Samherji og Kjálkanes áfram með meirihluta í Síldarvinnslunni eftir útboðið Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2021 10:57 Frá athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Norðfjarðarhöfn. Vísir/Einar Samherji hf. og Kjálkanes ehf. eru áfram stærstu hluthafar Síldarvinnslunnar hf. að loknu hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 12. maí. Samanlagt fara félögin með 51,8% hlut í Síldarvinnslunni en hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækisins voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Að loknu útboði hefur Samherji minnkað eignarhlut sinn í Síldarvinnslunni úr 44,64% í 32,6% en er áfram stærsti einstaki hluthafi félagsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, keypti hlutabréf fyrir 60 milljónir króna í útboðinu samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Hlutur Kjálkaness fer úr 34,23% í 19,2% en helstu eigendur félagsins eru Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, og fólk sem tengist honum fjölskylduböndum. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað er áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar. Félagið bætir lítillega við sig og fer úr 10,97% í 11,0% eignarhlut. Eignarhaldsfélagið Snæfugl á nú 4,3% hlut í Síldarvinnslunni eftir útboðið en var með 5,3% eignarhlut. Samherji á 15% hlut í Snæfugli og Björgólfur Jóhannsson 5% hlut. Síldarvinnslan birti nýjan lista yfir stærstu hluthafa félagsins í dag. Hlutabréf seldust fyrir 30 milljarða Hlutabréf í Síldarvinnslunni seldust fyrir 29,7 milljarða í hlutafjárútboði fyrirtækisins en alls skráðu 6.500 fjárfestar og einstaklingar sig fyrir áskrift að hlutabréfum að andvirði um 60 milljarða króna. Var því rúmlega tvölfalt meiri eftirspurn en nam sölu og nýttu seljendur sér heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu um 51 milljón hluta. Í útboðinu voru boðnir til sölu 447,6 milljónir hluta af áður útgefnum hlutum en í heild samþykkti Síldarvinnslan áskriftir fyrir 498,6 milljónir hluta eða 29,3% af hlutafé þess að sögn félagsins. Hlutfallsleg eign 20 stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar eftir útboðið Samherji hf. 32,6% Kjálkanes ehf. 19,2% Samvinnufélag útgerðarm. Neskau 11,0% Gildi - lífeyrissjóður 9,9% Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. 4,3% Almenni lífeyrissjóðurinn 1,4% Hraunlón ehf. 1,0% Snæból ehf. 1,0% Lífeyrissjóður verslunarmanna 0,9% Olíusamlag útvegsmanna Nesk svf 0,8% Stefnir - ÍS 15 0,8% Stefnir - ÍS 5 0,6% A80 ehf. 0,5% Askja fagfjárfestasjóður 0,5% Júpíter rekstrarfélag hf. 0,5% Stapi lífeyrissjóður 0,5% Landsbréf hf. 0,4% Landsbréf - Úrvalsbréf 0,4% Stefnir - Samval 0,3% Lífeyrissjóður bankam Aldursdei 0,3% Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Kauphöllin Síldarvinnslan Tengdar fréttir Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28. apríl 2021 07:01 Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. 12. apríl 2021 22:10 Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Að loknu útboði hefur Samherji minnkað eignarhlut sinn í Síldarvinnslunni úr 44,64% í 32,6% en er áfram stærsti einstaki hluthafi félagsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, keypti hlutabréf fyrir 60 milljónir króna í útboðinu samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Hlutur Kjálkaness fer úr 34,23% í 19,2% en helstu eigendur félagsins eru Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, og fólk sem tengist honum fjölskylduböndum. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað er áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar. Félagið bætir lítillega við sig og fer úr 10,97% í 11,0% eignarhlut. Eignarhaldsfélagið Snæfugl á nú 4,3% hlut í Síldarvinnslunni eftir útboðið en var með 5,3% eignarhlut. Samherji á 15% hlut í Snæfugli og Björgólfur Jóhannsson 5% hlut. Síldarvinnslan birti nýjan lista yfir stærstu hluthafa félagsins í dag. Hlutabréf seldust fyrir 30 milljarða Hlutabréf í Síldarvinnslunni seldust fyrir 29,7 milljarða í hlutafjárútboði fyrirtækisins en alls skráðu 6.500 fjárfestar og einstaklingar sig fyrir áskrift að hlutabréfum að andvirði um 60 milljarða króna. Var því rúmlega tvölfalt meiri eftirspurn en nam sölu og nýttu seljendur sér heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu um 51 milljón hluta. Í útboðinu voru boðnir til sölu 447,6 milljónir hluta af áður útgefnum hlutum en í heild samþykkti Síldarvinnslan áskriftir fyrir 498,6 milljónir hluta eða 29,3% af hlutafé þess að sögn félagsins. Hlutfallsleg eign 20 stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar eftir útboðið Samherji hf. 32,6% Kjálkanes ehf. 19,2% Samvinnufélag útgerðarm. Neskau 11,0% Gildi - lífeyrissjóður 9,9% Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. 4,3% Almenni lífeyrissjóðurinn 1,4% Hraunlón ehf. 1,0% Snæból ehf. 1,0% Lífeyrissjóður verslunarmanna 0,9% Olíusamlag útvegsmanna Nesk svf 0,8% Stefnir - ÍS 15 0,8% Stefnir - ÍS 5 0,6% A80 ehf. 0,5% Askja fagfjárfestasjóður 0,5% Júpíter rekstrarfélag hf. 0,5% Stapi lífeyrissjóður 0,5% Landsbréf hf. 0,4% Landsbréf - Úrvalsbréf 0,4% Stefnir - Samval 0,3% Lífeyrissjóður bankam Aldursdei 0,3% Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Kauphöllin Síldarvinnslan Tengdar fréttir Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28. apríl 2021 07:01 Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. 12. apríl 2021 22:10 Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28. apríl 2021 07:01
Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. 12. apríl 2021 22:10
Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31