Áslaug Arna leitar að nýjum upplýsingafulltrúa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2021 18:39 Hafliði segir óvíst hvað tekur við hjá sér, en dómsmálaráðuneytið leitar nú eftirmanns hans í starf upplýsingafulltrúa. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Samsett Dómsmálaráðuneytið auglýsir nú eftir upplýsingafulltrúa. Umsóknarfrestur vegna starfsins rennur út í lok dags. Hafliði Helgason hefur gegnt starfinu frá því í ágúst 2018. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafliði ekkert ákveðið um framhaldið hjá sér, en þrjú ár séu ágætur tími í ráðuneytinu og hann vilji prófa ýmislegt annað. „Ég er með leiðsögumannspróf og meirapróf og er m.a. til í að nýta það áður en það verður of gamalt. Annars opinn fyrir öllu sem er skemmtilegt og spennandi. Starfsævin styttist í annan endann og maður á enn eftir að prófa margt,“ segir Hafliði. Reynsla af blaðamennsku og háskólapróf Í auglýsingu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að upplýsingafulltrúi beri ábyrgð á fjölmiðlatengslum ráðuneytisins og ritstýri vefjum þess. „Viðkomandi fylgist með fréttaflutningi sem tengist starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á að móta starfið með starfsmönnum ráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða.“ Meðal hæfniskrafna eru háskólanám sem nýtist í starfinu, og er meistaragráða sögð æskileg. Þá er reynsla af blaða/fréttamennsku talin vera kostur í starfinu, sem og þekking á málefnasviðum ráðuneytisins. Auglýstu starfið tvisvar Áður en Haflið var ráðinn í starfið sumarið 2018 hafði ráðuneytið auglýst eftir umsækjendum í mars sama ár. Hópur umsækjenda sótti þá um starfið, sem var auglýst aftur í apríl, þá með útvíkkuðum hæfnisskilyrðum. Þá var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Þá bar ráðuneytið því við að það teldi rétt að víkka út skilyrðin og gera ítarlega grein fyrir því hvað felst í starfinu og freista þess þannig að hafa úr stærri hóp að velja. Í upphafi sóttu 25 um starfið en svo var starfið auglýst aftur. Tveir drógu umsókn sína til baka og stóðu því eftir 23 umsækjendur. 23 bættust við hópinn eftir síðari auglýsingu og voru því umsækjendur um starfið 46. Hafliði var á meðal þeirra sem sóttu um starfið eftir seinni auglýsinguna. Vinnumarkaður Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Hafliði Helgason hefur gegnt starfinu frá því í ágúst 2018. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafliði ekkert ákveðið um framhaldið hjá sér, en þrjú ár séu ágætur tími í ráðuneytinu og hann vilji prófa ýmislegt annað. „Ég er með leiðsögumannspróf og meirapróf og er m.a. til í að nýta það áður en það verður of gamalt. Annars opinn fyrir öllu sem er skemmtilegt og spennandi. Starfsævin styttist í annan endann og maður á enn eftir að prófa margt,“ segir Hafliði. Reynsla af blaðamennsku og háskólapróf Í auglýsingu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að upplýsingafulltrúi beri ábyrgð á fjölmiðlatengslum ráðuneytisins og ritstýri vefjum þess. „Viðkomandi fylgist með fréttaflutningi sem tengist starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á að móta starfið með starfsmönnum ráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða.“ Meðal hæfniskrafna eru háskólanám sem nýtist í starfinu, og er meistaragráða sögð æskileg. Þá er reynsla af blaða/fréttamennsku talin vera kostur í starfinu, sem og þekking á málefnasviðum ráðuneytisins. Auglýstu starfið tvisvar Áður en Haflið var ráðinn í starfið sumarið 2018 hafði ráðuneytið auglýst eftir umsækjendum í mars sama ár. Hópur umsækjenda sótti þá um starfið, sem var auglýst aftur í apríl, þá með útvíkkuðum hæfnisskilyrðum. Þá var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Þá bar ráðuneytið því við að það teldi rétt að víkka út skilyrðin og gera ítarlega grein fyrir því hvað felst í starfinu og freista þess þannig að hafa úr stærri hóp að velja. Í upphafi sóttu 25 um starfið en svo var starfið auglýst aftur. Tveir drógu umsókn sína til baka og stóðu því eftir 23 umsækjendur. 23 bættust við hópinn eftir síðari auglýsingu og voru því umsækjendur um starfið 46. Hafliði var á meðal þeirra sem sóttu um starfið eftir seinni auglýsinguna.
Vinnumarkaður Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira