Konur verða sjálfar að ákveða sig: „Þannig er nú bara með margt í lífinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 12:20 Konur verða sjálfar að ákveða hvort þær þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir konur yngri en 55 ára sem þegar hafa fengið fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca verða að ákveða það sjálfar hvort þær þiggja seinni skammtinn eða vilja fá annað bóluefni. Þetta kom fram á upplýsingafundinum um stöðu kórónuveirufaraldursins í morgun. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gefa konum undir 55 ára önnur bóluefni en AstraZeneca, þar sem þær eru í meiri áhættu en aðrir að fá sjaldgæfa aukaverkun sem felur í sér hættulegan blóðsega, það er að segja blóðtappa. Þegar ákvörðunin var tekin hafði nokkur fjöldi hins vegar þegar verið bólusettur með bóluefninu frá AstraZeneca. Borið hefur á því að konur séu óvissar um hvað sé best að gera; bæði eru þær uggandi vegna mögulegra aukaverkana en einnig vegna áhyggja af því að erlend ríki muni ekki taka bólusetningarvottorð gild ef fólk hefur verið bólusett með tveimur mismunandi bóluefnum. „Leiðbeiningarnar frá okkur hafa verið alveg skýrar; að því leytinu til að fólk verður að ákveða þetta sjálft,“ svaraði Þórólfur, spurður um ráðleggingar. „Við höfum sagt að fólk getur ákveðið sjálft og það eru margir sem vilja fá AstraZeneca bóluefnið aftur. Ef fólk vill ekki fá AstraZeneca bóluefnið þá getur það fengið önnur bóluefni. Þannig að leiðbeiningarnar frá okkur geta ekki verið skýrari,“ sagði hann. „Við erum ekki að hvetja fólk til að annað hvort fá AstraZeneca bóluefnið eða hin bóluefnin. Það kann að vera að fólki finnist óþægilegt að taka ákvörðun um þetta sjálft en þannig er nú bara með margt í lífinu.“ Þórólfur vísaði til fyrri orða sinna á fundinum en hann hafði áður greint frá því að aukaverkanir væru enn fátíðari eftir seinni sprautu en þá fyrri. Hann sagðist ekki vilja ráðleggja neinum sérstaklega en ef fólk hefði ekki fyndið fyrir neinum óþægindum eða aukaverkunum eftir fyrri skammtinn þætti honum eðlilegt að fólk fengi seinni skammtinn. „En það kann vel að vera að það séu alls konar ástæður fyrir því að fólk hafi áhyggjur og þá getur það valið hin bóluefnin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundinum um stöðu kórónuveirufaraldursins í morgun. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gefa konum undir 55 ára önnur bóluefni en AstraZeneca, þar sem þær eru í meiri áhættu en aðrir að fá sjaldgæfa aukaverkun sem felur í sér hættulegan blóðsega, það er að segja blóðtappa. Þegar ákvörðunin var tekin hafði nokkur fjöldi hins vegar þegar verið bólusettur með bóluefninu frá AstraZeneca. Borið hefur á því að konur séu óvissar um hvað sé best að gera; bæði eru þær uggandi vegna mögulegra aukaverkana en einnig vegna áhyggja af því að erlend ríki muni ekki taka bólusetningarvottorð gild ef fólk hefur verið bólusett með tveimur mismunandi bóluefnum. „Leiðbeiningarnar frá okkur hafa verið alveg skýrar; að því leytinu til að fólk verður að ákveða þetta sjálft,“ svaraði Þórólfur, spurður um ráðleggingar. „Við höfum sagt að fólk getur ákveðið sjálft og það eru margir sem vilja fá AstraZeneca bóluefnið aftur. Ef fólk vill ekki fá AstraZeneca bóluefnið þá getur það fengið önnur bóluefni. Þannig að leiðbeiningarnar frá okkur geta ekki verið skýrari,“ sagði hann. „Við erum ekki að hvetja fólk til að annað hvort fá AstraZeneca bóluefnið eða hin bóluefnin. Það kann að vera að fólki finnist óþægilegt að taka ákvörðun um þetta sjálft en þannig er nú bara með margt í lífinu.“ Þórólfur vísaði til fyrri orða sinna á fundinum en hann hafði áður greint frá því að aukaverkanir væru enn fátíðari eftir seinni sprautu en þá fyrri. Hann sagðist ekki vilja ráðleggja neinum sérstaklega en ef fólk hefði ekki fyndið fyrir neinum óþægindum eða aukaverkunum eftir fyrri skammtinn þætti honum eðlilegt að fólk fengi seinni skammtinn. „En það kann vel að vera að það séu alls konar ástæður fyrir því að fólk hafi áhyggjur og þá getur það valið hin bóluefnin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira