Börnin voru nemendur í Kamloops Indian Residential skólanum í Bresku Kólumbíu. Börnum af frumbyggjaættum var skylt að sækja slíka heimavistarskóla á 19. og hluta 20. aldar. Skólarnir voru reknir af kanadíska ríkinu og trúarstofnunum og var markmiðið að fjarlægja börnin uppruna sínum og menningu og „koma þeim inn í“ kanadískt samfélag. Skólinn lokaði fyrir starfsemi sína árið 1977.
Fundurinn var tilkynntur á fimmtudag af höfðingja frumbyggjaþjóðarinnar Tk‘emlups te Secwepemc. Þjóðin vinnur nú að því, í samstarfi við fornleifafræðinga og réttarmeinafræðinga, að komast að því hvernig börnin dóu og hvenær. Þau yngstu eru talin allt niður í þriggja ára gömul.
The news that remains were found at the former Kamloops residential school breaks my heart - it is a painful reminder of that dark and shameful chapter of our country s history. I am thinking about everyone affected by this distressing news. We are here for you. https://t.co/ZUfDRyAfET
— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) May 28, 2021
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í gær að fundurinn væri „sársaukafull áminning“ um „skammarlega fortíð landsins“. Dauði barnanna var aldrei skrásettur af forstöðumönnum skólans.
Kamloops Indian heimavistarskólinn var sá stærsti sinnar gerðar í Kanada. Hann var rekinn af kaþólsku kirkjunni árið 1890 og voru allt að 500 börn skráð í skólann. Fjöldinn var hvað mestur á sjötta áratugi síðustu aldar.
Ríkisstjórn landsins tók við rekstri skólans árið 1969 og rak hann sem heimavistarskóla til ársins 1977 þegar honum var loks lokað.