Þetta borskip er á leið til Íslands í dýran leiðangur Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2021 21:21 Rannsóknaskipið Joides Resolution. Borturn skipsins nálgast hæð Hallgrímskirkjuturns. IODP,/WILLIAM CRAWFORD Borskipið Joides Resolution er væntanlegt til Reykjavíkur um næstu helgi til að sinna rannsóknarborunum á Reykjaneshrygg. Háskóli Íslands kemur að alþjóðlegum vísindaleiðangri skipsins, sem áætlað er að standi í sextíu daga. Áformað er að bora allt að sjö rannsóknarholur á Reykjaneshrygg.KORT/IODP Rannsaka á bergfræði Reykjaneshryggs 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita. Leiðangurinn er einhver sá dýrasti á sviði hafsbotnsrannsókna sem ráðist hefur verið í á hafsvæðum við Ísland. Hver dagur kostar á milli 25 og 40 milljónir króna. Leiðangurinn átti upphaflega að vera síðastliðið sumar en honum var þá frestað vegna covid-19 heimsfaraldursins. Venjulega eru um eða yfir eitthundrað manns um borð í skipinu í slíkum leiðöngrum, allt að 65 manns í áhöfn og allt að 50 vísinda- og tæknimenn. Vegna faraldursins verða mun færri á skipinu og engir vísindahópar. Leiðangursstjórinn, Leah LeVay, verður raunar eini vísindamaðurinn um borð. „Borun á Reykjaneshrygg verður framkvæmd af tækniáhöfn skipsins,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sem heldur utan um verkefnið fyrir Íslands hönd. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Egill Aðalsteinsson Skipið var í dag við Azoreyjar eftir siglingu frá Höfðaborg í Suður-Afríku en þaðan liggur leið þess til Reykjavíkur. Samkvæmt vef Faxaflóahafna er gert ráð fyrir skipinu í höfn næstkomandi laugardag, 5. júní, og á það að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 16. Brottför er síðan skráð þann 11. júní. Leiðangursstjórinn Leah LeVay áætlar þó að skipið komi til Reykjavíkur degi seinna, sunnudaginn 6. júní. Ráðgert er að skipið verði svo aftur í Reykjavík dagana 6. til 11. ágúst í lok leiðangursins. Joides Resolution var upphaflega smíðað árið 1978 til olíuborana en var sex árum síðar breytt í rannsóknarskip. Það er um 9.700 tonn að þyngd, 143 metra langt og borturninn ofan á því slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns, nær upp í 62 metra hæð. Það getur borað allt að 2.100 metra djúpar holur í berggrunninn á allt að 5.800 metra hafsdýpi. Skipið þjónar fjölþjóðlegu vísindasamstarfi á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, og er rekstur þess kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Jarðvísindadeild Texas-háskóla heldur utan um rekstur skipsins. Rætt var við Bryndisi Brandsdóttur um leiðangurinn fyrir ári í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22. maí 2020 09:38 Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28. janúar 2012 18:58 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Áformað er að bora allt að sjö rannsóknarholur á Reykjaneshrygg.KORT/IODP Rannsaka á bergfræði Reykjaneshryggs 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita. Leiðangurinn er einhver sá dýrasti á sviði hafsbotnsrannsókna sem ráðist hefur verið í á hafsvæðum við Ísland. Hver dagur kostar á milli 25 og 40 milljónir króna. Leiðangurinn átti upphaflega að vera síðastliðið sumar en honum var þá frestað vegna covid-19 heimsfaraldursins. Venjulega eru um eða yfir eitthundrað manns um borð í skipinu í slíkum leiðöngrum, allt að 65 manns í áhöfn og allt að 50 vísinda- og tæknimenn. Vegna faraldursins verða mun færri á skipinu og engir vísindahópar. Leiðangursstjórinn, Leah LeVay, verður raunar eini vísindamaðurinn um borð. „Borun á Reykjaneshrygg verður framkvæmd af tækniáhöfn skipsins,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sem heldur utan um verkefnið fyrir Íslands hönd. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Egill Aðalsteinsson Skipið var í dag við Azoreyjar eftir siglingu frá Höfðaborg í Suður-Afríku en þaðan liggur leið þess til Reykjavíkur. Samkvæmt vef Faxaflóahafna er gert ráð fyrir skipinu í höfn næstkomandi laugardag, 5. júní, og á það að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 16. Brottför er síðan skráð þann 11. júní. Leiðangursstjórinn Leah LeVay áætlar þó að skipið komi til Reykjavíkur degi seinna, sunnudaginn 6. júní. Ráðgert er að skipið verði svo aftur í Reykjavík dagana 6. til 11. ágúst í lok leiðangursins. Joides Resolution var upphaflega smíðað árið 1978 til olíuborana en var sex árum síðar breytt í rannsóknarskip. Það er um 9.700 tonn að þyngd, 143 metra langt og borturninn ofan á því slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns, nær upp í 62 metra hæð. Það getur borað allt að 2.100 metra djúpar holur í berggrunninn á allt að 5.800 metra hafsdýpi. Skipið þjónar fjölþjóðlegu vísindasamstarfi á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, og er rekstur þess kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Jarðvísindadeild Texas-háskóla heldur utan um rekstur skipsins. Rætt var við Bryndisi Brandsdóttur um leiðangurinn fyrir ári í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22. maí 2020 09:38 Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28. janúar 2012 18:58 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22. maí 2020 09:38
Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28. janúar 2012 18:58