Telur að Protasevich gæti verið pyntaður í Hvíta-Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2021 21:24 Protasevich var handtekinn í gær, en myndin er frá mótmælum í Minsk árið 2017. AP/Sergei Grits Fjölskylda hvítrússneska blaðamannsins Romans Protasevich óttast að hann kunni að vera pyntaður af stjórnvöldum í heimalandinu eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til lendingar í Hvíta-Rússlandi og hann tekinn höndum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dmitri Protasevich, föður Romans, að hann hefði miklar áhyggjur af þeirri meðferð sem sonur hans fengi nú þegar hann er í haldi yfirvalda í Hvíta-Rússlandi. „Við vonum að hann muni þola þetta. Við verðum hrædd bara við að hugsa um þetta, en það er mögulegt að hann hafi verið barinn og pyntaður. Við erum hrædd um það,“ sagði Dmitri. Fjölskylda Romans væri í miklu áfalli vegna málsins. Flugvélin sem Protasevich var farþegi í var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníus í Litháen en var látin lenda í Hvíta-Rússlandi þegar hún kom inn í lofthelgi landsins. Protasevich var í kjölfarið handtekinn. „Þetta er eitthvað sem á ekki að vera að gerast í miðri Evrópu á 21. öldinni. Við vonum að allt alþjóðasamfélagið, þar á meðal Evrópusambandið, setji fordæmalausan þrýsting á yfirvöld. Við vonum að sá þrýstingur beri árangur og yfirvöld átti sig á því að þau hafi gert afar stór mistök,“ hefur BBC eftir föðurnum. Birtu myndband af blaðamanninum Í dag birtu hvítrússnesk stjórnvöld myndband af Protasevich þar sem hann kvaðst vera við góða heilsu og virtist játa þau brot sem honum eru gefin að sök í Hvíta-Rússlandi. Þau brot fela í sér að hafa skipulagt mótmæli gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins. Aðgerðasinnar í Hvíta-Rússlandi segja játningu Protasevich ekki ósvikna, þar sem hann hafi einfaldlega verið látinn játa. Evrópusambandið hefur í kjölfar málsins ákveðið að beita Hvíta-Rússland auknum viðskiptaþvingunum og hvatti flugfélög til þess að fljúga ekki inn í hvítrússneska lofthelgi. Þá hefur hvítrússneskum flugvélum verið bannað að fljúga yfir lofthelgi aðildarríkja ESB. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. 24. maí 2021 18:35 Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dmitri Protasevich, föður Romans, að hann hefði miklar áhyggjur af þeirri meðferð sem sonur hans fengi nú þegar hann er í haldi yfirvalda í Hvíta-Rússlandi. „Við vonum að hann muni þola þetta. Við verðum hrædd bara við að hugsa um þetta, en það er mögulegt að hann hafi verið barinn og pyntaður. Við erum hrædd um það,“ sagði Dmitri. Fjölskylda Romans væri í miklu áfalli vegna málsins. Flugvélin sem Protasevich var farþegi í var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníus í Litháen en var látin lenda í Hvíta-Rússlandi þegar hún kom inn í lofthelgi landsins. Protasevich var í kjölfarið handtekinn. „Þetta er eitthvað sem á ekki að vera að gerast í miðri Evrópu á 21. öldinni. Við vonum að allt alþjóðasamfélagið, þar á meðal Evrópusambandið, setji fordæmalausan þrýsting á yfirvöld. Við vonum að sá þrýstingur beri árangur og yfirvöld átti sig á því að þau hafi gert afar stór mistök,“ hefur BBC eftir föðurnum. Birtu myndband af blaðamanninum Í dag birtu hvítrússnesk stjórnvöld myndband af Protasevich þar sem hann kvaðst vera við góða heilsu og virtist játa þau brot sem honum eru gefin að sök í Hvíta-Rússlandi. Þau brot fela í sér að hafa skipulagt mótmæli gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins. Aðgerðasinnar í Hvíta-Rússlandi segja játningu Protasevich ekki ósvikna, þar sem hann hafi einfaldlega verið látinn játa. Evrópusambandið hefur í kjölfar málsins ákveðið að beita Hvíta-Rússland auknum viðskiptaþvingunum og hvatti flugfélög til þess að fljúga ekki inn í hvítrússneska lofthelgi. Þá hefur hvítrússneskum flugvélum verið bannað að fljúga yfir lofthelgi aðildarríkja ESB.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. 24. maí 2021 18:35 Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. 24. maí 2021 18:35
Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16
Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent