Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 19:18 Eldgosið við Fagradalsfjall. Vísir/vilhelm Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. Hraun safnast nú á fjóra staði við eldstöðina; í nafnlausa dalnum svokallaða, norðar í Meradölum, í Geldingadölum og í Nátthaga. Hluti hraunsins leitar í suður og gæti náð Suðurstrandarvegi á endanum. Stysta leiðin að veginum er úr Nátthaga, rúmir tveir kílómetrar, en hraun gæti þó einnig náð að veginum úr Meradölum. Ágiskanir um hversu lengi hraun verður að veginum eru mismunandi - allt frá einni til tveimur vikum og upp í mánuði. „Ef þetta gerist með sama hætti í Nátthaga og það heldur áfram eins og það hefur verið að gera, að renna niður í Geldingadali og Meradali, þá tekur þetta svona þrjá fjóra mánuði áður en það fer að ná út úr Nátthaganum.“ Magnús Tumi Guðmundsson, eldfjallafræðingur.Vísir/vilhelm Þá gæti hraunið lagst í eina áttina frekar en aðra. „Eitt af því sem gæti gerst er að Geldingadalir fyllist og þá fari hraunið að leita niður gönguleiðina þá fer nú ýmislegt að breytast varðandi aðkomu.“ Í vikunni verður kannað hvort reisa eigi leiðigarða til að stýra hraunflæðinu, eftir að hraun flæddi yfir varnargarða sem áttu að vernda veginn. „Það [hraunið] mun fara yfir svæði þar sem ljósleiðarinn er, það mun fara yfir Suðurstrandarveg og fara út í sjó - en það þarf að halda áfram í marga mánuði til þess,“ segir Magnús Tumi. „Það er hægt að hafa áhrif á hvert það rennur og hvenær og það er það sem fólk er að skoða.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hraun safnast nú á fjóra staði við eldstöðina; í nafnlausa dalnum svokallaða, norðar í Meradölum, í Geldingadölum og í Nátthaga. Hluti hraunsins leitar í suður og gæti náð Suðurstrandarvegi á endanum. Stysta leiðin að veginum er úr Nátthaga, rúmir tveir kílómetrar, en hraun gæti þó einnig náð að veginum úr Meradölum. Ágiskanir um hversu lengi hraun verður að veginum eru mismunandi - allt frá einni til tveimur vikum og upp í mánuði. „Ef þetta gerist með sama hætti í Nátthaga og það heldur áfram eins og það hefur verið að gera, að renna niður í Geldingadali og Meradali, þá tekur þetta svona þrjá fjóra mánuði áður en það fer að ná út úr Nátthaganum.“ Magnús Tumi Guðmundsson, eldfjallafræðingur.Vísir/vilhelm Þá gæti hraunið lagst í eina áttina frekar en aðra. „Eitt af því sem gæti gerst er að Geldingadalir fyllist og þá fari hraunið að leita niður gönguleiðina þá fer nú ýmislegt að breytast varðandi aðkomu.“ Í vikunni verður kannað hvort reisa eigi leiðigarða til að stýra hraunflæðinu, eftir að hraun flæddi yfir varnargarða sem áttu að vernda veginn. „Það [hraunið] mun fara yfir svæði þar sem ljósleiðarinn er, það mun fara yfir Suðurstrandarveg og fara út í sjó - en það þarf að halda áfram í marga mánuði til þess,“ segir Magnús Tumi. „Það er hægt að hafa áhrif á hvert það rennur og hvenær og það er það sem fólk er að skoða.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira