Þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2021 18:00 Halldór Jóhann var ekki sáttur með sína menn í dag. Vísir/Bára Dröfn Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfyssinga var gríðarlega ósáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið tók á móti Haukum í Olísdeild karla í dag. Lokatölur 24-35 í mikilvægum leik fyrir hans menn sem eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við vorum bara virkilega slakir í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Það er ekki hægt að segja að við verðum eftir þennan leik á fimmtudaginn. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið það.“ „Þetta var bara mjög slakt í raun og veru alveg frá byrjun. Jú, jú, við jöfnum í 3-3 og eitthvað þarna eftir tíu mínútur en svo mjatla Haukarnir bara á sínum 16 leikmönnum og við vorum með mjög unga stráka í dag sem stóðu sig reyndar frábærlega þegar þeir komu inn á.“ „En þetta var bara erfitt og við höfðum ekki gæðin í dag til þess að ýta meira við Haukunum, það verðu bara að segjast alveg eins og er.“ Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en Haukarnir tóku öll völd eftir það. Halldór segir að slæm skotnýting og of margir tapaðir boltar séu ástæða þess að sínir menn gátu ekki hangið lengur í gestunum. „Við erum bara með í kringum 40% skotnýtingu í leiknum, það er bara það sem fer með okkar leik. Það og allt of margir einfaldir tapaðir boltar í hendurnar á þeim sem þeir eru ekki að gera hinumegin. Það er stóri munurinn.“ „Við missum svolítið kjarkinn í fyrri hálfleik og erum kannski að sækja meira til hliðana heldur en beint á. Það var svolítið eins og við hefðum ekki kjark til að fara almennilega í færin.“ Selfyssingar heimsækja Gróttu í seinasta leik tímabilsins á fimmtudaginn og Halldór segir að liðið þurfi að gera miklu betur þar ef þeir ætla sér að vinna þann leik. „Með þessari framistöðu þá skíttöpum við líka fyrir Gróttu, það er alveg ljóst. Við þurfum að spila miklu betri leik.“ „Við spiluðum mjög góðan leik á móti Fram fyrir ekkert svo löngu síðan og fínar 45 mínútur á móti Haukum í bikarnum um daginn.“ „En þessi leikur, þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli. Með þessum leik þá hefðum við tapað fyrir hvaða liði sem er í deildinni. Sennilega líka ÍR.“ „Ég er bara hrikalega ósáttur því að við höfðum auðvitað tækifæri til þess að sækjast eftir öðru sætinu og við vissum að Haukarnir myndu ekki spila á sínu sterkasta liði í dag. Þess vegna er ég mjög svekktur að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Vegna þess að með hagstæðum úrslitum annars staðar höfðum við tækifæri á að gera alvöru atlögu að öðru sæti. Við höfðum bara ekki kjark í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Lokatölur 24-35 í mikilvægum leik fyrir hans menn sem eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við vorum bara virkilega slakir í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Það er ekki hægt að segja að við verðum eftir þennan leik á fimmtudaginn. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið það.“ „Þetta var bara mjög slakt í raun og veru alveg frá byrjun. Jú, jú, við jöfnum í 3-3 og eitthvað þarna eftir tíu mínútur en svo mjatla Haukarnir bara á sínum 16 leikmönnum og við vorum með mjög unga stráka í dag sem stóðu sig reyndar frábærlega þegar þeir komu inn á.“ „En þetta var bara erfitt og við höfðum ekki gæðin í dag til þess að ýta meira við Haukunum, það verðu bara að segjast alveg eins og er.“ Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en Haukarnir tóku öll völd eftir það. Halldór segir að slæm skotnýting og of margir tapaðir boltar séu ástæða þess að sínir menn gátu ekki hangið lengur í gestunum. „Við erum bara með í kringum 40% skotnýtingu í leiknum, það er bara það sem fer með okkar leik. Það og allt of margir einfaldir tapaðir boltar í hendurnar á þeim sem þeir eru ekki að gera hinumegin. Það er stóri munurinn.“ „Við missum svolítið kjarkinn í fyrri hálfleik og erum kannski að sækja meira til hliðana heldur en beint á. Það var svolítið eins og við hefðum ekki kjark til að fara almennilega í færin.“ Selfyssingar heimsækja Gróttu í seinasta leik tímabilsins á fimmtudaginn og Halldór segir að liðið þurfi að gera miklu betur þar ef þeir ætla sér að vinna þann leik. „Með þessari framistöðu þá skíttöpum við líka fyrir Gróttu, það er alveg ljóst. Við þurfum að spila miklu betri leik.“ „Við spiluðum mjög góðan leik á móti Fram fyrir ekkert svo löngu síðan og fínar 45 mínútur á móti Haukum í bikarnum um daginn.“ „En þessi leikur, þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli. Með þessum leik þá hefðum við tapað fyrir hvaða liði sem er í deildinni. Sennilega líka ÍR.“ „Ég er bara hrikalega ósáttur því að við höfðum auðvitað tækifæri til þess að sækjast eftir öðru sætinu og við vissum að Haukarnir myndu ekki spila á sínu sterkasta liði í dag. Þess vegna er ég mjög svekktur að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Vegna þess að með hagstæðum úrslitum annars staðar höfðum við tækifæri á að gera alvöru atlögu að öðru sæti. Við höfðum bara ekki kjark í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15