Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2021 08:52 Kórónuveiran hefur leikið Indverja einstaklega grátt og berjast heilbrigðisyfirvöld við að reyna að halda aftur af faraldrinum. Getty Images/Anindito Mukherjee Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. Minnst 26 milljónir kórónuveirutilfella hafa verið staðfest á Indlandi en daglegum tilfellum hefur fækkað nokkuð samkvæmt opinberum tölum. Í gær voru skráð rúmlega 222 þúsund ný smit og 4.454 dauðsföll. Einungis hafa fleiri tilfelli verið staðfest í Bandaríkjunum. Þá er Indland í þriðja sæti á heimsvísu þegar kemur að dauðsföllum, á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu. Greint var frá því í lok apríl að 200 þúsund hafi látist á Indlandi vegna Covid-19 og hefur fjöldinn því aukist um helming á innan við mánuði. 102 þúsund dáið á 26 dögum Heilbrigðisyfirvöld þar í landi glíma nú við mannskæða aðra bylgju faraldursins sem hefur borið heilbrigðiskerfið ofurliði á síðustu vikum. Víða eru dæmi um að sjúkrahús eigi erfitt með að taka á móti miklu flæði kórónuveirusjúklinga á sama tíma mikilvæg lyf og súrefnisbirgðir eru af skornum skammti. Nærri helmingur kórónuveirudauðsfalla á Indlandi hafa átt sér stað á síðustu þremur mánuðum. Á síðustu 26 dögum hafa heilbrigðisyfirvöld skráð rúm 102 þúsund dauðsföll. Sumir sérfræðingar telja að tala daglegra andláta eigi enn eftir að hækka. „Við gerum ráð fyrir að það sé töf milli þess að fjöldi tilfella og fjöldi dauðsfalla nái hámarki. Við vitum einnig að það munar miklu á skráningu milli ríkja og einnig milli þéttbýlli og strjálbýlli svæða,“ sagði stærðfræðingurinn Murad Banaji, sem fylgst hefur með þróun faraldursins á Indlandi, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15 Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37 Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23. maí 2021 09:46 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Minnst 26 milljónir kórónuveirutilfella hafa verið staðfest á Indlandi en daglegum tilfellum hefur fækkað nokkuð samkvæmt opinberum tölum. Í gær voru skráð rúmlega 222 þúsund ný smit og 4.454 dauðsföll. Einungis hafa fleiri tilfelli verið staðfest í Bandaríkjunum. Þá er Indland í þriðja sæti á heimsvísu þegar kemur að dauðsföllum, á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu. Greint var frá því í lok apríl að 200 þúsund hafi látist á Indlandi vegna Covid-19 og hefur fjöldinn því aukist um helming á innan við mánuði. 102 þúsund dáið á 26 dögum Heilbrigðisyfirvöld þar í landi glíma nú við mannskæða aðra bylgju faraldursins sem hefur borið heilbrigðiskerfið ofurliði á síðustu vikum. Víða eru dæmi um að sjúkrahús eigi erfitt með að taka á móti miklu flæði kórónuveirusjúklinga á sama tíma mikilvæg lyf og súrefnisbirgðir eru af skornum skammti. Nærri helmingur kórónuveirudauðsfalla á Indlandi hafa átt sér stað á síðustu þremur mánuðum. Á síðustu 26 dögum hafa heilbrigðisyfirvöld skráð rúm 102 þúsund dauðsföll. Sumir sérfræðingar telja að tala daglegra andláta eigi enn eftir að hækka. „Við gerum ráð fyrir að það sé töf milli þess að fjöldi tilfella og fjöldi dauðsfalla nái hámarki. Við vitum einnig að það munar miklu á skráningu milli ríkja og einnig milli þéttbýlli og strjálbýlli svæða,“ sagði stærðfræðingurinn Murad Banaji, sem fylgst hefur með þróun faraldursins á Indlandi, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15 Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37 Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23. maí 2021 09:46 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15
Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37
Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virka vel gegn indverska afbrigðinu Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra. 23. maí 2021 09:46
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent