Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 15:52 Frá líkvöku Ölmu Barragán, sem myrt var á þriðjudaginn. AP/Armando Solis Minnst 34 frambjóðendur í komandi kosningum í Mexíkó hafa verið myrtir á undanförnum dögum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir glæpagengi vera að myrða frambjóðendur til að hræða fólk frá því að taka þátt í kosningunum, sem haldnar verða þann 6. júní. Nú síðast var Alma Barragán, sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra í Moroleón, myrt á þriðjudaginn. Moroleón er í Guanajuato-héraði þar sem glæpagengi hafa valdið miklum usla undanfarin ár. Það sem af er þessu ári hafa nærri því 1.300 morð verið fram í Guanajuato, svo vitað sé, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir eftirlitsaðilum í Mexíkó að alls 88 stjórnmálamenn hafa verið myrta frá því kosningaferlið hófst í september. Af öllum þeim 88 morðum hafa handtökur átt sér stað vegna þriggja þeirra. Barragán birti myndband á Facebooksíðu sinni þar sem hún sagði hvar hún var og hvatti kjósendur til að koma og ræða við sig. Skömmu seinna var hún skotin til bana. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja glæpagengi Mexíkó vilja frambjóðendur sem eru hliðhollir þeim í ráðhúsum Mexíkó. Þannig geti þeir sloppið við afskipti lögreglunnar og kúgað fé frá fyrirtækjum og hinu opinbera. AFP segir að rúmlega 150 stjórnmálamenn hafi verið myrtir í forsetakosningunum 2018. Nú stendur til að kjósa þingmenn, fimmtán ríkisstjóra og þúsundir sveitarstjórnarmanna. Frambjóðandi segist ítrekað fá hótanir Blaðamaður fréttaveitunnar ræddi við Julio Gonzales, sem hefur boðið sig fram til borgarstjóra Dolores Hidalgo, sem einnig er í Guanajuato. Þetta er í annað sinn sem hann býður sig fram og hann segist ítrekað fá hótanir. Hann segist hafa verið eltur af vopnuðum mönnum og að bensínsprengjum hafi verið kastað að húsi hans. Gonzales segist þó hvergi banginn og hann muni ekki hætta aðkomu sinni að pólitík. Mexíkó Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Nú síðast var Alma Barragán, sem hafði boðið sig fram til borgarstjóra í Moroleón, myrt á þriðjudaginn. Moroleón er í Guanajuato-héraði þar sem glæpagengi hafa valdið miklum usla undanfarin ár. Það sem af er þessu ári hafa nærri því 1.300 morð verið fram í Guanajuato, svo vitað sé, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir eftirlitsaðilum í Mexíkó að alls 88 stjórnmálamenn hafa verið myrta frá því kosningaferlið hófst í september. Af öllum þeim 88 morðum hafa handtökur átt sér stað vegna þriggja þeirra. Barragán birti myndband á Facebooksíðu sinni þar sem hún sagði hvar hún var og hvatti kjósendur til að koma og ræða við sig. Skömmu seinna var hún skotin til bana. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja glæpagengi Mexíkó vilja frambjóðendur sem eru hliðhollir þeim í ráðhúsum Mexíkó. Þannig geti þeir sloppið við afskipti lögreglunnar og kúgað fé frá fyrirtækjum og hinu opinbera. AFP segir að rúmlega 150 stjórnmálamenn hafi verið myrtir í forsetakosningunum 2018. Nú stendur til að kjósa þingmenn, fimmtán ríkisstjóra og þúsundir sveitarstjórnarmanna. Frambjóðandi segist ítrekað fá hótanir Blaðamaður fréttaveitunnar ræddi við Julio Gonzales, sem hefur boðið sig fram til borgarstjóra Dolores Hidalgo, sem einnig er í Guanajuato. Þetta er í annað sinn sem hann býður sig fram og hann segist ítrekað fá hótanir. Hann segist hafa verið eltur af vopnuðum mönnum og að bensínsprengjum hafi verið kastað að húsi hans. Gonzales segist þó hvergi banginn og hann muni ekki hætta aðkomu sinni að pólitík.
Mexíkó Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira