Lögreglumenn óku um borgina og skutu saklausa borgara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. maí 2021 13:33 Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í kringum forsetakosningarnar í febrúar. epa/Dai Kurokawa Átta lögreglumenn óku um Kampala í Úganda í nóvember síðastliðnum og skutu á almenna borgara. Að minnsta kosti fjórir létust og fleiri særðust. Aftökurnar voru framkvæmdar undir yfirskini aðgerða gegn mótmælendum. Mótmælin brutust út þegar stjórnarandstöðuleiðtoginn Robert Kyagulaniyi, betur þekktur undir listamannsnafninu Bobi Wine, var handtekinn en hann hafði boðið sig fram til forseta í kosningum sem fóru fram tveimur mánuðum seinna. Fleiri en 50 létust í átökum mótmælenda og lögreglu og hundruðir særðust, í Kampala og víðar. Forsetinn Yoweri Museveni náði endurkjöri í fimmta sinn í kosningunum en stjórnarandstæðingar segja úrslit kosningana byggja á svikum. Yfirvöld í Úganda lýstu því yfir að allir látnu hafi verið ofbeldisfullir mótmælendur og glæpamenn en hafa síðan dregið í land og játað að saklaust fólk hafi orðið fyrir byssukúlum. Rannsókn BBC Africa Eye leiddi hins vegar í ljós að fjórar manneskjur hefðu látist af höndum lögreglu á Kampala-vegi, auk fimmtán ára drengs og tveggja kvenna sem voru skotin annars staðar í höfuðborginni. Meðal rannsóknargagna var vitnisburður yfir 30 vitna og um 300 klukkustundir af upptökum úr farsímum. Myndskeið og myndir sýna meðal annars hvernig bifreið með átta lögreglumenn innanborðs ekur framhjá hinni 28 ára Kamuyat Ngobi, fjögurra barna móður, þar sem hún er á leið með mat til föður síns í nærliggjandi byggingu. Sekúndum seinna sést hún falla til jarðar eftir að hafa verið skotin í höfuðið. Sama bifreið heldur áfram akstrinum eftir Kampala-vegi og fer meðal annars framhjá veitingastað þar sem tveir eru særðir. Um það bil 60 metrum seinna er John Amera, 31 árs tveggja barna faðir, skotinn í brjóstið. Önnur fórnarlömb voru hinn 23 ára Abbas Kalule og John Kitobe, 72 ára. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Úganda Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Mótmælin brutust út þegar stjórnarandstöðuleiðtoginn Robert Kyagulaniyi, betur þekktur undir listamannsnafninu Bobi Wine, var handtekinn en hann hafði boðið sig fram til forseta í kosningum sem fóru fram tveimur mánuðum seinna. Fleiri en 50 létust í átökum mótmælenda og lögreglu og hundruðir særðust, í Kampala og víðar. Forsetinn Yoweri Museveni náði endurkjöri í fimmta sinn í kosningunum en stjórnarandstæðingar segja úrslit kosningana byggja á svikum. Yfirvöld í Úganda lýstu því yfir að allir látnu hafi verið ofbeldisfullir mótmælendur og glæpamenn en hafa síðan dregið í land og játað að saklaust fólk hafi orðið fyrir byssukúlum. Rannsókn BBC Africa Eye leiddi hins vegar í ljós að fjórar manneskjur hefðu látist af höndum lögreglu á Kampala-vegi, auk fimmtán ára drengs og tveggja kvenna sem voru skotin annars staðar í höfuðborginni. Meðal rannsóknargagna var vitnisburður yfir 30 vitna og um 300 klukkustundir af upptökum úr farsímum. Myndskeið og myndir sýna meðal annars hvernig bifreið með átta lögreglumenn innanborðs ekur framhjá hinni 28 ára Kamuyat Ngobi, fjögurra barna móður, þar sem hún er á leið með mat til föður síns í nærliggjandi byggingu. Sekúndum seinna sést hún falla til jarðar eftir að hafa verið skotin í höfuðið. Sama bifreið heldur áfram akstrinum eftir Kampala-vegi og fer meðal annars framhjá veitingastað þar sem tveir eru særðir. Um það bil 60 metrum seinna er John Amera, 31 árs tveggja barna faðir, skotinn í brjóstið. Önnur fórnarlömb voru hinn 23 ára Abbas Kalule og John Kitobe, 72 ára. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Úganda Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira