Gagnrýna manneklu á sjúkrahúsum og seinagang stjórnkerfisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2021 10:46 Félag sjúkrahúslækna segir óvissu um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks hafa áhrif á störf þeirra dag hvern. Vísir/Vilhelm Félag sjúkrahúslækna segir að álag á starfsstéttinni sé óviðunandi. Fjöldi lækna sem starfi á sjúkrahúsum landsins sé ekki ásættanlegur og tryggja þurfi eðlilegt framboð sjúkrarúma sömuleiðis. Þá ályktaði félagið um úrbætur á réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, sem félagið segir ekki nógu skýra. Þetta segir í annarri ályktun félagsins, sem hélt aðalfund sinn í gær. Þá var kjörið í stjórn á fundinum, en hvorki María I. Gunnbjörnsdóttir, formaður, né Ólafur H. Samúelsson, gjaldkeri, gáfu kost á sér til endurkjörs. „[Félagið] hvetur stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir til þess að tryggja að mönnun lækna sé fullnægjandi svo starfsálag sé ásættanlegt. Starfsumhverfi lækna þarf að styðja við fagleg vinnubrögð þannig að öryggi sjúklinga sé ávallt í öndvegi,“ segir í ályktun félagsins. „Óviðunandi álag á vinnustað getur haft neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna og leitt til skertrar starfsgetu. Til að tryggja öryggi á vinnustað er einnig mikilvægt að tryggja eðlilegt framboð sjúkrarúma og þar með lækka meðalnýtingu þeirra til samræmis við þær þjóðir sem við berum okkur saman við.“ Gagnrýna seinagang í stjórnkerfinu Félagið segir í annarri ályktun, um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, að tryggja þurfi hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins. Þá sé réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks ekki nógu skýr. „Eftir alvarlegt atvik á Landspítalanum árið 2012 var heilbrigðisstarfsmaður í fyrsta skipti á Íslandi ákærður fyrir andlát sjúklings. Umræddur starfsmaður var á endanum sýknaður, en afleiðingar þessarar ákæru hafa enn í dag áhrif á daglegt líf starfsmanna á Landspítalanum,“ segir í ályktuninni. Í kjölfar málsins var starfshópur stofnaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins og var hlutverk hans að stuðla að úrbótum í málum sem þessum innan heilbrigðiskerfisins. „Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins skilaði sínum tillögum árið 2015 en í þeim er óskað eftir talsverðum úrbótum á þessum málaflokki. Í dag, sex árum síðar, hafa engar úrbætur orðið á réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í ályktuninni. Félagið segir seinaganginn í stjórnkerfinu, sem sjáist í þessu máli, óásættanlegan. „Það er krafa Félags sjúkrahúslækna að strax verði gengið í nauðsynlegar úrbætur til að tryggja hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins og að réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð.“ Nýr formaður, gjaldkeri og ritari kjörinn Á aðalfundinum var einnig kjörið í embætti formanns og gjaldkera, eins og áður segir. Theódór Skúli Sigurðsson var kjörinn formaður og Valgerður Rúnarsdóttir var kjörin gjaldkeri, bæði til tveggja ára. Theódór hefur setið í stjórn félagsins frá aðalfundi 2020, þar sem hann var kjörinn ritari, og þurfti því að kjósa nýjan ritara í hans stað. Margrét Dís Óskarsdóttir var kjörin ritari og mun hún sinna því starfi í eitt ár. Í stjórn félagsins sitja nú Theódór Skúli, formaður, Hjörtur Fr. Hjartarson, varaformaður, Valgerður Rúnarsdóttir, gjaldkeri, Margrét Dís Óskarsdóttir, ritari, og Ragnheiður Baldursdóttir, meðstjórnandi. Heilbrigðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Þetta segir í annarri ályktun félagsins, sem hélt aðalfund sinn í gær. Þá var kjörið í stjórn á fundinum, en hvorki María I. Gunnbjörnsdóttir, formaður, né Ólafur H. Samúelsson, gjaldkeri, gáfu kost á sér til endurkjörs. „[Félagið] hvetur stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir til þess að tryggja að mönnun lækna sé fullnægjandi svo starfsálag sé ásættanlegt. Starfsumhverfi lækna þarf að styðja við fagleg vinnubrögð þannig að öryggi sjúklinga sé ávallt í öndvegi,“ segir í ályktun félagsins. „Óviðunandi álag á vinnustað getur haft neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna og leitt til skertrar starfsgetu. Til að tryggja öryggi á vinnustað er einnig mikilvægt að tryggja eðlilegt framboð sjúkrarúma og þar með lækka meðalnýtingu þeirra til samræmis við þær þjóðir sem við berum okkur saman við.“ Gagnrýna seinagang í stjórnkerfinu Félagið segir í annarri ályktun, um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, að tryggja þurfi hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins. Þá sé réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks ekki nógu skýr. „Eftir alvarlegt atvik á Landspítalanum árið 2012 var heilbrigðisstarfsmaður í fyrsta skipti á Íslandi ákærður fyrir andlát sjúklings. Umræddur starfsmaður var á endanum sýknaður, en afleiðingar þessarar ákæru hafa enn í dag áhrif á daglegt líf starfsmanna á Landspítalanum,“ segir í ályktuninni. Í kjölfar málsins var starfshópur stofnaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins og var hlutverk hans að stuðla að úrbótum í málum sem þessum innan heilbrigðiskerfisins. „Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins skilaði sínum tillögum árið 2015 en í þeim er óskað eftir talsverðum úrbótum á þessum málaflokki. Í dag, sex árum síðar, hafa engar úrbætur orðið á réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í ályktuninni. Félagið segir seinaganginn í stjórnkerfinu, sem sjáist í þessu máli, óásættanlegan. „Það er krafa Félags sjúkrahúslækna að strax verði gengið í nauðsynlegar úrbætur til að tryggja hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins og að réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð.“ Nýr formaður, gjaldkeri og ritari kjörinn Á aðalfundinum var einnig kjörið í embætti formanns og gjaldkera, eins og áður segir. Theódór Skúli Sigurðsson var kjörinn formaður og Valgerður Rúnarsdóttir var kjörin gjaldkeri, bæði til tveggja ára. Theódór hefur setið í stjórn félagsins frá aðalfundi 2020, þar sem hann var kjörinn ritari, og þurfti því að kjósa nýjan ritara í hans stað. Margrét Dís Óskarsdóttir var kjörin ritari og mun hún sinna því starfi í eitt ár. Í stjórn félagsins sitja nú Theódór Skúli, formaður, Hjörtur Fr. Hjartarson, varaformaður, Valgerður Rúnarsdóttir, gjaldkeri, Margrét Dís Óskarsdóttir, ritari, og Ragnheiður Baldursdóttir, meðstjórnandi.
Heilbrigðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira