Hlýnun gæti farið út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins á allra næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 00:01 Ummerki eftir fellibylinn Eta sem gekk yfir Hondúras í nóvember í fyrra. WMO gerir ráð fyrir að fellibyljum í Atlantshafi geti fjölgað næstu fimm árin. Vísir/EPA Um 40% líkur eru nú sagðar á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á að minnsta kosti einu ári af næstu fimm samkvæmt nýju mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Líkurnar á að hlýnun fari umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins eru aðeins sagðar munu aukast eftir því sem tíminn líður. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu en stefna að því að hún fari ekki umfram 1,5°C ef nokkur kostur er á. Spá WMO bendir til þess töluverðar líkur séu á að farið verði fram yfir þetta markmið tímabundið strax á næstu fimm árum. Líkurnar á að farið verði yfir 1,5°C markmiðið tímabundið í nánustu framtíð eru sagðar hafa tvöfaldast frá því í mati sem var unnið í fyrra. Ástæðan er þó fyrst og fremst nákvæmari gögn um viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu frekar en skyndileg breyting á loftslagi jarðar. Innan við 10% líkur eru taldar á því að meðalhiti jarðar verði yfir 1,5°C hærri en viðmiðunartímabilið allt fimm ára tímabilið. Afar líklegt er talið að hlýnunin næstu fimm árin verði á bilinu 0,9-1,8°C. Petteri Taalas, forstjóri WMO, segir matið sýna að mannkynið nálgist nú lægra markmið Parísarsamkomulagsins á mælanlegan og miskunnarlaust. „Þetta er enn ein vakningin um að heimurinn þarf á því að halda að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi verði hraðað,“ er haft eftir Taalas í tilkynningu WMO. Hlýrra á nær öllum svæðum jarðar Þá eru taldar 90% líkur á því að í það minnsta eitt ár á tímabilinu 2021 til 2025 verði það hlýjasta frá því að mælingar hófust. Eins og sakir standar er árið 2016 það hlýjasta í mælingarsögunni en þau ár sem síðan eru liðin hafa öll raðað sér í hópi hlýjustu ára sem beinar mælingar ná til. Árið 2020 var meðalhiti jarðar 1,2°C hærri en fyrir iðnbyltinguna og var það eitt af þremur hlýjustu árum frá upphafi mælinga. Í matinu sem Veðurstofa Bretlands vann fyrir WMO er varað við því að aukna líkur séu á því að fellibyljum á Atlantshafi fjölgi miðað við meðaltal áranna 1981-2010. Nærri því öll svæði jarðar, nema hlutar af suðurhöfum og Norður-Atlantshafinu, eru talin verða hlýrri en meðaltal 1981-2010. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi hækkun yfirborðs sjávar, skæðari hitabylgjur, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar sem ógna lífríki jarðar og matvælaöryggis, heilsu, og umhverfi manna. Loftslagsmál Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu en stefna að því að hún fari ekki umfram 1,5°C ef nokkur kostur er á. Spá WMO bendir til þess töluverðar líkur séu á að farið verði fram yfir þetta markmið tímabundið strax á næstu fimm árum. Líkurnar á að farið verði yfir 1,5°C markmiðið tímabundið í nánustu framtíð eru sagðar hafa tvöfaldast frá því í mati sem var unnið í fyrra. Ástæðan er þó fyrst og fremst nákvæmari gögn um viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu frekar en skyndileg breyting á loftslagi jarðar. Innan við 10% líkur eru taldar á því að meðalhiti jarðar verði yfir 1,5°C hærri en viðmiðunartímabilið allt fimm ára tímabilið. Afar líklegt er talið að hlýnunin næstu fimm árin verði á bilinu 0,9-1,8°C. Petteri Taalas, forstjóri WMO, segir matið sýna að mannkynið nálgist nú lægra markmið Parísarsamkomulagsins á mælanlegan og miskunnarlaust. „Þetta er enn ein vakningin um að heimurinn þarf á því að halda að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi verði hraðað,“ er haft eftir Taalas í tilkynningu WMO. Hlýrra á nær öllum svæðum jarðar Þá eru taldar 90% líkur á því að í það minnsta eitt ár á tímabilinu 2021 til 2025 verði það hlýjasta frá því að mælingar hófust. Eins og sakir standar er árið 2016 það hlýjasta í mælingarsögunni en þau ár sem síðan eru liðin hafa öll raðað sér í hópi hlýjustu ára sem beinar mælingar ná til. Árið 2020 var meðalhiti jarðar 1,2°C hærri en fyrir iðnbyltinguna og var það eitt af þremur hlýjustu árum frá upphafi mælinga. Í matinu sem Veðurstofa Bretlands vann fyrir WMO er varað við því að aukna líkur séu á því að fellibyljum á Atlantshafi fjölgi miðað við meðaltal áranna 1981-2010. Nærri því öll svæði jarðar, nema hlutar af suðurhöfum og Norður-Atlantshafinu, eru talin verða hlýrri en meðaltal 1981-2010. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi hækkun yfirborðs sjávar, skæðari hitabylgjur, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar sem ógna lífríki jarðar og matvælaöryggis, heilsu, og umhverfi manna.
Loftslagsmál Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira