Síðasta heimsókn Leiknismanna á Hlíðarenda var ógleymanleg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. maí 2021 11:31 Brynjar Hlöðversson lék leikinn eftirminnilega á Hlíðarenda fyrir sex árum. vísir/hulda margrét Valur tekur á móti Leikni í síðasta leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. Síðast þegar Leiknismenn mættu á Hlíðarenda unnu þeir frækinn sigur. Leiknir vann 1. deildina 2014 og tryggði sér þar með sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Fyrsti leikur Leiknismanna í efstu deild var gegn Valsmönnum á Hlíðarenda 3. maí 2015. Því kvöldi gleyma stuðningsmenn Leiknis eflaust seint. Leiknismenn byrjuðu af fítonskrafti og komust yfir strax á 8. mínútu þegar Kolbeinn Kárason skoraði gegn sínu gamla liði. Fimm mínútum síðar var staðan orðin 0-2 eftir mark frá Sindra Björnssyni og Valsmenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hilmar Árni Halldórsson rak svo síðasta naglann í kistu Vals með sínu fyrsta marki í efstu deild á 71. mínútu. Ólafur Jóhannesson stýrði Val í fyrsta sinn í þessum leik. Hann rifjaði hann upp í upphitunarþætti Pepsi Max Stúkunnar fyrir þetta tímabil og sagði svo eftirminnilega að Leiknismenn hefði verið búinn að skora þrjú mörk áður en þeir náðu að senda boltann á milli sín. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill hjá Ólafi Jóhannessyni hjá Val eftir tapið fyrir Leikni.vísir/daníel þór Brynjar Hlöðversson og Daði Bærings Halldórsson eru einu leikmenn Leiknis sem eru enn í liðinu frá leiknum gegn Val 2015. Brynjar lék allan leikinn en Daði sat allan tímann á bekknum. Fimm leikmenn Vals í dag voru í byrjunarliðinu í leiknum fyrir sex árum: Haukur Páll Sigurðsson, Patrick Pedersen, Andri Adolphsson, Sigurður Egill Lárusson og Orri Sigurður Ómarsson. Mörkin úr þessum eftirminnilega sigri Leiknis á Hlíðarenda í maíbyrjun 2015 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Valur 0-3 Leiknir 2015 Því miður fyrir Leikni náðu þeir ekki að fylgja þessari draumabyrjun eftir og unnu aðeins tvo leiki það sem eftir var tímabils og féllu. En Breiðhyltingar eru nú mættir aftur í efstu deild og hafa byrjað tímabilið prýðilega. Þeir unnu Fylkismenn, 3-0, í síðustu umferð og hafa náð sér í fimm stig í fyrstu fjórum umferðunum. Leikur Vals og Leiknis hefst klukkan 20:15 í kvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Valur Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Leiknir vann 1. deildina 2014 og tryggði sér þar með sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Fyrsti leikur Leiknismanna í efstu deild var gegn Valsmönnum á Hlíðarenda 3. maí 2015. Því kvöldi gleyma stuðningsmenn Leiknis eflaust seint. Leiknismenn byrjuðu af fítonskrafti og komust yfir strax á 8. mínútu þegar Kolbeinn Kárason skoraði gegn sínu gamla liði. Fimm mínútum síðar var staðan orðin 0-2 eftir mark frá Sindra Björnssyni og Valsmenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hilmar Árni Halldórsson rak svo síðasta naglann í kistu Vals með sínu fyrsta marki í efstu deild á 71. mínútu. Ólafur Jóhannesson stýrði Val í fyrsta sinn í þessum leik. Hann rifjaði hann upp í upphitunarþætti Pepsi Max Stúkunnar fyrir þetta tímabil og sagði svo eftirminnilega að Leiknismenn hefði verið búinn að skora þrjú mörk áður en þeir náðu að senda boltann á milli sín. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill hjá Ólafi Jóhannessyni hjá Val eftir tapið fyrir Leikni.vísir/daníel þór Brynjar Hlöðversson og Daði Bærings Halldórsson eru einu leikmenn Leiknis sem eru enn í liðinu frá leiknum gegn Val 2015. Brynjar lék allan leikinn en Daði sat allan tímann á bekknum. Fimm leikmenn Vals í dag voru í byrjunarliðinu í leiknum fyrir sex árum: Haukur Páll Sigurðsson, Patrick Pedersen, Andri Adolphsson, Sigurður Egill Lárusson og Orri Sigurður Ómarsson. Mörkin úr þessum eftirminnilega sigri Leiknis á Hlíðarenda í maíbyrjun 2015 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Valur 0-3 Leiknir 2015 Því miður fyrir Leikni náðu þeir ekki að fylgja þessari draumabyrjun eftir og unnu aðeins tvo leiki það sem eftir var tímabils og féllu. En Breiðhyltingar eru nú mættir aftur í efstu deild og hafa byrjað tímabilið prýðilega. Þeir unnu Fylkismenn, 3-0, í síðustu umferð og hafa náð sér í fimm stig í fyrstu fjórum umferðunum. Leikur Vals og Leiknis hefst klukkan 20:15 í kvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Valur Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki