Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2021 18:30 Vinnumálastofnun hefur svipt þrjúhundruð og fimmtíu atvinnuleitendur tímabundið eða alfarið atvinnuleysisbótum síðustu tvo mánuði því fólk hefur hafnað störfum án tilhlýðilegra skýringa. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir brýnt að fyrirtæki láti stofnunina vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki vinnu. Í apríl voru 17.700 manns án atvinnu á landinu samkvæmt Hagstofu Íslands sem jafngildir 8,6% atvinnuleysi. Fram hefur komið að það sárvantar fólk í ferðaþjónustu og í dag kom fram hjá framkvæmdastjóra hjá Ferðaþjónustufyrirtæki í þættinum í Bítinu að afar erfitt væri að fá fólk á atvinnuleysiskrá til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 352 verið sviptir atvinnuleysisbótum því fólk hefur hafnað starfi án fullnægjandi skýringa. Ef viðkomandi hafnar starfi einu sinni án fullnægjandi skýringa getur hann misst bætur í tvo mánuði, gerist það tvisvar falla þær niður í þrjá mánuði og alfarið ef það gerist þrisvar. „Við látum einstaklinginn vita að við höfum heyrt að hann hafi hafnað starfi og óskum skýringa. Ef viðkomandi kemur ekki með fullnægjandi skýringar þá úrskurðum við um viðurlög samkvæmt lögum,“ segir Unnur. Mikilvægt að fyrirtæki láti vita af því ef fólk þiggur ekki störf Unnur segir afar mikilvægt að forráðamenn fyrirtækja láti vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki störf í boði eða svarar ekki skilaboðum. „Það hefur verið töluvert um slíkar ábendingar og við tökum þær allar til skoðunar og það fer svo sína réttu leið gegnum okkar kerfi. Það er alveg nauðsynlegt að atvinnurekendur láti okkur vita ef fólk er ekki að þiggja störf svo við getum tekið á því,“ segir Unnur.. Hún segir vinnumarkaðinn mun líflegri en gert hafði verið ráð fyrir. „Það hefur komið mér á óvart hversu hratt störfin hafa komið inn en við erum með mannskap sem er að hamast við að koma fólki í störf. Alls hafa fyrirtæki óskað eftir 8500 stöðugildum síðustu tvo mánuði hjá Vinnumálastofnun og ráðið hefur verið í 2350 störf. Unnur segir að mögulega séu fleiri komnir með störf en talan segir til um. „Það tekur tíma frá því starf kemur og það er að fullu komið inn í okkar kerfi,“ segir Unnur að lokum. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Í apríl voru 17.700 manns án atvinnu á landinu samkvæmt Hagstofu Íslands sem jafngildir 8,6% atvinnuleysi. Fram hefur komið að það sárvantar fólk í ferðaþjónustu og í dag kom fram hjá framkvæmdastjóra hjá Ferðaþjónustufyrirtæki í þættinum í Bítinu að afar erfitt væri að fá fólk á atvinnuleysiskrá til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 352 verið sviptir atvinnuleysisbótum því fólk hefur hafnað starfi án fullnægjandi skýringa. Ef viðkomandi hafnar starfi einu sinni án fullnægjandi skýringa getur hann misst bætur í tvo mánuði, gerist það tvisvar falla þær niður í þrjá mánuði og alfarið ef það gerist þrisvar. „Við látum einstaklinginn vita að við höfum heyrt að hann hafi hafnað starfi og óskum skýringa. Ef viðkomandi kemur ekki með fullnægjandi skýringar þá úrskurðum við um viðurlög samkvæmt lögum,“ segir Unnur. Mikilvægt að fyrirtæki láti vita af því ef fólk þiggur ekki störf Unnur segir afar mikilvægt að forráðamenn fyrirtækja láti vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki störf í boði eða svarar ekki skilaboðum. „Það hefur verið töluvert um slíkar ábendingar og við tökum þær allar til skoðunar og það fer svo sína réttu leið gegnum okkar kerfi. Það er alveg nauðsynlegt að atvinnurekendur láti okkur vita ef fólk er ekki að þiggja störf svo við getum tekið á því,“ segir Unnur.. Hún segir vinnumarkaðinn mun líflegri en gert hafði verið ráð fyrir. „Það hefur komið mér á óvart hversu hratt störfin hafa komið inn en við erum með mannskap sem er að hamast við að koma fólki í störf. Alls hafa fyrirtæki óskað eftir 8500 stöðugildum síðustu tvo mánuði hjá Vinnumálastofnun og ráðið hefur verið í 2350 störf. Unnur segir að mögulega séu fleiri komnir með störf en talan segir til um. „Það tekur tíma frá því starf kemur og það er að fullu komið inn í okkar kerfi,“ segir Unnur að lokum.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00
Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00