150 mega hittast og almenn grímuskylda heyrir sögunni til Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:05 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti afléttingu takmarkana vegna kórónuveirunnar eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm 150 mega koma saman frá og með næsta þriðjudegi og fyrstu skref verða tekin í að aflétta grímuskyldu. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra rétt í þessu. Ríkisstjórnarfundi lauk nú fyrir stuttu þar sem tillögur sóttvarnalæknis um afléttingu takmarkana voru til umræðu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti nýjar reglur nú fyrir stuttu. Þessar nýju takmarkanir taka gildi næsta þriðjudag, 25. maí, og munu gilda fram til 16. júní hið minnsta. Fyrstu skrefin verða tekin í að aflétta grímuskyldu og nú verður grímuskylda aðeins í gildi á svæðum þar sem fólk er í merktum sætum, til dæmis á tónleikum, í leikhúsi, nuddi og klippingu og svo framvegis. Fólk mun hins vegar ekki þurfa að bera grímu í verslunum til dæmis. Á sitjandi viðburðum fara fjöldatakmarkanir upp í 300 manns og þá verður leyfilegur fjöldi aukinn í sundlaugum, á líkamsræktarstöðvum og á skíðasvæðum þannig að starfsemi verður óskert. Fólk mun þó þurfa að halda áfram að skrá sig í tíma en starfsemin verður að öðru leyti óskert. Tveggja metra reglan verður einnig tekin úr gildi á veitingastöðum sem Svandís segir mikilvægt fyrir rekstur þeirra. Veitingastaðir munu einnig fá að hafa opið lengur. Frá og með næsta þriðjudegi munu síðustu gestir fá að ganga inn klukkan 23 en allir þurfa að vera farnir út af veitingastöðum á miðnætti. Hér má sjá tilkynninguna frá heilbrigðisráðuneytinu í heild sinni: Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Takmörkunum á gestafjölda sund- og baðstaða, skíða- og tjaldsvæða og safna verður aflétt og sömuleiðis á líkamsræktarstöðvum nema hvar þar mega að hámarki vera 150 manns í hverju rými. Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi og veitingasala í hléi verður heimil. Veitingastöðum verður kleift að lengja afgreiðslutíma sinn til kl. 23. Í verslunum verður grímuskylda afnumin og regla um 200 manna hámarksfjölda viðskiptavina fellur úr gildi. Þetta er megininntak tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi frá og með 25. maí næstkomandi samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra og í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Reglugerð um þessar breytingar gildir til 16. júní. Sóttvarnalæknir segir í minnisblaði sínu til ráðherra þótt fá smit hafi greinst undanfarið sé ekki búið að uppræta kórónaveiruna úr samfélaginu. Því þurfi að fara varlega í afléttingar þar til bólusetning verður orðin almennari þannig að um 60–70% þjóðarinnar (um 220.000 manns) hafi fengið a.m.k. eina sprautu. Gera megi ráð fyrir að það markmið náist síðari hlutann í júní. Helstu breytingar sem taka gildi 25. maí: Hér eru raktar helstu breytingarnar sem taka gildi 25. maí. Athygli er vakin á því að núgildandi reglur um skráningu gesta og viðskiptavina gilda áfram óbreyttar. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Börn fædd 2015 og verða áfram undanþegin. Nándarregla: Tveggja metra nándarmörk verða áfram meginregla nema á veitingastöðum, sitjandi viðburðum, í skólastarfi og á sund- og baðstöðum þar sem nándarmörkin verða einn metri. Grímuskylda: Létt verður á grímuskyldu og hún fellur m.a. niður í verslunum og á vinnustöðum. Einungis er gerð krafa um grímu á sitjandi viðburðum, s.s. leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Einnig er skylt að bera grímu vegna þjónustu sem krefst mikillar nándar, t.d. á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Heilbrigðisstofnanir geta gert ríkari kröfur um grímunotkun. Sund- og baðstaðir, tjaldstæði, skíðasvæði og söfn mega opna fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í stað kröfu um 75% áður. Líkamsræktarstöðvar mega opna miðað við leyfilegan hámarksfjölda gesta, í stað 75%, en þó þannig að ekki séu fleiri en 150 manns í hverju rými. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Veitingar, þ.m.t. vínveitingar heimilar í hléi. Hér gildir grímuskylda. Verslanir: Enginn hámarksfjöldi verður á viðskiptavinum í verslunum í stað 200 manns. Áfram verður þó regla um fjölda viðskiptavina á fermetra. Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 22 til kl. 23. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Skólastarf: Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi fellur brott. Þess í stað gilda um skólastarf almennar reglur um samkomutakmarkanir. Hér er hægt að skoða minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð um breytingar í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Ríkisstjórnarfundi lauk nú fyrir stuttu þar sem tillögur sóttvarnalæknis um afléttingu takmarkana voru til umræðu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti nýjar reglur nú fyrir stuttu. Þessar nýju takmarkanir taka gildi næsta þriðjudag, 25. maí, og munu gilda fram til 16. júní hið minnsta. Fyrstu skrefin verða tekin í að aflétta grímuskyldu og nú verður grímuskylda aðeins í gildi á svæðum þar sem fólk er í merktum sætum, til dæmis á tónleikum, í leikhúsi, nuddi og klippingu og svo framvegis. Fólk mun hins vegar ekki þurfa að bera grímu í verslunum til dæmis. Á sitjandi viðburðum fara fjöldatakmarkanir upp í 300 manns og þá verður leyfilegur fjöldi aukinn í sundlaugum, á líkamsræktarstöðvum og á skíðasvæðum þannig að starfsemi verður óskert. Fólk mun þó þurfa að halda áfram að skrá sig í tíma en starfsemin verður að öðru leyti óskert. Tveggja metra reglan verður einnig tekin úr gildi á veitingastöðum sem Svandís segir mikilvægt fyrir rekstur þeirra. Veitingastaðir munu einnig fá að hafa opið lengur. Frá og með næsta þriðjudegi munu síðustu gestir fá að ganga inn klukkan 23 en allir þurfa að vera farnir út af veitingastöðum á miðnætti. Hér má sjá tilkynninguna frá heilbrigðisráðuneytinu í heild sinni: Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Takmörkunum á gestafjölda sund- og baðstaða, skíða- og tjaldsvæða og safna verður aflétt og sömuleiðis á líkamsræktarstöðvum nema hvar þar mega að hámarki vera 150 manns í hverju rými. Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi og veitingasala í hléi verður heimil. Veitingastöðum verður kleift að lengja afgreiðslutíma sinn til kl. 23. Í verslunum verður grímuskylda afnumin og regla um 200 manna hámarksfjölda viðskiptavina fellur úr gildi. Þetta er megininntak tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi frá og með 25. maí næstkomandi samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra og í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Reglugerð um þessar breytingar gildir til 16. júní. Sóttvarnalæknir segir í minnisblaði sínu til ráðherra þótt fá smit hafi greinst undanfarið sé ekki búið að uppræta kórónaveiruna úr samfélaginu. Því þurfi að fara varlega í afléttingar þar til bólusetning verður orðin almennari þannig að um 60–70% þjóðarinnar (um 220.000 manns) hafi fengið a.m.k. eina sprautu. Gera megi ráð fyrir að það markmið náist síðari hlutann í júní. Helstu breytingar sem taka gildi 25. maí: Hér eru raktar helstu breytingarnar sem taka gildi 25. maí. Athygli er vakin á því að núgildandi reglur um skráningu gesta og viðskiptavina gilda áfram óbreyttar. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Börn fædd 2015 og verða áfram undanþegin. Nándarregla: Tveggja metra nándarmörk verða áfram meginregla nema á veitingastöðum, sitjandi viðburðum, í skólastarfi og á sund- og baðstöðum þar sem nándarmörkin verða einn metri. Grímuskylda: Létt verður á grímuskyldu og hún fellur m.a. niður í verslunum og á vinnustöðum. Einungis er gerð krafa um grímu á sitjandi viðburðum, s.s. leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Einnig er skylt að bera grímu vegna þjónustu sem krefst mikillar nándar, t.d. á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Heilbrigðisstofnanir geta gert ríkari kröfur um grímunotkun. Sund- og baðstaðir, tjaldstæði, skíðasvæði og söfn mega opna fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í stað kröfu um 75% áður. Líkamsræktarstöðvar mega opna miðað við leyfilegan hámarksfjölda gesta, í stað 75%, en þó þannig að ekki séu fleiri en 150 manns í hverju rými. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Veitingar, þ.m.t. vínveitingar heimilar í hléi. Hér gildir grímuskylda. Verslanir: Enginn hámarksfjöldi verður á viðskiptavinum í verslunum í stað 200 manns. Áfram verður þó regla um fjölda viðskiptavina á fermetra. Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 22 til kl. 23. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Skólastarf: Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi fellur brott. Þess í stað gilda um skólastarf almennar reglur um samkomutakmarkanir. Hér er hægt að skoða minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð um breytingar í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira