Sævar Atli: Getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2021 22:01 Sævar Atli Magnússon hefur skorað fimm mörk í jafn mörgum leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. vísir/hulda margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, brosti breitt eftir sigurinn á FH, 2-1, í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Leiknismanna í leiknum. „Ég veit það nú ekki. Ég held að fyrsti leikurinn í efstu deild 2015 sé enn það stærsta,“ sagði Sævar Atli aðspurður hvort sigurinn á FH hafi verið stærsta stundin á hans fótboltaferli. Leiknismenn hafa fengið sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum. „Þetta var geðveikt. Við erum búnir að mæta þremur hörkuliðum en við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er.“ FH komst yfir á 21. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sævar Atli eftir frábæran undirbúning Emils Berger. „Það var ógeðslega mikilvægt að jafna strax. Mér leið samt vel koma inn í leikinn og þegar við fengum á okkur mark hugsaði ég að við myndum bara halda áfram,“ sagði Sævar Atli. „Við sköpuðum okkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, skoruðum rangstöðumark og ég klúðraði líka færi. En við vorum þéttir í dag.“ Leiknismenn voru minna með boltann í leiknum í kvöld en sköpuðu sér hættulegri færi. „Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka og leyfa þeim að vera með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við vorum mjög góðir í skyndisóknunum og nýttum okkur þær mjög vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og varnarleikurinn okkar var flottur,“ sagði Sævar Atli. Leiknir er með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli segir að byrjunin komi Leiknismönnum ekki á óvart. „Alls ekki. Ég er búinn að segja þetta nokkrum sinnum að við bjuggumst alveg við að okkur yrði spáð falli en það var kannski svekkjandi hvað fólk og fjölmiðlar vissu lítið um okkur. Við vorum búnir að vera lengi í næstefstu deild en við erum með hörkuflott lið,“ sagði Sævar Atli. „Þú getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu. Við tökum vel á móti öllum og þetta er bara geðveikt sumar.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
„Ég veit það nú ekki. Ég held að fyrsti leikurinn í efstu deild 2015 sé enn það stærsta,“ sagði Sævar Atli aðspurður hvort sigurinn á FH hafi verið stærsta stundin á hans fótboltaferli. Leiknismenn hafa fengið sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum. „Þetta var geðveikt. Við erum búnir að mæta þremur hörkuliðum en við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er.“ FH komst yfir á 21. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sævar Atli eftir frábæran undirbúning Emils Berger. „Það var ógeðslega mikilvægt að jafna strax. Mér leið samt vel koma inn í leikinn og þegar við fengum á okkur mark hugsaði ég að við myndum bara halda áfram,“ sagði Sævar Atli. „Við sköpuðum okkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, skoruðum rangstöðumark og ég klúðraði líka færi. En við vorum þéttir í dag.“ Leiknismenn voru minna með boltann í leiknum í kvöld en sköpuðu sér hættulegri færi. „Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka og leyfa þeim að vera með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við vorum mjög góðir í skyndisóknunum og nýttum okkur þær mjög vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og varnarleikurinn okkar var flottur,“ sagði Sævar Atli. Leiknir er með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli segir að byrjunin komi Leiknismönnum ekki á óvart. „Alls ekki. Ég er búinn að segja þetta nokkrum sinnum að við bjuggumst alveg við að okkur yrði spáð falli en það var kannski svekkjandi hvað fólk og fjölmiðlar vissu lítið um okkur. Við vorum búnir að vera lengi í næstefstu deild en við erum með hörkuflott lið,“ sagði Sævar Atli. „Þú getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu. Við tökum vel á móti öllum og þetta er bara geðveikt sumar.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37