Þúsundir flýja eldgos í Austur-Kongó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2021 09:02 Himininn yfir Goma er rauður vegna eldgossins. EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Austur-Kongó eftir að eldgos byrjaði í Nyiragongo fjalli. Gosið er mjög kraftmikið og lýstu hrauntungurnar upp himininn fyrir ofan bæinn Goma í nótt. Mikið hraun rennur úr fjallinu og rann það alveg að flugvellinum í borginni, þar sem meira en tvær milljónir búa, í nótt. Fjallið er staðsett um tíu kílómetrum utan Goma. Þúsundir hafa flúið borgina, margir með sínar helstu eigur á bakinu.EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Síðast þegar fjallið gaust árið 2002 fórust 250 og meira en 120 þúsund misstu heimili sín. Snemma í morgun höfðu þúsundir yfirgefið heimili sín og stefna margir nú í átt að landamærunum að Rúanda. Aðrir héldu upp í fjöllin vestur af borginni. Yfirvöld gáfu ekki út neyðartilkynningu fyrr en nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst en margir höfðu þá þegar flúið heimili sín, margir hverjir með búslóðina á bakinu. Að sögn yfirvalda í Rúanda hafa nú um þrjú þúsund íbúar Goma farið yfir landamærin. Landið mun bregðast við neyð fólksins og skjóta yfir það þaki í skólum og bænastöðum. Activité volcanique aux alentours de Goma: la MONUSCO fait des vols de reconnaissance. La lave ne semble pas se diriger vers la ville de Goma. Nous restons en alerte. pic.twitter.com/JQmz7v16Ne— MONUSCO (@MONUSCO) May 22, 2021 Stór hluti Goma varð rafmagnslaus og vegur sem liggur frá Goma til borgarinnar Beni varð hrauninu fljótt að bráð. Þá hafa jarðskjálftar mælst á svæðinu í nótt. Fjallið gaus síðast árið 2002 en þá fórust 250.EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Austur-Kongó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Mikið hraun rennur úr fjallinu og rann það alveg að flugvellinum í borginni, þar sem meira en tvær milljónir búa, í nótt. Fjallið er staðsett um tíu kílómetrum utan Goma. Þúsundir hafa flúið borgina, margir með sínar helstu eigur á bakinu.EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Síðast þegar fjallið gaust árið 2002 fórust 250 og meira en 120 þúsund misstu heimili sín. Snemma í morgun höfðu þúsundir yfirgefið heimili sín og stefna margir nú í átt að landamærunum að Rúanda. Aðrir héldu upp í fjöllin vestur af borginni. Yfirvöld gáfu ekki út neyðartilkynningu fyrr en nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst en margir höfðu þá þegar flúið heimili sín, margir hverjir með búslóðina á bakinu. Að sögn yfirvalda í Rúanda hafa nú um þrjú þúsund íbúar Goma farið yfir landamærin. Landið mun bregðast við neyð fólksins og skjóta yfir það þaki í skólum og bænastöðum. Activité volcanique aux alentours de Goma: la MONUSCO fait des vols de reconnaissance. La lave ne semble pas se diriger vers la ville de Goma. Nous restons en alerte. pic.twitter.com/JQmz7v16Ne— MONUSCO (@MONUSCO) May 22, 2021 Stór hluti Goma varð rafmagnslaus og vegur sem liggur frá Goma til borgarinnar Beni varð hrauninu fljótt að bráð. Þá hafa jarðskjálftar mælst á svæðinu í nótt. Fjallið gaus síðast árið 2002 en þá fórust 250.EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM
Austur-Kongó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira