Glæpaforingi segir tyrknesku ríkisstjórnina tengda mafíunni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. maí 2021 16:55 Peker er greinilega Dylan maður. skjáskot/youtube Ríkisstjórn Tyrklandsforsetans Erdogans hefur undanfarnar vikur setið undir ásökunum glæpaforingjans Sedats Peker um gríðarlega spillingu og fjölda glæpa eins og nauðganir, morð og eiturlyfjabrask. Ásakanirnar hefur hann birt í myndböndum á YouTube. „Trúið mér, ég mun kenna þessum harðstjórum að það er ekki til hættulegra vopn en maður sem óttast ekki lengur dauðann,“ sagði Peker í færslu á Twitter ásamt einu YouTube myndbandi sínu. Hann var dæmdur í fangelsi á Tyrklandi árið 2007 fyrir skipulagða glæpastarfsemi og er nú eftirlýstur þar í landi. Kıymetli dostlarım, söz verdiğim üzere üçüncü videomda yine beraberiz. Ölümü göze almış bir insandan daha tehlikeli bir silahın icat edilmediği gerçeğini bazı zalimlere öğreteceğimden hiçbir şüpheniz olmasın. https://t.co/Z4hJ357tgc— Sedat Peker (@sedat_peker) May 9, 2021 Fyrsta myndbandi sínu beindi Peker að hópi tengdum fyrrum fjármálaráðherra Tyrklands, Berat Albayrak, sem er jafnframt tengdasonur forsetans og Mehmet Agar, fyrrum innanríkisráðherra landsins. Fljótlega fór hann þó að beina spjótum sínum að núverandi innanríkisráðherranum Suleyman Soylu. Peker hefur enn ekki beint neinum ásökunum beint að Erdogan sjálfum. Hann hefur þó lýst þeim átökum sem eiga sér stað í valdahópum tengdum forsetanum og hvernig þeir berjast um hylli hans og áhrif í landinu. Í þeim sögum upplýsir hann um ýmis tengsl háttsettra embættismanna við mafíuna. Pólitískir andstæðingar forsetans hafa nú krafist rannsóknar á ásökunum glæpaforingjans. Þeir hafa líkt málinu við skandal á tíunda áratugnum þegar tengsl tyrknesku ríkisstjórnarinnar og skipulagðra glæpahópa komu í ljós. Innanríkisráðuneytið hefur neitað öllum ásökunum Pekers og kært hann fyrir þær, samkvæmt frétt The New York Times um málið. Erdogan tók við embætti sínu árið 2003 og báru menn miklar vonir til þess að hann og flokkur hans mörkuðu nýja tíma í tyrkneskum stjórnmálum eftir spillingarskandalinn. Tyrkland Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
„Trúið mér, ég mun kenna þessum harðstjórum að það er ekki til hættulegra vopn en maður sem óttast ekki lengur dauðann,“ sagði Peker í færslu á Twitter ásamt einu YouTube myndbandi sínu. Hann var dæmdur í fangelsi á Tyrklandi árið 2007 fyrir skipulagða glæpastarfsemi og er nú eftirlýstur þar í landi. Kıymetli dostlarım, söz verdiğim üzere üçüncü videomda yine beraberiz. Ölümü göze almış bir insandan daha tehlikeli bir silahın icat edilmediği gerçeğini bazı zalimlere öğreteceğimden hiçbir şüpheniz olmasın. https://t.co/Z4hJ357tgc— Sedat Peker (@sedat_peker) May 9, 2021 Fyrsta myndbandi sínu beindi Peker að hópi tengdum fyrrum fjármálaráðherra Tyrklands, Berat Albayrak, sem er jafnframt tengdasonur forsetans og Mehmet Agar, fyrrum innanríkisráðherra landsins. Fljótlega fór hann þó að beina spjótum sínum að núverandi innanríkisráðherranum Suleyman Soylu. Peker hefur enn ekki beint neinum ásökunum beint að Erdogan sjálfum. Hann hefur þó lýst þeim átökum sem eiga sér stað í valdahópum tengdum forsetanum og hvernig þeir berjast um hylli hans og áhrif í landinu. Í þeim sögum upplýsir hann um ýmis tengsl háttsettra embættismanna við mafíuna. Pólitískir andstæðingar forsetans hafa nú krafist rannsóknar á ásökunum glæpaforingjans. Þeir hafa líkt málinu við skandal á tíunda áratugnum þegar tengsl tyrknesku ríkisstjórnarinnar og skipulagðra glæpahópa komu í ljós. Innanríkisráðuneytið hefur neitað öllum ásökunum Pekers og kært hann fyrir þær, samkvæmt frétt The New York Times um málið. Erdogan tók við embætti sínu árið 2003 og báru menn miklar vonir til þess að hann og flokkur hans mörkuðu nýja tíma í tyrkneskum stjórnmálum eftir spillingarskandalinn.
Tyrkland Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira