Kínverjar bregðast snúðugir við rannsókn Biden Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 18:13 Tilgáta er um að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafði fyrst borist í menn í mögulegum leka á rannsóknarstofu Veirufræðistofnunar Wuhan veturinn 2019. Vísir/EPA Ákvörðun Joes Biden Bandaríkjaforseta um að fela leyniþjónustunni að rannsaka frekar uppruna kórónuveirufaraldursins hefur farið öfugt ofan í kínverska ráðamenn í dag. Þeir vísa tilgátum um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknarstofnu fyrir mistök á bug. Utanríkisráðuneyti kommúnistastjórnarinnar í Kína sakaði Bandaríkjastjórn um „pólitískar falsanir“ og að reyna að skella skuldinni á aðra eftir að Biden tilkynnti í gær að hann hefði gefið bandarísku leyniþjónustunni fyrirmæli um að rannsaka hvort að veiran hefði fyrst borist úr dýrum í menn, eins og almennt hefur verið talið, eða hvort að hún kunni að hafa sloppið óvart út af rannsóknarstofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan þar sem faraldurinn skaut fyrst upp kollinum í desember árið 2019. Sérfræðingar hafa fram að þessu talið líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn á náttúrulegan hátt, mögulega á markaði með dýr í Wuhan. Engar vísbendingar hafa fundist sem styðja samsæriskenningar um að veiran hafi verið „hönnuð“ af mönnum og henni sleppt viljandi. Vegna ógegnsæis og einstrengingsháttar kínverskra stjórnvalda hefur þó ekki verið hægt að útiloka að veiran kunni að hafa borist fyrst í menn vegna leka á rannsóknarstofunni þar sem kórónuveirur í leðurblökum eru meðal annars rannsakaðar. Því hafna kínversk stjórnvöld alfarið en hafa engu að síður ekki viljað veita erlendum sérfræðingum fullan aðgang til að rekja uppruna veirunnar. Tilgátan um leka frá rannsóknarstofunni hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið vegna umfjöllunar bandarískra fjölmiðla um að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember árið 2019, nokkrum vikum áður en kínversk stjórnvöld viðurkenndu fyrst að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru geisaði í Wuhan. Segja Bandaríkjastjórn ekki hafa áhuga á sannleikanum Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði rannsókn Bandaríkjastjórnar sýna að henni stæði á sama um staðreyndir og sannleikann og að hún hefði engan áhuga á alvörugefinni og vísindalegri rannsókn á uppruna faraldursins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið hennar er að nota faraldurinn til þess að smána, stunda pólitískar falsanir og skella skuldinni á aðra,“ sagði hann. Niðurstaða rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem kínverskir vísindamenn tóku þátt í var að „afar ólíklegt“ væri að veiran hefði borist frá rannsóknarstofu. Talsmaður stofnunarinnar segir að frekari rannsókna sé þörf á upptökum faraldursins. Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Utanríkisráðuneyti kommúnistastjórnarinnar í Kína sakaði Bandaríkjastjórn um „pólitískar falsanir“ og að reyna að skella skuldinni á aðra eftir að Biden tilkynnti í gær að hann hefði gefið bandarísku leyniþjónustunni fyrirmæli um að rannsaka hvort að veiran hefði fyrst borist úr dýrum í menn, eins og almennt hefur verið talið, eða hvort að hún kunni að hafa sloppið óvart út af rannsóknarstofu Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan þar sem faraldurinn skaut fyrst upp kollinum í desember árið 2019. Sérfræðingar hafa fram að þessu talið líklegast að veiran hafi borist úr dýrum í menn á náttúrulegan hátt, mögulega á markaði með dýr í Wuhan. Engar vísbendingar hafa fundist sem styðja samsæriskenningar um að veiran hafi verið „hönnuð“ af mönnum og henni sleppt viljandi. Vegna ógegnsæis og einstrengingsháttar kínverskra stjórnvalda hefur þó ekki verið hægt að útiloka að veiran kunni að hafa borist fyrst í menn vegna leka á rannsóknarstofunni þar sem kórónuveirur í leðurblökum eru meðal annars rannsakaðar. Því hafna kínversk stjórnvöld alfarið en hafa engu að síður ekki viljað veita erlendum sérfræðingum fullan aðgang til að rekja uppruna veirunnar. Tilgátan um leka frá rannsóknarstofunni hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið vegna umfjöllunar bandarískra fjölmiðla um að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember árið 2019, nokkrum vikum áður en kínversk stjórnvöld viðurkenndu fyrst að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru geisaði í Wuhan. Segja Bandaríkjastjórn ekki hafa áhuga á sannleikanum Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði rannsókn Bandaríkjastjórnar sýna að henni stæði á sama um staðreyndir og sannleikann og að hún hefði engan áhuga á alvörugefinni og vísindalegri rannsókn á uppruna faraldursins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið hennar er að nota faraldurinn til þess að smána, stunda pólitískar falsanir og skella skuldinni á aðra,“ sagði hann. Niðurstaða rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem kínverskir vísindamenn tóku þátt í var að „afar ólíklegt“ væri að veiran hefði borist frá rannsóknarstofu. Talsmaður stofnunarinnar segir að frekari rannsókna sé þörf á upptökum faraldursins.
Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira