Viðurkenna ábyrgð á þjóðarmorði í Namibíu Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2021 09:00 Frá minningarathöfn um fórnarlömb þjóðarmorðanna í Namibíu á nýlendutíma Þjóðverja sem fram fór í Berlín árið 2011. AP Þýsk stjórnvöld hafa í fyrsta skipti viðurkennt formlega að hafa borið ábyrgð á þjóðarmorði í Namibíu á nýlendutíma sínum. Þjóðverjar hafa sömuleiðis samþykkt að greiða Namibíumönnum fjárhagslegar bætur vegna málsins. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas sagðist í morgun viðurkenna drápin sem þjóðarmorð. „Í ljósi sögulegrar og siðferðislegrar ábyrgðar Þýskalands, munum við óska eftir fyrirgefningu Namibíu og afkomendum fórnarlambanna,“ sagði Maas, að því er fram kemur í frétt BBC. Þýskir nýlendumenn stráfelldu tugi þúsunda af þjóðflokkum Herero- og Namamanna í Namibíu á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar. Maas sagði að þýsk stjórnvöld myndu styðja við þróun Namibíu með stuðningsáætlun til næstu þrjátíu ára. Um 1,1 milljörðum evra, um 162 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag, verður varið í áætlunina sem ætlað er til stuðnings uppbyggingu innviða, heilbrigðismála og fleira. BBC segir frá því að leiðtogar sumra þjóðarbrota í Namibíu hafi neitað að lýsa yfir stuðningi við samkomulagið við Þjóðverja. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas.AP Drápin hófust 1904 Viðræður Þjóðverja og Namibíumanna um málið hafa staðið síðustu fimm árin, en nýlendutími Þýskalands í Namibíu stóð frá 1884 til 1915. Fjöldamorðin hófust árið 1904 eftir uppreisn Herero og Namafólks í kjölfar landtöku Þjóðverja, en margir hafa lýst morðum Þjóðverja í Namibíu sem „hinu gleymda þjóðarmorði“. Ekki eru til neinar opinberar tölur um fjölda þeirra sem létu lífið, en ljóst þykir að um hafi verið að ræða tugi þúsunda sem leiddi til gríðarlegrar fækkunar Herero og Namafólks. Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að búist sé við að sérstök yfirlýsing verði undirrituð af þýska utanríkisráðherranum í namibísku höfuðborginni Windhoek í næstu viku og hún tekin til meðferðar og svo staðfest af þjóðþingum ríkjanna að því loknu. Þá er reiknað með að Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, haldi til Namibíu til að biðjast opinberlega afsökunar á málinu fyrir hönd þýsku þjóðarinnar. Þýskaland Namibía Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas sagðist í morgun viðurkenna drápin sem þjóðarmorð. „Í ljósi sögulegrar og siðferðislegrar ábyrgðar Þýskalands, munum við óska eftir fyrirgefningu Namibíu og afkomendum fórnarlambanna,“ sagði Maas, að því er fram kemur í frétt BBC. Þýskir nýlendumenn stráfelldu tugi þúsunda af þjóðflokkum Herero- og Namamanna í Namibíu á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar. Maas sagði að þýsk stjórnvöld myndu styðja við þróun Namibíu með stuðningsáætlun til næstu þrjátíu ára. Um 1,1 milljörðum evra, um 162 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag, verður varið í áætlunina sem ætlað er til stuðnings uppbyggingu innviða, heilbrigðismála og fleira. BBC segir frá því að leiðtogar sumra þjóðarbrota í Namibíu hafi neitað að lýsa yfir stuðningi við samkomulagið við Þjóðverja. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas.AP Drápin hófust 1904 Viðræður Þjóðverja og Namibíumanna um málið hafa staðið síðustu fimm árin, en nýlendutími Þýskalands í Namibíu stóð frá 1884 til 1915. Fjöldamorðin hófust árið 1904 eftir uppreisn Herero og Namafólks í kjölfar landtöku Þjóðverja, en margir hafa lýst morðum Þjóðverja í Namibíu sem „hinu gleymda þjóðarmorði“. Ekki eru til neinar opinberar tölur um fjölda þeirra sem létu lífið, en ljóst þykir að um hafi verið að ræða tugi þúsunda sem leiddi til gríðarlegrar fækkunar Herero og Namafólks. Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að búist sé við að sérstök yfirlýsing verði undirrituð af þýska utanríkisráðherranum í namibísku höfuðborginni Windhoek í næstu viku og hún tekin til meðferðar og svo staðfest af þjóðþingum ríkjanna að því loknu. Þá er reiknað með að Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, haldi til Namibíu til að biðjast opinberlega afsökunar á málinu fyrir hönd þýsku þjóðarinnar.
Þýskaland Namibía Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira