Langri bið eða ævintýri þýsks höfundar lýkur á Drekavöllum Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2021 09:00 Leikmenn Manchester City eða Chelsea munu hafa ástæðu til að fagna í kvöld. Getty Chelsea getur fullkomnað hreint út sagt ævintýralega fjóra mánuði, eftir handriti Þjóðverjans Thomas Tüchel, og Manchester City getur uppfyllt langþráðan draum, þegar liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Portúgal í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkutíma fyrr. Leikurinn var færður frá Istanbúl til Porto vegna kórónuveirufaraldursins, og munu 16.500 manns fá að mæta á Drekavelli til að sjá Evrópumeistara krýnda. Þrátt fyrir alla sína velgengni síðasta áratuginn, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla, er um að ræða fyrsta úrslitaleik City í Meistaradeildinni. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1970 er eini alvöru titill liðsins á alþjóðlegum vettvangi. Pep Guardiola, sem gerði Barcelona tvívegis að Evrópumeistara, hefur komið City af miklu öryggi í úrslitaleikinn í ár, í gegnum PSG, Dortmund og Borussia Mönchengladbach í útsláttarkeppninni án þess að tapa einum einasta leik, eða gera svo mikið sem eitt jafntefli. Liðið getur unnið þrennu í ár því City hefur þegar unnið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn. Það fá 14.500 stuðningsmenn að mæta á leikinn í Porto í kvöld.Getty/Marc Atkins Englandsmeistararnir hafa hins vegar tapað báðum leikjum sínum gegn Chelsea eftir að Lundúnaliðið tók algjörum stakkaskiptum með komu Tüchels. Það eru tvö af fimm töpum City í síðustu 47 leikjum. Tüchel, sem tók við af Frank Lampard í lok janúar, er mættur í úrslitaleik keppninnar í annað sinn á innan við ári stýrði fyrir níu mánuðum liði PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í tapinu gegn Bayern München. Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount Tüchel hefur umbreytt Chelsea og skilað því öruggu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, bikarúrslitaleik og úrslitaleik í Meistaradeildinni. Þó City sé talið sigurstranglegra gæti Chelsea endurtekið leikinn frá því í München árið 2012, þegar Roberto Di Matteo stýrði liðinu til sigurs á Bayern og þar með í keppninni. Chelsea hefur gefið eftir að undanförnu en ætti að vera með sitt sterkasta lið þar sem Edouard Mendy og N'Golo Kanté virðast klárir í slaginn. Hjá Manchester City eru engin meiðsli. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er á Stöð 2 Sport 2 kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en leikurinn sjálfur er í opinni dagskrá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Leikurinn hefst kl. 19 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkutíma fyrr. Leikurinn var færður frá Istanbúl til Porto vegna kórónuveirufaraldursins, og munu 16.500 manns fá að mæta á Drekavelli til að sjá Evrópumeistara krýnda. Þrátt fyrir alla sína velgengni síðasta áratuginn, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla, er um að ræða fyrsta úrslitaleik City í Meistaradeildinni. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1970 er eini alvöru titill liðsins á alþjóðlegum vettvangi. Pep Guardiola, sem gerði Barcelona tvívegis að Evrópumeistara, hefur komið City af miklu öryggi í úrslitaleikinn í ár, í gegnum PSG, Dortmund og Borussia Mönchengladbach í útsláttarkeppninni án þess að tapa einum einasta leik, eða gera svo mikið sem eitt jafntefli. Liðið getur unnið þrennu í ár því City hefur þegar unnið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn. Það fá 14.500 stuðningsmenn að mæta á leikinn í Porto í kvöld.Getty/Marc Atkins Englandsmeistararnir hafa hins vegar tapað báðum leikjum sínum gegn Chelsea eftir að Lundúnaliðið tók algjörum stakkaskiptum með komu Tüchels. Það eru tvö af fimm töpum City í síðustu 47 leikjum. Tüchel, sem tók við af Frank Lampard í lok janúar, er mættur í úrslitaleik keppninnar í annað sinn á innan við ári stýrði fyrir níu mánuðum liði PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í tapinu gegn Bayern München. Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount Tüchel hefur umbreytt Chelsea og skilað því öruggu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, bikarúrslitaleik og úrslitaleik í Meistaradeildinni. Þó City sé talið sigurstranglegra gæti Chelsea endurtekið leikinn frá því í München árið 2012, þegar Roberto Di Matteo stýrði liðinu til sigurs á Bayern og þar með í keppninni. Chelsea hefur gefið eftir að undanförnu en ætti að vera með sitt sterkasta lið þar sem Edouard Mendy og N'Golo Kanté virðast klárir í slaginn. Hjá Manchester City eru engin meiðsli. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er á Stöð 2 Sport 2 kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en leikurinn sjálfur er í opinni dagskrá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira