Úrslitakeppnin klár eftir kvöldið: Fimm lið geta enn lent í klóm Hauka Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 14:00 Valur og KA mætast í 8-liða úrslitum ef staða liðanna í Olís-deildinni breytist ekki í kvöld. Ef Valur endar ofar mætast liðin á Akureyri á mánudag eða þriðjudag, og svo í Reykjavík næsta fimmtudag eða föstudag. vísir/Elín Björg Deildarmeistarar Hauka hafa verið krýndir og Þór og ÍR þurfa að leika í næstefstu deild á næstu leiktíð. Hins vegar er ýmislegt óráðið fyrir lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta sem fer fram í kvöld. Úrslitakeppnin er handan við hornið en hún hefst strax á mánudagskvöld. Átta liða úrslitin verða kláruð í næstu viku og að þessu sinni, vegna þess hve mótið tafðist vegna kórónuveirufaraldursins, verður leikið með nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppninni. Notast verður við sama fyrirkomulag og í Evrópukeppnum, þar sem liðin mætast í tveimur leikjum (heima og að heiman) og samanlögð úrslit gilda. Ef liðin enda jöfn vinnur það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli, og ef úrslit urðu þau nákvæmlega sömu í báðum leikjum ráðast úrslitin í vítakastkeppni. Það er ljóst að Haukar og FH enda í tveimur efstu sætunum en röðun liðanna í 3.-8. sæti ræðst í kvöld. Fram og Grótta hafa að engu að keppa í 9. og 10. sæti. Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss Staðan í Olís-deild karla fyrir lokaumferðina í kvöld. Fyrir lokaumferðina er vert að fara yfir mögulega lokaniðurstöðu liðanna átta sem eru á leið í úrslitakeppnina. Ef engar breytingar verða á stöðunni í kvöld munu eftirfarandi lið mætast í 8-liða úrslitum í næstu viku: Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA Haukar (1. sæti, 37 stig) Búnir að vinna deildarmeistaratitilinn og mæta liðinu í 8. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA eða Val. FH (2. sæti, 28 stig) FH-ingar enda í 2. sæti og mæta liðinu í 7. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA, Val eða Stjörnunni. Stjarnan (3. sæti, 25 stig) Stjörnumenn enda í 3. sæti með sigri á Fram og mæta liðinu í 6. sæti; Val, KA, Selfossi, ÍBV eða Aftureldingu. Þeir geta enn dregist alla leið niður í 7. sæti. Valur (4. sæti, 25 stig) Valsmenn geta náð 3. sæti ef þeir ná betri úrslitum en Stjarnan í kvöld. Ef liðin enda jöfn að stigum endar Stjarnan ofar á betri innbyrðis úrslitum. Valur getur dregist niður í 7. sæti, og jafnvel 8. sæti ef að liðið tapar með tíu marka mun gegn Aftureldingu. KA (5. sæti, 24 stig) KA getur komist upp í 3. sæti með sigri á Þór, en aðeins ef Stjarnan og Valur tapa. Ef KA, Selfoss og ÍBV enda jöfn endar KA efst þeirra. KA og Selfoss gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum og endi þau ein jöfn ræður heildarmarkatala, þar sem KA er með fimm mörkum betri markatölu fyrir leiki kvöldsins. KA getur dregist alla leið niður í 8. sæti. Selfoss (6. sæti, 25 stig) Selfoss getur náð 3. sæti en þarf þá að treysta á að Stjarnan, Valur og KA vinni ekki. Selfyssingar geta dregist niður um sæti, jafnvel alla leið í 8. sæti. ÍBV (7. sæti, 24 stig) Eyjamenn eru með verri innbyrðis úrslit gegn bæði Selfossi og KA. Þeir geta enn fræðilega séð endað hvar sem er á milli 3. og 8. sætis. Afturelding (8. sæti, 23 stig) Eina von Aftureldingar um að sleppa við að mæta Haukum í 8-liða úrslitum felst í að vinna Val í kvöld. Með sigri er ekki hægt að útiloka að Afturelding endi jafnvel í 3. sæti þó að það sé afar ólíklegt. Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Úrslitakeppnin er handan við hornið en hún hefst strax á mánudagskvöld. Átta liða úrslitin verða kláruð í næstu viku og að þessu sinni, vegna þess hve mótið tafðist vegna kórónuveirufaraldursins, verður leikið með nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppninni. Notast verður við sama fyrirkomulag og í Evrópukeppnum, þar sem liðin mætast í tveimur leikjum (heima og að heiman) og samanlögð úrslit gilda. Ef liðin enda jöfn vinnur það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli, og ef úrslit urðu þau nákvæmlega sömu í báðum leikjum ráðast úrslitin í vítakastkeppni. Það er ljóst að Haukar og FH enda í tveimur efstu sætunum en röðun liðanna í 3.-8. sæti ræðst í kvöld. Fram og Grótta hafa að engu að keppa í 9. og 10. sæti. Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss Staðan í Olís-deild karla fyrir lokaumferðina í kvöld. Fyrir lokaumferðina er vert að fara yfir mögulega lokaniðurstöðu liðanna átta sem eru á leið í úrslitakeppnina. Ef engar breytingar verða á stöðunni í kvöld munu eftirfarandi lið mætast í 8-liða úrslitum í næstu viku: Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA Haukar (1. sæti, 37 stig) Búnir að vinna deildarmeistaratitilinn og mæta liðinu í 8. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA eða Val. FH (2. sæti, 28 stig) FH-ingar enda í 2. sæti og mæta liðinu í 7. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA, Val eða Stjörnunni. Stjarnan (3. sæti, 25 stig) Stjörnumenn enda í 3. sæti með sigri á Fram og mæta liðinu í 6. sæti; Val, KA, Selfossi, ÍBV eða Aftureldingu. Þeir geta enn dregist alla leið niður í 7. sæti. Valur (4. sæti, 25 stig) Valsmenn geta náð 3. sæti ef þeir ná betri úrslitum en Stjarnan í kvöld. Ef liðin enda jöfn að stigum endar Stjarnan ofar á betri innbyrðis úrslitum. Valur getur dregist niður í 7. sæti, og jafnvel 8. sæti ef að liðið tapar með tíu marka mun gegn Aftureldingu. KA (5. sæti, 24 stig) KA getur komist upp í 3. sæti með sigri á Þór, en aðeins ef Stjarnan og Valur tapa. Ef KA, Selfoss og ÍBV enda jöfn endar KA efst þeirra. KA og Selfoss gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum og endi þau ein jöfn ræður heildarmarkatala, þar sem KA er með fimm mörkum betri markatölu fyrir leiki kvöldsins. KA getur dregist alla leið niður í 8. sæti. Selfoss (6. sæti, 25 stig) Selfoss getur náð 3. sæti en þarf þá að treysta á að Stjarnan, Valur og KA vinni ekki. Selfyssingar geta dregist niður um sæti, jafnvel alla leið í 8. sæti. ÍBV (7. sæti, 24 stig) Eyjamenn eru með verri innbyrðis úrslit gegn bæði Selfossi og KA. Þeir geta enn fræðilega séð endað hvar sem er á milli 3. og 8. sætis. Afturelding (8. sæti, 23 stig) Eina von Aftureldingar um að sleppa við að mæta Haukum í 8-liða úrslitum felst í að vinna Val í kvöld. Með sigri er ekki hægt að útiloka að Afturelding endi jafnvel í 3. sæti þó að það sé afar ólíklegt.
Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss
Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA
Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira