Þörf á alþjóðlegri andstöðu við Lúkasjenka Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2021 20:00 Lúkasjenka sætir aukinni gagnrýni í heimalandinu eftir meint svindl í forsetakosningum síðasta árs. Vísir/Getty Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur óttast dauðadóm eftir að flugvél RyanAir var snúið af leið og lent í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið reiði í Evrópu og Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, sætir harðri gagnrýni enn á ný. Lúkasjenka, sem er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um svindl í öllum forsetakosningum utan þeirra fyrstu sem hann vann árið 1994. Hann hefur alltaf átt sér andstæðinga en þeir hafa náð litlum árangri hingað til. Í aðdraganda kosninga síðasta árs myndaðist raunveruleg fjöldahreyfing gegn Lúkasjenka. Fram á mitt sumar var hver frambjóðandinn á fætur öðrum handtekinn og framboð þeirra ógild. Stjórnarandstæðingar sameinuðust á bak við Svíatlönu Tsíkanúskaju, sem tók við framboði eiginmanns síns og naut mikils stuðnings. Lúkasjenka var sagður sigurvegari kosninganna 9. ágúst. hundruð þúsunda um allt land og fá ríki samþykktu niðurstöðurnar. Mótmæli og verkföll hafa verið tíð allar götur síðan. Ritskoðun og pyntingar Stjórnvöld hafa ritskoðað umfjöllun af krafti sem olli því að Telegram-síðan Nexta varð leiðandi í fréttaflutningi af mótmælum og pyntingum sem stjórnarandstæðingar mega þola. Roman Protasevíts, maðurinn sem var handtekinn eftir að flugvél RyanAir var látin lenda í Minsk, var ritstjóri Nexta þegar mótmælin stóðu sem hæst. Hann hefur verið áhrifamikill stjórnarandstæðingur undanfarinn áratug en sótti um hæli í Póllandi í fyrra. Roman Protasevíts, fyrrverandi ritstjóri, er nú í haldi í Minsk.AP/Sergei Gríts Hvítrússar hafa nú birt játningu Protasevíts, sem er meðal annars sakaður um að stofna til óeirða. Stjórnarandstæðingar segja játninguna þvingaða og hann pyntaðan. Handtakan hefur sætt mikilli gagnrýni í Evrópu. Fjöldi flugfélaga hefur hætt ferðum til landsins og hvítrússneskum félögum er bannað að fljúga yfir Evrópusambandsríki. Flugbann leysi ekkert Heimamenn mótmæla stjórn Lúkasjenkas enn á ný og Tsíkanúskaja, sem flúði til Litáens í fyrra, segir þörf á raunverulegum, alþjóðlegum þrýstingi. „Það eitt að banna flug yfir Hvíta-Rússlandi leysir ekkert. Raunverulega vandamálið er hryðjuverkastjórnin sem svindlaði í kosningunum, brýtur gegn stjórnarskránni trekk í trakk og gegn alþjóðalögum sömuleiðis,“ sagði Tsíkanúskaja. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Lúkasjenka, sem er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um svindl í öllum forsetakosningum utan þeirra fyrstu sem hann vann árið 1994. Hann hefur alltaf átt sér andstæðinga en þeir hafa náð litlum árangri hingað til. Í aðdraganda kosninga síðasta árs myndaðist raunveruleg fjöldahreyfing gegn Lúkasjenka. Fram á mitt sumar var hver frambjóðandinn á fætur öðrum handtekinn og framboð þeirra ógild. Stjórnarandstæðingar sameinuðust á bak við Svíatlönu Tsíkanúskaju, sem tók við framboði eiginmanns síns og naut mikils stuðnings. Lúkasjenka var sagður sigurvegari kosninganna 9. ágúst. hundruð þúsunda um allt land og fá ríki samþykktu niðurstöðurnar. Mótmæli og verkföll hafa verið tíð allar götur síðan. Ritskoðun og pyntingar Stjórnvöld hafa ritskoðað umfjöllun af krafti sem olli því að Telegram-síðan Nexta varð leiðandi í fréttaflutningi af mótmælum og pyntingum sem stjórnarandstæðingar mega þola. Roman Protasevíts, maðurinn sem var handtekinn eftir að flugvél RyanAir var látin lenda í Minsk, var ritstjóri Nexta þegar mótmælin stóðu sem hæst. Hann hefur verið áhrifamikill stjórnarandstæðingur undanfarinn áratug en sótti um hæli í Póllandi í fyrra. Roman Protasevíts, fyrrverandi ritstjóri, er nú í haldi í Minsk.AP/Sergei Gríts Hvítrússar hafa nú birt játningu Protasevíts, sem er meðal annars sakaður um að stofna til óeirða. Stjórnarandstæðingar segja játninguna þvingaða og hann pyntaðan. Handtakan hefur sætt mikilli gagnrýni í Evrópu. Fjöldi flugfélaga hefur hætt ferðum til landsins og hvítrússneskum félögum er bannað að fljúga yfir Evrópusambandsríki. Flugbann leysi ekkert Heimamenn mótmæla stjórn Lúkasjenkas enn á ný og Tsíkanúskaja, sem flúði til Litáens í fyrra, segir þörf á raunverulegum, alþjóðlegum þrýstingi. „Það eitt að banna flug yfir Hvíta-Rússlandi leysir ekkert. Raunverulega vandamálið er hryðjuverkastjórnin sem svindlaði í kosningunum, brýtur gegn stjórnarskránni trekk í trakk og gegn alþjóðalögum sömuleiðis,“ sagði Tsíkanúskaja.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
„Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45
Banna hvítrússneskum flugfélögum að fljúga í evrópskri lofthelgi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa bannað flugfélögum frá Hvíta-Rússlandi að fljúga í lofthelgi ESB eftir að þarlend stjórnvöld neyddu flugvél til að lenda í Minsk, þar sem einn farþega var handtekinn. 25. maí 2021 06:54