Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 15:15 Lok, lok og læs á Air France í Rússlandi. Evrópsk yfirvöld hvetja flugfélög til að fljúga ekki yfir Hvíta-Rússland eftir að þarlend yfirvöld létu stöðva för farþegaþotu til að hafa hendur í hári blaðamanns sem hefur verið gagnrýninn á þau. Vísir/EPA Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld hafa tekið sér stöðu með bandamanni sínum Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för farþegaþotu Ryaair í lofthelgi landsins til þess að handtaka blaðamann sem var um borð um þarsíðustu helgi. Evrópusambandið hefur hvatt evrópsk flugfélög til þess að forðast hvítrússneska flughelgi eftir atvikið. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist við því með því að hafna flugáætlunum flugfélaga til Rússlands sem taka krók fram hjá Hvíta-Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að Air France hafi aflýst tveimur ferðum frá Charles de Gaulle-flugvelli við París til Moskvu af þessum sökum í dag. Flugfélagið þurfti að fresta tveimur öðrum ferðum til Moskvu í síðustu viku því rússnesk yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir því að vélar þess kæmu inn í landið. Svo virtist sem að málið hefði verið leyst og flaug félagið tvær ferðir til Moskvu um helgina áður en allt fór í baklás aftur í dag. Rússnesk flugmálayfirvöld hafa ekki tjáð sig um nýjustu vendingarnar í dag. Stjórnvöld í Kreml vöruðu við því í síðustu viku að það gæti tekið lengri tíma að staðfesta flugáætlanir á milli Rússlands og Evrópu ef þeim yrði breytt til að sneiða hjá Hvíta-Rússlandi. Farþegaþota Ryanair var á leið frá Grikklandi til Litháen sunnudaginn 23. maí þegar flugturn í Hvíta-Rússlandi skipaði henni að lenda í Minsk. Sendu hvítrússnesk yfirvöld orrustuþotu til þess að fylgja þotunni til lendingar. Þau héldu því síðar fram að sprengjuhótun hefði borist frá Hamas-samtökunum í Palestínu og því hefði vélin verið stöðvuð en svo virðist sem að það hafi aðeins verið átylla. Á flugvellinum í Minsk handtóku hvítrússneskar öryggissveitir blaðamanninn Roman Protasevits og kærustu hans, Sofiu Sapega. Protasevtis hefur verið búsettur í Litháen en hvítrússnesk stjórnvöld saka hann um að skipuleggja umfangsmikil mótmæli gegn harðstjórn Lúkasjenka í kjölfar forsetakosninga sem voru sagðar sviksamlegar í fyrra. Stuðnings Protasevits segja að hann hafi líklega verið pyntaður í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Þau birtu myndbönd af bæði Protasevits og Sapega þar sem þau játuðu á sig glæpi. Nær öruggt er talið að þau hafi verið þvinguð til þess að lesa játningar sínar upp. Hvíta-Rússland Rússland Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18 Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafa tekið sér stöðu með bandamanni sínum Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för farþegaþotu Ryaair í lofthelgi landsins til þess að handtaka blaðamann sem var um borð um þarsíðustu helgi. Evrópusambandið hefur hvatt evrópsk flugfélög til þess að forðast hvítrússneska flughelgi eftir atvikið. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist við því með því að hafna flugáætlunum flugfélaga til Rússlands sem taka krók fram hjá Hvíta-Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að Air France hafi aflýst tveimur ferðum frá Charles de Gaulle-flugvelli við París til Moskvu af þessum sökum í dag. Flugfélagið þurfti að fresta tveimur öðrum ferðum til Moskvu í síðustu viku því rússnesk yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir því að vélar þess kæmu inn í landið. Svo virtist sem að málið hefði verið leyst og flaug félagið tvær ferðir til Moskvu um helgina áður en allt fór í baklás aftur í dag. Rússnesk flugmálayfirvöld hafa ekki tjáð sig um nýjustu vendingarnar í dag. Stjórnvöld í Kreml vöruðu við því í síðustu viku að það gæti tekið lengri tíma að staðfesta flugáætlanir á milli Rússlands og Evrópu ef þeim yrði breytt til að sneiða hjá Hvíta-Rússlandi. Farþegaþota Ryanair var á leið frá Grikklandi til Litháen sunnudaginn 23. maí þegar flugturn í Hvíta-Rússlandi skipaði henni að lenda í Minsk. Sendu hvítrússnesk yfirvöld orrustuþotu til þess að fylgja þotunni til lendingar. Þau héldu því síðar fram að sprengjuhótun hefði borist frá Hamas-samtökunum í Palestínu og því hefði vélin verið stöðvuð en svo virðist sem að það hafi aðeins verið átylla. Á flugvellinum í Minsk handtóku hvítrússneskar öryggissveitir blaðamanninn Roman Protasevits og kærustu hans, Sofiu Sapega. Protasevtis hefur verið búsettur í Litháen en hvítrússnesk stjórnvöld saka hann um að skipuleggja umfangsmikil mótmæli gegn harðstjórn Lúkasjenka í kjölfar forsetakosninga sem voru sagðar sviksamlegar í fyrra. Stuðnings Protasevits segja að hann hafi líklega verið pyntaður í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Þau birtu myndbönd af bæði Protasevits og Sapega þar sem þau játuðu á sig glæpi. Nær öruggt er talið að þau hafi verið þvinguð til þess að lesa játningar sínar upp.
Hvíta-Rússland Rússland Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18 Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18
Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16
Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59