Snorri Steinn: Erum frekar í meðvindi en mótvindi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2021 22:15 Strákarnir hans Snorra Steins Guðjónssonar hefja leik í úrslitakeppninni gegn KA á þriðjudaginn. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Aftureldingu og að ná 3. sæti Olís-deildarinnar. Hann kveðst nokkuð brattur fyrir úrslitakeppnina. „Ég er mjög sáttur og fannst við gera þetta vel. Eflaust bar þessi leikur þess merki að það er stutt í úrslitakeppnina en mér fannst við samt leggja vel í þetta og ég rúllaði mikið á liðinu. Ég fékk það sem ég vildi út úr leiknum. Ég vildi vinna og fá góða frammistöðu,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn í Mosfellsbænum. Liðsheildin hjá Val var öflug í leiknum í kvöld og margir lögðu í púkkið. „Það var meðvitað fyrir þessa tvo síðustu leiki. Við ætluðum að vinna þá en þeir þróuðust þannig að ég gat rúllað á liðinu. Við í þjálfarateyminu töldum mikilvægt að spila á mörgum mönnum og leyfa sem flestum sem að komast í sem mestan takt fyrir framhaldið,“ sagði Snorri. Í átta liða úrslitunum mætir Valur KA sem endaði í 6. sæti deildarinnar. „Mér líst vel á það. Það verður geggjað að fara norður, sérstaklega þegar búið er að leyfa áhorfendur. Það er yfirleitt sturluð stemmning þar. Það er gott að fara að byrja þessa úrslitakeppni. Þetta hefur verið langur vetur og erfiður á margan hátt,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn séu nú komnir á beinu brautina og haldi sér á henni. „Miðað við oft í vetur erum við frekar í meðvindi en mótvindi. Þetta hefur verið í báðar áttir hjá okkur og það er ekkert leyndarmál að stöðugleikann hefur skort. Ég hef ekki verið ánægður með það og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki ofar en í 3. sæti,“ sagði Snorri. „Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið og er ánægður með stöðuna á meiðslunum hjá okkur. Það hefur verið bras á því í vetur en það horfir til betri vegar hvað það varðar og það er mjög jákvætt fyrir úrslitakeppnina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
„Ég er mjög sáttur og fannst við gera þetta vel. Eflaust bar þessi leikur þess merki að það er stutt í úrslitakeppnina en mér fannst við samt leggja vel í þetta og ég rúllaði mikið á liðinu. Ég fékk það sem ég vildi út úr leiknum. Ég vildi vinna og fá góða frammistöðu,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn í Mosfellsbænum. Liðsheildin hjá Val var öflug í leiknum í kvöld og margir lögðu í púkkið. „Það var meðvitað fyrir þessa tvo síðustu leiki. Við ætluðum að vinna þá en þeir þróuðust þannig að ég gat rúllað á liðinu. Við í þjálfarateyminu töldum mikilvægt að spila á mörgum mönnum og leyfa sem flestum sem að komast í sem mestan takt fyrir framhaldið,“ sagði Snorri. Í átta liða úrslitunum mætir Valur KA sem endaði í 6. sæti deildarinnar. „Mér líst vel á það. Það verður geggjað að fara norður, sérstaklega þegar búið er að leyfa áhorfendur. Það er yfirleitt sturluð stemmning þar. Það er gott að fara að byrja þessa úrslitakeppni. Þetta hefur verið langur vetur og erfiður á margan hátt,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn séu nú komnir á beinu brautina og haldi sér á henni. „Miðað við oft í vetur erum við frekar í meðvindi en mótvindi. Þetta hefur verið í báðar áttir hjá okkur og það er ekkert leyndarmál að stöðugleikann hefur skort. Ég hef ekki verið ánægður með það og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki ofar en í 3. sæti,“ sagði Snorri. „Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið og er ánægður með stöðuna á meiðslunum hjá okkur. Það hefur verið bras á því í vetur en það horfir til betri vegar hvað það varðar og það er mjög jákvætt fyrir úrslitakeppnina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn