tvístruðust í Boko Haram og ISWAP. Samtökin hafa síðan barist sín á milli og við her Nígeríu. ISWAP hefur þó vaxið ásmegin á undanförnum árum og náð tökum á stærri svæðum í Nígeríu og gert umfangsmeiri árásir en áður. Nígería Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hann er sagður hafa reynt að ræða við ISIS-liða en án árangurs. Þá er hann sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér, eða sprengt sig í loft upp. Tvennum sögum fer af örlögum Shekau. AFP fréttaveitan hefur eftir einum heimildarmanni sínum í Nígeríu að Shekau sé alvarlega særður eftir að hafa reynt að skjóta sig og öðrum að hann hann hafi reynt að sprengja sig í loft upp. Aðrir miðlar hafa þó sagt frá því að Shekau hafi sprengt sig í loft og sé dáinn. Þeirra á meðal er nígeríski miðillinn HumAngle. Vert er að taka fram að Shekau hefur þó nokkrum sinnum verið sagður dáinn á undanförnum árum. AFP segir að félögum Shekau hafi tekist að koma honum til hjálpar svo hann hafi ekki verið handsamaður af ISIS-liðum. Í rúman áratug hafa íslamistar háð blóðuga uppreisn í norðausturhluta Nígeríu. Boko Haram byrjaði árásir sínar árið 2009 og hafa minnst fjörutíu þúsund manns fallið í árásum samtakanna og átökum sem tengjast þeim. Tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Sjá einnig: Liðsmenn Boko Haram grunaðir um hrottaleg morð á tugum bænda Ofbeldið hefur einnig teygt anga sína til Níger, Tjad og Kamerún. Það voru Shekau og vígamenn hans sem rændu fleiri en þrjú hundruð skólastúlkum í Chibok í Nígeríu árið 2014. Árið 2015 lýsti Shekau svo hollustu við Íslamska ríkið í Sýrlandi. Árið 2016 komu upp deilur innan Boko Haram og hryðjuverkasamtökin tvístruðust í Boko Haram og ISWAP. Samtökin hafa síðan barist sín á milli og við her Nígeríu. ISWAP hefur þó vaxið ásmegin á undanförnum árum og náð tökum á stærri svæðum í Nígeríu og gert umfangsmeiri árásir en áður.
Nígería Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira