Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 18:35 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/vilhelm Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. Stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var um borð í farþegavél Ryanair í gær, sem þvinguð var til lendingar í Minsk rétt áður en hún átti að lenda í Litháen. Málið hefur vakið mikla reiði meðal leiðtoga í Evrópu; Bretar kölluðu í dag sendiherra sinn heim frá Hvíta Rússlandi og bönnuðu allt flug breskra flugfélaga í lofthelgi landsins. Þá hafa stjórnvöld í Litháen ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland. Skýringar Hvít-Rússa standist enga skoðun Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands, í samráði við samgönguráðherra, upplýsti flugrekendur um ástandið í dag. Málið hefur þó ekki bein áhrif á flug Icelandair. „Þessi atburðarás er náttúrulega með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu og þessar skýringar sem stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi gefa standast enga skoðun, það er augljóst að það er verið að senda illa dulbúin skilaboð til aðila að ef þeir gagnrýni Lukashenko [forseta Hvíta-Rússlands] hafi þeir verra af.“ Þannig að þú lítur á þetta sem aðför að málfrelsi? „Það er enginn vafi. Þetta er aðför að málfrelsi og mannréttindum.“ Munt þú eða stjórnvöld hér hafa beint samband við stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi? „Finnski utanríkisráðherrann hefur þegar talað við kollega sinn í Hvíta-Rússlandi og við vinnum þessi mál alltaf þétt með okkar nánustu bandalagsríkjum, sérstaklega Norðurlöndunum þannig að við sýnum samstöðu með þeim í þessari stöðu,“ segir Guðlaugur. Munuð þið beita ykkur með einhverjum öðrum hætti? „Þetta er unnið með okkar bandalagsríkjum, það er eina leiðin til að ná árangri, að sýna samstöðu við aðstæður sem þessar.“ Krafist verði að stjórnarandstæðingum sem fangelsaðir hafa verið í Hvíta-Rússlandi verði sleppt. Fundað sé vegna málsins hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Síðan mun koma í ljós hvernig alþjóðasamfélagið bregst við þessu, en það er ljóst að það verða viðbrögð,“ segir Guðlaugur. Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var um borð í farþegavél Ryanair í gær, sem þvinguð var til lendingar í Minsk rétt áður en hún átti að lenda í Litháen. Málið hefur vakið mikla reiði meðal leiðtoga í Evrópu; Bretar kölluðu í dag sendiherra sinn heim frá Hvíta Rússlandi og bönnuðu allt flug breskra flugfélaga í lofthelgi landsins. Þá hafa stjórnvöld í Litháen ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland. Skýringar Hvít-Rússa standist enga skoðun Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands, í samráði við samgönguráðherra, upplýsti flugrekendur um ástandið í dag. Málið hefur þó ekki bein áhrif á flug Icelandair. „Þessi atburðarás er náttúrulega með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu og þessar skýringar sem stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi gefa standast enga skoðun, það er augljóst að það er verið að senda illa dulbúin skilaboð til aðila að ef þeir gagnrýni Lukashenko [forseta Hvíta-Rússlands] hafi þeir verra af.“ Þannig að þú lítur á þetta sem aðför að málfrelsi? „Það er enginn vafi. Þetta er aðför að málfrelsi og mannréttindum.“ Munt þú eða stjórnvöld hér hafa beint samband við stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi? „Finnski utanríkisráðherrann hefur þegar talað við kollega sinn í Hvíta-Rússlandi og við vinnum þessi mál alltaf þétt með okkar nánustu bandalagsríkjum, sérstaklega Norðurlöndunum þannig að við sýnum samstöðu með þeim í þessari stöðu,“ segir Guðlaugur. Munuð þið beita ykkur með einhverjum öðrum hætti? „Þetta er unnið með okkar bandalagsríkjum, það er eina leiðin til að ná árangri, að sýna samstöðu við aðstæður sem þessar.“ Krafist verði að stjórnarandstæðingum sem fangelsaðir hafa verið í Hvíta-Rússlandi verði sleppt. Fundað sé vegna málsins hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Síðan mun koma í ljós hvernig alþjóðasamfélagið bregst við þessu, en það er ljóst að það verða viðbrögð,“ segir Guðlaugur.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16
Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55