Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Snorri Másson skrifar 20. maí 2021 17:33 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. Magnús Norðdahl er lögmaður Mohammad Bakri, sem er palestínskur ríkisborgari. Mohammad var vísað á götuna og hann sviptur fæðisgreiðslum á þriðjudaginn, vegna þess að hann neitaði að fara í sýnatöku fyrir Covid-19. Sýnatakan var forsenda þess að hægt væri að vísa honum úr landi og þegar hann hafnaði því að fara í hana, greip Útlendingastofnun til þessara ráða. Magnús byggir kæru sína á því að í reglugerð um útlendinga segir að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun „kemur til framkvæmdar.“ Hér segir Magnús að ljóst sé að ákvörðunin sé ekki komin til framkvæmdar, og þar með sé sviptingin ólögmæt. „Við bindum því vonir við að kærunefndin felli úr gildi ákvörðun af þessu tagi, að svipta aðila í þessari stöðu þjónustu,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í svari til Vísis fyrr í dag að aðgerðir sem þessar brytu ekki í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þeir hafa [...] fengið tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við þá sem þeir vilja áður en þjónustan hefur verið felld niður,“ sagði í svari Þórhildar. Saklaust fólk myrt í heimalandinu Magnús Norðdahl segir málið einnig spurningu um siðferði, en eins og komið hefur fram í fréttum sæta Palestínubúar linnulausum loftárásum af hálfu Ísraelsmanna nú um mundir. „Umræddir hælisleitendur frá Palestínu horfa á heimaland sitt sprengt upp og saklaust fólk myrt, eftir atvikum einhverja sem þeir þekkja, samtímis því sem íslensk stjórnvöld senda þá allslausa á götuna. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins slær um sig með máttlausum froðusnakksyfirlýsingum um ástandið í Palestínu. Verk ganga framar orðum. Útlendingastofnun hefur oft komið mér á óvart með ómannúðlegu og harðneskjulegu viðmóti en núverandi vegferð í garð hælisleitenda frá Palestínu slær öllu öðru við,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í gær. Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Palestína Ísrael Hælisleitendur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Magnús Norðdahl er lögmaður Mohammad Bakri, sem er palestínskur ríkisborgari. Mohammad var vísað á götuna og hann sviptur fæðisgreiðslum á þriðjudaginn, vegna þess að hann neitaði að fara í sýnatöku fyrir Covid-19. Sýnatakan var forsenda þess að hægt væri að vísa honum úr landi og þegar hann hafnaði því að fara í hana, greip Útlendingastofnun til þessara ráða. Magnús byggir kæru sína á því að í reglugerð um útlendinga segir að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun „kemur til framkvæmdar.“ Hér segir Magnús að ljóst sé að ákvörðunin sé ekki komin til framkvæmdar, og þar með sé sviptingin ólögmæt. „Við bindum því vonir við að kærunefndin felli úr gildi ákvörðun af þessu tagi, að svipta aðila í þessari stöðu þjónustu,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í svari til Vísis fyrr í dag að aðgerðir sem þessar brytu ekki í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þeir hafa [...] fengið tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við þá sem þeir vilja áður en þjónustan hefur verið felld niður,“ sagði í svari Þórhildar. Saklaust fólk myrt í heimalandinu Magnús Norðdahl segir málið einnig spurningu um siðferði, en eins og komið hefur fram í fréttum sæta Palestínubúar linnulausum loftárásum af hálfu Ísraelsmanna nú um mundir. „Umræddir hælisleitendur frá Palestínu horfa á heimaland sitt sprengt upp og saklaust fólk myrt, eftir atvikum einhverja sem þeir þekkja, samtímis því sem íslensk stjórnvöld senda þá allslausa á götuna. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins slær um sig með máttlausum froðusnakksyfirlýsingum um ástandið í Palestínu. Verk ganga framar orðum. Útlendingastofnun hefur oft komið mér á óvart með ómannúðlegu og harðneskjulegu viðmóti en núverandi vegferð í garð hælisleitenda frá Palestínu slær öllu öðru við,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í gær. Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Palestína Ísrael Hælisleitendur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira