Hönnunarveisla á POPUP á Hafnartorgi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. maí 2021 14:01 HönnunarMars Vísir/Vilhelm Í Pop Up rými á Kolagötunni á Hafnartorgi er hægt að sjá nokkrar sýningar í dag og áhugasamir geta líka skellt sér í myndakassa eða tekið eins og einn leik í pílu. Vínylmottur í takmörkuðu upplagi Funky Terrazzo er sýning með sérhönnuðum vínylmottum eftir íslenska hönnuði. Motturnar eru undir áhrifum frá terrazzo flísum. Terrazzo er sérstök gerð af flísum úr brotum af ýmsum steintegundum en Funky Terrazzo getur samanstaðið af hverju sem er. Motturnar eru mjúkar viðkomu og fær hver hönnuður að teygja terrazzo-hugtakið eins og hann lystir. Stúdíó Flötur er hönnunarstúdíó sem vinnur á mörkum myndlistar og hönnunar og leggur áherslu á fleti. Stúdíó Flötur eru Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður og Kristján Jón Pálsson grafískur hönnuður. Stúdíó Flötur gerir sérhannaðar vínylmottur sem koma í takmörkuðu upplagi og eru númeraðar og áritaðar. Þær eru hugsaðar sem listaverk á gólf, en einnig er hægt að hengja þær upp á vegg. Verkefnið er styrkt af Hönnunarsjóði. Á sýningunni Funky Terrazzo fær Stúdíó Flötur til liðs við sig listamanninn Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur og hönnunardúóið And Anti Matter sem skipa þau Þóreyju Björk Halldórsdóttur og Baldur Björnsson. Þau hönnuðu sína eigin Funky terrazzo mottu sem kemur í takmörkuðu upplagi. Motturnar eru framleiddar hér á landi úr hundrað prósent endurvinnanlegu hágæðavínylefni og standast alla ströngustu öryggisstaðla.Þær eru: prentaðar með umhverfisvænu bleki sem þolir UV geisla mjúkar og stamar viðkomu hljóðdempandi -í lagi á hituðu gólfi þola vatn, ekkert mál að skúra -safna ekki stöðurafmagni Hönnunar MarsVísir/Vilhelm Why not? Designing the Spirit of Iceland Í sérstöku bíóherbergi er hægt að horfa á stutta heimildarmynd um íslenska tísku. Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. Þeir hönnuðir sem koma fram í myndinni eru Björn Steinar Blumenstein, Halldór Eldjárn, Hrólfur Karl Cela, Jón Helgi Hólmgeirsson, Magnea Einarsdóttir, Marcos Zotes, Valdís Steinarsdóttir og Ýr Jóhannsdóttir. En hver er íslenski andinn? Er hann til? Til þess að komast að því skyggnumst við inn í hugarheim átta hönnuða úr ýmsum hornum greinarinnar og heyrum þau túlka íslenska andann og tilvist hans, hvar þau fá innblástur og hvernig þau taka af skarið. Við fáum innsýn í hvernig sjálfbærni er órjúfanlegur hluti vinnu þeirra og heyrum hugleiðingar um kraftinn, orkuna og tengingarnar sem okkur er svo tamt að beisla. Lair of Aquatic Transmissions Hönnunardeild og arkitektúrdeild LHÍ munu taka þátt í og streyma hlaðvarpi frá sýningarstýrðum umræðum um umhverfi framtíðarinnar, samfélagslegar breytingar, tækniþróun, ný sjónarhorn og valkvæð þekking. HönnunarMarsVísir/Vilhelm BA og MA nemendur, ásamt akademískum starfsmönnum hönnunardeildar og arkitektúrdeildar LHÍ, hafa daglega tekið þátt í og streyma sýningarstýrðum umræðum um umhverfi framtíðarinnar, samfélagslegar breytingar, tækniþróun, ný sjónarhorn og jaðarþekkingu (e. alternative knowledge) Verk nemenda og hollnema skólans verða uppá borðinu ásamt verkum frá staðbundnum fyrirtækjum og stofnunum, en ætlunin er að verkin framkalli samtal og rökræður um framtíðarhlutverk hönnuða í (ó)fyrirsjánlegri framtíð. Vinsamlegast skoðið vefsíðu verkefnisins fyrir frekari upplýsingar. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að hafa meðferðis síma og heyrnatól (airpods) til að hámarka upplifunina. Hönnunar MarsVísir/Vilhelm Tölum um rusl Fatahönnuðirnir Sæunn Kjartansdóttir og Ólöf Jóhannsdóttir skapa sér framúrstefnulegt hönnunarferli sem er byggt á slembivali og endurnýtingu á sýningunni Slembival. Þráin til þess að ögra sjálfum sér sem hönnuði ásamt því að takast á við þann samfélags- og umhverfis vanda sem textílsóun er. HönnunarMarsVísir/Vilhelm Endurnýting á gömlum fatnaði hefur sést víða, enda umhverfisvænt og hagstætt. Slembivals aðferðin er hins vegar óhefðbundin og hefur ekki sést áður í fatahönnun. Ferlið býður upp á tækifæri til að takast á við áskoranir og veitir nýja sýn á sköpunarferlið. Við höfum safnað uþb. 200 kg af notuðum fötum árið 2020. Með Slembivals aðferðinni drögum við, með hanska og blindandi, 3 flíkur úr fatahrúgu að hverju sinni. Þær flíkur skulu vera nýttar til hönnunar og gerðar á nýrri flík. Hvort allar 3 flíkurnar verði nýttar er svo metið að hverju sinni. Hvers konar flík skal hanna í hverri umferð er einnig valið að handahófi. Markmiðið er að sóa ekki efni/flíkum og að skapa nýja flík sem er falleg og nothæf. Á þennan hátt framleiðum við heila fatalínu og viðskiptavinir fá einstaka flík með sögu. Söguna má svo sjá í gegnum QR kóða á merkimiða flíkinnar. HönnunarMarsVísir/Vilhelm ‘Trash Talk – Tölum Um Rusl’ er samsýning fimm hönnuða á Hönnunarmars 2021 og hafa öll verkin það sameiginlegt að hugmyndirnar hafa kviknað út frá rusli og hvernig leysa mætti þann óumflýjanlega vanda sem fylgir því. Fatalínan Slembival verður þar til sýnis í heild sinni ásamt meðfylgjandi myndverkum af sköpunarferlinu. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01 Lokadagur HönnunarMars: Síðasta séns að berja sýningarnar augum Lokadagur HönnunarMars í maí er runninn upp og því síðasta séns að sjá forvitnlegar sýningar hátíðarinnar, sem flestar loka eftir daginn í dag. 23. maí 2021 08:39 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Vínylmottur í takmörkuðu upplagi Funky Terrazzo er sýning með sérhönnuðum vínylmottum eftir íslenska hönnuði. Motturnar eru undir áhrifum frá terrazzo flísum. Terrazzo er sérstök gerð af flísum úr brotum af ýmsum steintegundum en Funky Terrazzo getur samanstaðið af hverju sem er. Motturnar eru mjúkar viðkomu og fær hver hönnuður að teygja terrazzo-hugtakið eins og hann lystir. Stúdíó Flötur er hönnunarstúdíó sem vinnur á mörkum myndlistar og hönnunar og leggur áherslu á fleti. Stúdíó Flötur eru Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður og Kristján Jón Pálsson grafískur hönnuður. Stúdíó Flötur gerir sérhannaðar vínylmottur sem koma í takmörkuðu upplagi og eru númeraðar og áritaðar. Þær eru hugsaðar sem listaverk á gólf, en einnig er hægt að hengja þær upp á vegg. Verkefnið er styrkt af Hönnunarsjóði. Á sýningunni Funky Terrazzo fær Stúdíó Flötur til liðs við sig listamanninn Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur og hönnunardúóið And Anti Matter sem skipa þau Þóreyju Björk Halldórsdóttur og Baldur Björnsson. Þau hönnuðu sína eigin Funky terrazzo mottu sem kemur í takmörkuðu upplagi. Motturnar eru framleiddar hér á landi úr hundrað prósent endurvinnanlegu hágæðavínylefni og standast alla ströngustu öryggisstaðla.Þær eru: prentaðar með umhverfisvænu bleki sem þolir UV geisla mjúkar og stamar viðkomu hljóðdempandi -í lagi á hituðu gólfi þola vatn, ekkert mál að skúra -safna ekki stöðurafmagni Hönnunar MarsVísir/Vilhelm Why not? Designing the Spirit of Iceland Í sérstöku bíóherbergi er hægt að horfa á stutta heimildarmynd um íslenska tísku. Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. Þeir hönnuðir sem koma fram í myndinni eru Björn Steinar Blumenstein, Halldór Eldjárn, Hrólfur Karl Cela, Jón Helgi Hólmgeirsson, Magnea Einarsdóttir, Marcos Zotes, Valdís Steinarsdóttir og Ýr Jóhannsdóttir. En hver er íslenski andinn? Er hann til? Til þess að komast að því skyggnumst við inn í hugarheim átta hönnuða úr ýmsum hornum greinarinnar og heyrum þau túlka íslenska andann og tilvist hans, hvar þau fá innblástur og hvernig þau taka af skarið. Við fáum innsýn í hvernig sjálfbærni er órjúfanlegur hluti vinnu þeirra og heyrum hugleiðingar um kraftinn, orkuna og tengingarnar sem okkur er svo tamt að beisla. Lair of Aquatic Transmissions Hönnunardeild og arkitektúrdeild LHÍ munu taka þátt í og streyma hlaðvarpi frá sýningarstýrðum umræðum um umhverfi framtíðarinnar, samfélagslegar breytingar, tækniþróun, ný sjónarhorn og valkvæð þekking. HönnunarMarsVísir/Vilhelm BA og MA nemendur, ásamt akademískum starfsmönnum hönnunardeildar og arkitektúrdeildar LHÍ, hafa daglega tekið þátt í og streyma sýningarstýrðum umræðum um umhverfi framtíðarinnar, samfélagslegar breytingar, tækniþróun, ný sjónarhorn og jaðarþekkingu (e. alternative knowledge) Verk nemenda og hollnema skólans verða uppá borðinu ásamt verkum frá staðbundnum fyrirtækjum og stofnunum, en ætlunin er að verkin framkalli samtal og rökræður um framtíðarhlutverk hönnuða í (ó)fyrirsjánlegri framtíð. Vinsamlegast skoðið vefsíðu verkefnisins fyrir frekari upplýsingar. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að hafa meðferðis síma og heyrnatól (airpods) til að hámarka upplifunina. Hönnunar MarsVísir/Vilhelm Tölum um rusl Fatahönnuðirnir Sæunn Kjartansdóttir og Ólöf Jóhannsdóttir skapa sér framúrstefnulegt hönnunarferli sem er byggt á slembivali og endurnýtingu á sýningunni Slembival. Þráin til þess að ögra sjálfum sér sem hönnuði ásamt því að takast á við þann samfélags- og umhverfis vanda sem textílsóun er. HönnunarMarsVísir/Vilhelm Endurnýting á gömlum fatnaði hefur sést víða, enda umhverfisvænt og hagstætt. Slembivals aðferðin er hins vegar óhefðbundin og hefur ekki sést áður í fatahönnun. Ferlið býður upp á tækifæri til að takast á við áskoranir og veitir nýja sýn á sköpunarferlið. Við höfum safnað uþb. 200 kg af notuðum fötum árið 2020. Með Slembivals aðferðinni drögum við, með hanska og blindandi, 3 flíkur úr fatahrúgu að hverju sinni. Þær flíkur skulu vera nýttar til hönnunar og gerðar á nýrri flík. Hvort allar 3 flíkurnar verði nýttar er svo metið að hverju sinni. Hvers konar flík skal hanna í hverri umferð er einnig valið að handahófi. Markmiðið er að sóa ekki efni/flíkum og að skapa nýja flík sem er falleg og nothæf. Á þennan hátt framleiðum við heila fatalínu og viðskiptavinir fá einstaka flík með sögu. Söguna má svo sjá í gegnum QR kóða á merkimiða flíkinnar. HönnunarMarsVísir/Vilhelm ‘Trash Talk – Tölum Um Rusl’ er samsýning fimm hönnuða á Hönnunarmars 2021 og hafa öll verkin það sameiginlegt að hugmyndirnar hafa kviknað út frá rusli og hvernig leysa mætti þann óumflýjanlega vanda sem fylgir því. Fatalínan Slembival verður þar til sýnis í heild sinni ásamt meðfylgjandi myndverkum af sköpunarferlinu.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01 Lokadagur HönnunarMars: Síðasta séns að berja sýningarnar augum Lokadagur HönnunarMars í maí er runninn upp og því síðasta séns að sjá forvitnlegar sýningar hátíðarinnar, sem flestar loka eftir daginn í dag. 23. maí 2021 08:39 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01
Lokadagur HönnunarMars: Síðasta séns að berja sýningarnar augum Lokadagur HönnunarMars í maí er runninn upp og því síðasta séns að sjá forvitnlegar sýningar hátíðarinnar, sem flestar loka eftir daginn í dag. 23. maí 2021 08:39