Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2021 18:32 Björgvin Páll Gústavsson skellti í lás í lok fyrri hálfleiks. Haukarnir gengu á lagið og gerðu út um leikinn. Vísir/Hulda Deildarmeistarar Hauka gerðu góða ferð yfir Hellisheiðina þar sem Selfyssingar biðu þeirra. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins, en eftir það tóku gestirnir öll völd og unnu að lokum verðskuldaðan 11 marka sigur. Lokatölur 24-35 og Selfyssingar eiga nú í hættu á að missa af heimaleikjarétti í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi. Bæði lið spiluðu fína vörn og gerðu andstæðingum sínum erfitt fyrir. Markaskorun leiksins fyrstu mínúturna var í takt við það, en eftir átta mínútna leik var staðan 3-0 gestunum í vil. Selfyssingar skoruðu loksins fyrsta mark sitt eftir tæplega átta og hálfa mínútu, en skoruðu þá þrjú snögg mörk í röð og jöfnuðu leikinn þegar um tíu mínútur voru liðnar. Jafnræði var með liðunum næstu mínútur og þau skiptust á að skora. Liðin héldust í hendur þangað til að tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Selfyssingar fundu þá fá svör við varnarleik Hauka og þau skot sem rötuðu á markið var Björgvin Páll með á hreinu. Haukarnir gengu á lagið og náðu sjö marka forskoti fyrir hálfleik. Seinasta mark hálfleiksins var af dýrari gerðinni. Aron Kristjánsson tók leikhlé þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir til að stilla upp í kerfi. Það gekk ekki upp, en Jakob Arnarson skaut beint úr aukakasti þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir í gegnum klofið á Vilius Rasimas í marki Selfyssinga og breytti stöðunni í 16-9 gestunum í vil. Leikurinn varð í rauninni aldrei spennandi í seinni hálfleik. Haukarnir héldu áfram að nýta sér mikla breidd hópsins og juku forskot sitt jafnt og þétt. Selfyssingar voru aldrei líklegir til að brúa bilið og niðurstaðan því 11 marka sigur Hauka, 35-24. Af hverju unnu Haukar? Gestirnir voru miklu betri aðilinn í dag. Það tók þá smá tíma að koma sér í gang, en þegar það tókst þá var sigur þeirra aldrei í hættu. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum og allt var í jafnvægi skellti Björgvin Páll í lás í markinu og út frá því fengu Haukarnir nokkur auðveld hraðaupphlaupsmörk og litu aldrei um öxl. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll átti góðan dag í marki Hauka. Samkvæmt minni talningu endaði hann með 11 varin skot, sem gerir 42% markvörslu. Guðmundur Bragi Ástþórsson átti líka flottan leik í liði gestanna. Hann átti góðan dag fyrir framan sterka 5-1 vörn Hauka ásamt því að skora fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Hvað gekk illa? Fyrir utan fyrstu 20 mínútur leiksins gekk nánast allt illa hjá Selfyssingum. Þeir áttu virkilega erfitt með að finna glufur á vörn Haukanna, skotnýting þeirra var afleit og lið sem hefur spilað flotta og þétta vörn í vetur á ekki að fá á sig 35 mörk. Þó að andstæðingarnir séu deildarmeistarar Hauka. Hvað gerist næst? Selfyssingar heimsækja Gróttu í lokaleik tímabilsins á fimmtudaginn klukkan 19:30. Það er ekkert undir hjá Gróttu, en þeir eru búnir að bjarga sér frá falli og eiga ekki möguleika á úrslitakeppni. Selfyssingar þurfa á sigri að halda til að eiga von um heimaleikjarétt. Á sama tíma fá Haukarnir stigalausa ÍR-inga í heimsókn. Hvorugt liðið hefur nokkru að tapa í þessum leik, en það þykir ansi ólíklegt að Haukarnir fari að gefa ÍR-ingum sín fyrstu stig. Aron: Ég hélt að þetta yrði miklu erfiðari leikur Aron Kristjánsson var virkilega sáttur með stórsigur sinna manna gegn Selfyssingum.Vísir/Bára „Ég er auðvitað bara mjög ánægður með leikinn og mjög ánægður með framistöðu okkar í dag,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir sigur sinna manna í dag. „Við vorum að spila góða 5-1 vörn, fá góða markvörslu, hraðaupphlaup og sóknarleikurinn líka lengst um mjög góður. Ég er bara mjög ánægður með þann kraft sem að við mætum með inn í leikinn og hvað þessir yngri og óreyndari voru skarpir.“ Aron hélt áfram að hrósa varnarleik sinna manna og talaði um góða samvinnu milli varnar og markmanns. „Mér fannst Selfoss eiga í miklum vandræðum með 5-1 vörnina okkar og við vorum að gera það vel. Við fundum líka góð færi í flestum sóknunum og Bjöggi var góður í markinu.“ „Það var góð samvinna á milli varnar og markmanns á mörgum köflum. Það var margt gott í dag og við getum ekki verið annað en ánægðir með þetta.“ Seinasti leikur Hauka er gegn ÍR á fimmtudaginn og svo byrjar úrslitakeppnin í framhaldi af því. Aron segir þennan leik gott veganesti inn í næstu daga. „Nú erum við að spila á fleiri leikmönnum og einhverjir meiddir sem fengu annað hvort frí frá leiknum eða spiluðu minna.“ „Það er virkilega gott fyrir okkur að fá fleiri í gang og sýna að við erum með marga góða og unga leikmenn.“ Haukar eru með mjög breiðan hóp og Aron hélt áfram að hrósa ungu leikmönnum liðsins sem komu sterkir inn í dag. „Ég er kannski hissa á því hvað sigurinn í dag var stór, ég hélt að þetta yrði miklu erfiðari leikur. En ég er auðvitað bara ánægður með ungu strákana.“ „Við erum með marga stráka í hóp í dag fædda 2002 sem spiluðu virkilega vel á erfiðum útivelli og á móti mjög góðu liði. Þetta vottar bara um góða vinnu í okkar yngri flokka starfi og þeirri uppbyggingu sem hefur verið í gangi.“ Halldór Jóhann: Þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega ósáttur við leik sinna manna og sagði þá ekki hafa kjark til að vinna sigur í dag.Vísir/Hulda „Við vorum bara virkilega slakir í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Það er ekki hægt að segja að við verðum eftir þennan leik á fimmtudaginn. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið það.“ „Þetta var bara mjög slakt í raun og veru alveg frá byrjun. Jú, jú, við jöfnum í 3-3 og eitthvað þarna eftir tíu mínútur en svo mjatla Haukarnir bara á sínum 16 leikmönnum og við vorum með mjög unga stráka í dag sem stóðu sig reyndar frábærlega þegar þeir komu inn á.“ „En þetta var bara erfitt og við höfðum ekki gæðin í dag til þess að ýta meira við Haukunum, það verðu bara að segjast alveg eins og er.“ Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en Haukarnir tóku öll völd eftir það. Halldór segir að slæm skotnýting og of margir tapaðir boltar séu ástæða þess að sínir menn gátu ekki hangið lengur í gestunum. „Við erum bara með í kringum 40% skotnýtingu í leiknum, það er bara það sem fer með okkar leik. Það og allt of margir einfaldir tapaðir boltar í hendurnar á þeim sem þeir eru ekki að gera hinumegin. Það er stóri munurinn.“ „Við missum svolítið kjarkinn í fyrri hálfleik og erum kannski að sækja meira til hliðana heldur en beint á. Það var svolítið eins og við hefðum ekki kjark til að fara almennilega í færin.“ Selfyssingar heimsækja Gróttu í seinasta leik tímabilsins á fimmtudaginn og Halldór segir að liðið þurfi að gera miklu betur þar ef þeir ætla sér að vinna þann leik. „Með þessari framistöðu þá skíttöpum við líka fyrir Gróttu, það er alveg ljóst. Við þurfum að spila miklu betri leik.“ „Við spiluðum mjög góðan leik á móti Fram fyrir ekkert svo löngu síðan og fínar 45 mínútur á móti Haukum í bikarnum um daginn.“ „En þessi leikur, þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli. Með þessum leik þá hefðum við tapað fyrir hvaða liði sem er í deildinni. Sennilega líka ÍR.“ „Ég er bara hrikalega ósáttur því að við höfðum auðvitað tækifæri til þess að sækjast eftir öðru sætinu og við vissum að Haukarnir myndu ekki spila á sínu sterkasta liði í dag. Þess vegna er ég mjög svekktur að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Vegna þess að með hagstæðum úrslitum annars staðar höfðum við tækifæri á að gera alvöru atlögu að öðru sæti. Við höfðum bara ekki kjark í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfyssinga var gríðarlega ósáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið tók á móti Haukum í Olísdeild karla í dag. 24. maí 2021 18:00
Deildarmeistarar Hauka gerðu góða ferð yfir Hellisheiðina þar sem Selfyssingar biðu þeirra. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins, en eftir það tóku gestirnir öll völd og unnu að lokum verðskuldaðan 11 marka sigur. Lokatölur 24-35 og Selfyssingar eiga nú í hættu á að missa af heimaleikjarétti í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi. Bæði lið spiluðu fína vörn og gerðu andstæðingum sínum erfitt fyrir. Markaskorun leiksins fyrstu mínúturna var í takt við það, en eftir átta mínútna leik var staðan 3-0 gestunum í vil. Selfyssingar skoruðu loksins fyrsta mark sitt eftir tæplega átta og hálfa mínútu, en skoruðu þá þrjú snögg mörk í röð og jöfnuðu leikinn þegar um tíu mínútur voru liðnar. Jafnræði var með liðunum næstu mínútur og þau skiptust á að skora. Liðin héldust í hendur þangað til að tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Selfyssingar fundu þá fá svör við varnarleik Hauka og þau skot sem rötuðu á markið var Björgvin Páll með á hreinu. Haukarnir gengu á lagið og náðu sjö marka forskoti fyrir hálfleik. Seinasta mark hálfleiksins var af dýrari gerðinni. Aron Kristjánsson tók leikhlé þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir til að stilla upp í kerfi. Það gekk ekki upp, en Jakob Arnarson skaut beint úr aukakasti þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir í gegnum klofið á Vilius Rasimas í marki Selfyssinga og breytti stöðunni í 16-9 gestunum í vil. Leikurinn varð í rauninni aldrei spennandi í seinni hálfleik. Haukarnir héldu áfram að nýta sér mikla breidd hópsins og juku forskot sitt jafnt og þétt. Selfyssingar voru aldrei líklegir til að brúa bilið og niðurstaðan því 11 marka sigur Hauka, 35-24. Af hverju unnu Haukar? Gestirnir voru miklu betri aðilinn í dag. Það tók þá smá tíma að koma sér í gang, en þegar það tókst þá var sigur þeirra aldrei í hættu. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum og allt var í jafnvægi skellti Björgvin Páll í lás í markinu og út frá því fengu Haukarnir nokkur auðveld hraðaupphlaupsmörk og litu aldrei um öxl. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll átti góðan dag í marki Hauka. Samkvæmt minni talningu endaði hann með 11 varin skot, sem gerir 42% markvörslu. Guðmundur Bragi Ástþórsson átti líka flottan leik í liði gestanna. Hann átti góðan dag fyrir framan sterka 5-1 vörn Hauka ásamt því að skora fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Hvað gekk illa? Fyrir utan fyrstu 20 mínútur leiksins gekk nánast allt illa hjá Selfyssingum. Þeir áttu virkilega erfitt með að finna glufur á vörn Haukanna, skotnýting þeirra var afleit og lið sem hefur spilað flotta og þétta vörn í vetur á ekki að fá á sig 35 mörk. Þó að andstæðingarnir séu deildarmeistarar Hauka. Hvað gerist næst? Selfyssingar heimsækja Gróttu í lokaleik tímabilsins á fimmtudaginn klukkan 19:30. Það er ekkert undir hjá Gróttu, en þeir eru búnir að bjarga sér frá falli og eiga ekki möguleika á úrslitakeppni. Selfyssingar þurfa á sigri að halda til að eiga von um heimaleikjarétt. Á sama tíma fá Haukarnir stigalausa ÍR-inga í heimsókn. Hvorugt liðið hefur nokkru að tapa í þessum leik, en það þykir ansi ólíklegt að Haukarnir fari að gefa ÍR-ingum sín fyrstu stig. Aron: Ég hélt að þetta yrði miklu erfiðari leikur Aron Kristjánsson var virkilega sáttur með stórsigur sinna manna gegn Selfyssingum.Vísir/Bára „Ég er auðvitað bara mjög ánægður með leikinn og mjög ánægður með framistöðu okkar í dag,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir sigur sinna manna í dag. „Við vorum að spila góða 5-1 vörn, fá góða markvörslu, hraðaupphlaup og sóknarleikurinn líka lengst um mjög góður. Ég er bara mjög ánægður með þann kraft sem að við mætum með inn í leikinn og hvað þessir yngri og óreyndari voru skarpir.“ Aron hélt áfram að hrósa varnarleik sinna manna og talaði um góða samvinnu milli varnar og markmanns. „Mér fannst Selfoss eiga í miklum vandræðum með 5-1 vörnina okkar og við vorum að gera það vel. Við fundum líka góð færi í flestum sóknunum og Bjöggi var góður í markinu.“ „Það var góð samvinna á milli varnar og markmanns á mörgum köflum. Það var margt gott í dag og við getum ekki verið annað en ánægðir með þetta.“ Seinasti leikur Hauka er gegn ÍR á fimmtudaginn og svo byrjar úrslitakeppnin í framhaldi af því. Aron segir þennan leik gott veganesti inn í næstu daga. „Nú erum við að spila á fleiri leikmönnum og einhverjir meiddir sem fengu annað hvort frí frá leiknum eða spiluðu minna.“ „Það er virkilega gott fyrir okkur að fá fleiri í gang og sýna að við erum með marga góða og unga leikmenn.“ Haukar eru með mjög breiðan hóp og Aron hélt áfram að hrósa ungu leikmönnum liðsins sem komu sterkir inn í dag. „Ég er kannski hissa á því hvað sigurinn í dag var stór, ég hélt að þetta yrði miklu erfiðari leikur. En ég er auðvitað bara ánægður með ungu strákana.“ „Við erum með marga stráka í hóp í dag fædda 2002 sem spiluðu virkilega vel á erfiðum útivelli og á móti mjög góðu liði. Þetta vottar bara um góða vinnu í okkar yngri flokka starfi og þeirri uppbyggingu sem hefur verið í gangi.“ Halldór Jóhann: Þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega ósáttur við leik sinna manna og sagði þá ekki hafa kjark til að vinna sigur í dag.Vísir/Hulda „Við vorum bara virkilega slakir í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Það er ekki hægt að segja að við verðum eftir þennan leik á fimmtudaginn. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið það.“ „Þetta var bara mjög slakt í raun og veru alveg frá byrjun. Jú, jú, við jöfnum í 3-3 og eitthvað þarna eftir tíu mínútur en svo mjatla Haukarnir bara á sínum 16 leikmönnum og við vorum með mjög unga stráka í dag sem stóðu sig reyndar frábærlega þegar þeir komu inn á.“ „En þetta var bara erfitt og við höfðum ekki gæðin í dag til þess að ýta meira við Haukunum, það verðu bara að segjast alveg eins og er.“ Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en Haukarnir tóku öll völd eftir það. Halldór segir að slæm skotnýting og of margir tapaðir boltar séu ástæða þess að sínir menn gátu ekki hangið lengur í gestunum. „Við erum bara með í kringum 40% skotnýtingu í leiknum, það er bara það sem fer með okkar leik. Það og allt of margir einfaldir tapaðir boltar í hendurnar á þeim sem þeir eru ekki að gera hinumegin. Það er stóri munurinn.“ „Við missum svolítið kjarkinn í fyrri hálfleik og erum kannski að sækja meira til hliðana heldur en beint á. Það var svolítið eins og við hefðum ekki kjark til að fara almennilega í færin.“ Selfyssingar heimsækja Gróttu í seinasta leik tímabilsins á fimmtudaginn og Halldór segir að liðið þurfi að gera miklu betur þar ef þeir ætla sér að vinna þann leik. „Með þessari framistöðu þá skíttöpum við líka fyrir Gróttu, það er alveg ljóst. Við þurfum að spila miklu betri leik.“ „Við spiluðum mjög góðan leik á móti Fram fyrir ekkert svo löngu síðan og fínar 45 mínútur á móti Haukum í bikarnum um daginn.“ „En þessi leikur, þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli. Með þessum leik þá hefðum við tapað fyrir hvaða liði sem er í deildinni. Sennilega líka ÍR.“ „Ég er bara hrikalega ósáttur því að við höfðum auðvitað tækifæri til þess að sækjast eftir öðru sætinu og við vissum að Haukarnir myndu ekki spila á sínu sterkasta liði í dag. Þess vegna er ég mjög svekktur að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Vegna þess að með hagstæðum úrslitum annars staðar höfðum við tækifæri á að gera alvöru atlögu að öðru sæti. Við höfðum bara ekki kjark í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfyssinga var gríðarlega ósáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið tók á móti Haukum í Olísdeild karla í dag. 24. maí 2021 18:00
Þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfyssinga var gríðarlega ósáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið tók á móti Haukum í Olísdeild karla í dag. 24. maí 2021 18:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti